Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Blaðsíða 4
52 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hvað máldaginn segir getur ekki þessa boðs í brjefum sínum. Er næsta ólíklegt, að hann hefði þagað um það í fyrr- getnu brjefi til vinar amtmanns, Finns Magnússonar, þar sem hann gat um heimboðið, ef hon- um hefði verið boðin slík vetur- grið. Líklegt er og, að Jónas hafi, sökum náttúrufræði-iðkana sinna og bókiðna, verið nauðsyn á að dveljast í Reykjavík um veturinn. Þeir hittust í Reykja- vík, Jónas og Bjarai, snemma sumars 1841, er amtmaður var þar á embættismannanefndar- fundinum. Segir sagan, að þá hafi Bjarni klappað á öxlina á Jónasi og sagt: „Þegar jeg dey, verður þú eina þjóðskáldið okk- ar, Jónas minn“. En sögu þess- ari er, af ýmsum rökum, var- lega trúandi. Góðar heimildir eru fyrir því, að Bjami hafi lítt tal- að um ljóðagerð sína, lítt hafið hana á loft, þótt hann væri kall- aður sjálfhælinn. Mjer virðist sagan og tortryggileg eða ótrú- leg af annari ástæðu. Mjer finst orðalag skáldsins ekki vera á setningunni. Jeg hefi auðvitað aldrei, því miður, hlýtt á tal, Bjarna Thorarensens nje við- ræður hans, fjörugar, háværar og mergjaðar En þess konar hálf-gælur sem „Jónas minn“ þykja mjer ólíkar því málfari, sem er á þeim brjefum og brjef- köflum þessa þróttorða skálds, sem jeg hefi sjeð. Þessi mikli metorðamaður er þar í senn snið- fastur, danósa og ástúðlegur í máli. Það er miklu líklegra, að hann hefði ávarpað Jónas þann- ig: „Elskulegi Hallgrímsen” eða „elskulegi herra Hallgrímsen“. Það er skrítið, að þessi setning er að málblæ og orðafari miklu líkari Jónasi en Bjarna, sem hún er þó eftir höfð. En sagan sýnir, hve alþýða hefir hugsað sjer þau skáldin ræðast jafningjalega við. Var Bjarni þó einn hinn æðsti em- bættismaður landsins og um 20 árum eldri en Jónas, sem var embættislaus mentamaður, án kandídatsprófs og öreigi, en ferðaðist þó, er hann var í nátt- úrufræðilegum rannsóknum, „eins og hann væri barón“, að I Forabrjefasafni II.. bls. 417 * —418, er prentaður „Mál- dagi Garðakirkju á Akranesi“. Eftir ágiskan er hann árfærður „um 1220. — Akranes mun vera numið og jörðin Garðar ( = Jörundarholt) bygð fyrir eða um 900. 320 árum síðar er mál- daginn skráður, og þá, er kirkj- unni var gefið hálft heimaland Garða, var Skaginn undanskil- inn, og þess vegna er síðasta grein máldagans: „ecki fylgir Skagi garda landi“. Um skilning þessara orða er ágreiningur milli ól. B. B. og mín, eftir svari hans til mín í Lesbók Morgunbl. í gær. Hon- um skilst svo: Skaginn hefir aldrei fylgt Garða landi. Hygg jeg að þar eigi við orð hans: „En þetta er hinn mesti mis- skilningur“. — Á 13. öld vorú menn ekki með óþarfa málaleng- ingar í ritum sínum. Hefði Skag inn þá lengi (eða ætíð) verið sjerstök jörð, var ekki fremur ástæða til að taka fram í mál- daganum um hana en aðrar að- liggjandi jarðir, að hún fylgdi ekki. En vegna þess, að þá var alkunnugt, að Skagi hafði þang- að til verið hluti Garðalands, er þetta sett í máldagann til tryggingar því, að síðar skuli ekki orka tvímælis um, að kirkj- an eigi ekki Saga. Á þessum skilningi máldagans því er Páll Melsted ritar Jóni Sigurðssyni. Og sagan af þessum orðum Bjarna við Jónas er á ýmsa vegu hugðnæm og skemti- leg. Hún sýnir skilning þjóðar- inniar á því, að þeir Bjarai og Jónas voru á árunum kringum 1840 þau skáld, sem áttu þá lengst líf fyrir sjer í andlegu lífi þjóðarinnar og æðstu ment- um. í þessum spádómsorðum, sem þjóðsagan eignar Bjarna, felst þáttur úr íslenskri bók- mentasögu, dómur hennar um skáldin, trú þjóðarinnar á eilífð- argildi ljóða þeirra og listar. Niðurlag í næstu Lesbók. og því, hversu Skaginn liggur til notkunar frá Görðum, bygði jeg tilgátu mína um slíka notk- un þaðan, a. m. k. um 300 ára, tímabil, áður en máldaginn varí gerður. En líklegast er, að þá, og lengi eftir það, hafi Skaginn verið í sameign við bændaeign- arhluta Garða, og notaður það- an (sáðland, slægjur, vetrar- beit lamba, verstöð). Fyrir 70 árum sást þar vottur fornra akra Teiga örnefnin má ætla að stafi frá slægnanotkun þar; og Lamb- hús frá því, að þar hafi Garða- bóndi haft lömb á vetrum (en roskið fje nær fjalli). Heima- skaga-nafnið bendir til, að þar hafi verstöð heimabóndans ver- ið (en þá lágu aðkomumenn við aðrar varir á Skaganum). — I Heimaskaga er lending og ver- gögn betri en á Sölmundarhöfða (svo hjet hann), og hagkvæm- ara til sóknar í fiskileitir beggja megin Skagans. Að ábúendur Garða hafi „allt af“ haft verstöð á Skaganum, hefur mjer ekki komið til hug- ar nje sagt, — en hinu held jeg fram hiklaust, að álíka rjett- mætt og viðeigándi sje að nefna Skipaskaga og kaupstaðinn þar Akranes, eins og Reykjavík væri nefnd Seltjarnames, Akureyri Eyjafjörður o. s. frv. (í grein minni: örnefni á Akranesi“, hafði misprentast: „Arakot f. Akrakot“). • Grafarholti, 9. nóv. 1942. Björn Bjarnarson. íslenskukennarinn var að tala við nemendur sína: „Ef einhver ykkar segði við mig: „Þjer voruð hjerna í gær“, væri það þá rjett?“ „Nei, herra“, var svarið. „Og hversvegna ekki?“ „Vegna þess, að þjer voruð alls ekki hjema í gær“. ★ Dómarinn: Þjer hafið framið sex innbrot í þessari viku. Fanginn: Það er rjett. Ef all- ir væru eins athafnasamir og jeg, myndi landi voru vel borgið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.