Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Síða 6
54 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS staðaskóla hefði Guðmundur bú- ið í Lamhúsum. Myndaðist góð vinátta milli hans og sumra skólapilta, sem þótti gaman að Jíta heim til þessa glaða og gáfaða bónda. En ekki þótti þeim hann árennilegri en ísbjöm til fangbragða, enda þreyttu þeir þau aldrei við hann. Þegar ég var á barnsaldri man jeg Skagfirðinga, sem voru í skreið- arferðum suður með sjó, sögðust hafa gert sjer erindi til Guð- mundar Jakobssonar, bara til þess að sjá þennan mann, sem svo margar sögur gengu um. Og Einar á Mælifelli föðurfaðir dr. Valtýs Guðmundssonar, gerði sjer ferð norðan úr Skagafirði og suður á Álftanes. Sagði hann það væri erindið að sjá Guðmund Jakobsson. Einar var gáfumaður með frábærri elju að afrita bæk- ur. Einar heimsótti foreldra mína í þessari ferð. Var hann spurð- ur, er hann var á heimleið, hvem- ig honum hefði þótt að heim- sækja Guðmund og um hvað þeir hefðu helst talað. Lofaði hann Guðmund mikið fyrir gáfur og fróðleik og sagði að lokum: — Mest töluðum við um skáldskap gamlan og nýjan og aflraunir fomar. Guðmundur flutti síðast að Móakoti í Garðahverfi til Helga sonar síns og Rannveigar konu hans. Meðal bama þeirra hjóna er Helgi Helgason verslunar- stjóri og einn meðal nafnkend- ustu Reykjavíkurbúa. Það sagði frú Rannveig mjer, að Guðmund- ur tengdafaðir sinn hefði verið sá glaðasti og skemtilegasti mað- ur, sem hún hefði kynst um æf- ina. Hann dó í Móakoti 1. jan. 1873, kominn að áttræðu. Vigdísarvellir hjet heiðarbýli eigi langt frá Keili, en fjarri öllum bygðum bólum. Þegar jeg var sjómaður á Vatnsleysuströnd frá 1878 til 1888, bjó þar maður að nafni Guðmundur Hannesson. Strandarmenn sögðu mjer að hann væri einn af þeim 29 böm- um, sem Hannes bóndi á Hjalla hefði eignast með konum sín- um, en bókfærðar heimildir hefi ýeg engar fyrir þessu. Jeg sá þennan Guðmund nokkrum sinn- um og líka þekti jeg mörg syst-i kini hans, sem voru víðsvegar þar syðra, bæði hjú og búend- ur, meðal þeirra var Sæfinnur vatnsberi í Reykjavík, er gár- ungar kölluðu Sæfinn með sex- tán skó. Þessi systkini voru fyr- ir mínum augum ekki meiri en miðlungsfólk, og bám sum þeirra vitni þess, að vanlíðan í æsku hefði markað þroska þeirra. Einkum var það einn bræðranna, sem Helgi hjet, er talinn var lítilmenni. En Sæ- finnur og Guðmundur vom þeirra burðugastir. Ágúst í Halakoti lýsir Guð- mundi Hannessyni ^em frábæm karlmenni og bestu skyttu, og er það enginn efi að svo hafi verið, hafi hann skotið sjötíú hreindýr eins og Ágúst fullyrð- ir. Til dæmis um frækleik Guð- mundar og hreysti, segir hann sögu af því, að eitt sinn hafi helskotinn tarfur, sem ekki átti undankomu auðið, ráðist á hann. Guðmundur brá sjer þá upp á svíra dýrins og banaði því með beittum hnífi. Þessu nákvæm- lega samhljóða sögu heyrði jeg í bemsku minni um Guðmund Jakobsson. Kemur mjer til hug- ar, að það sama atvik sje fært á milli manna. Ekki var Guð- mundur Hannesson jafn stór- mannlegur í mínum augum, eins og í lýsingu þeirri sem Ágúst í Halakoti gaf af honum og efast jeg um að allar heimildir um dýraveiðar hans sjeu óyggj- andi, því bygðar eru þær á sögn- um, er gengið hafa mann frá manni. Jeg hefi spurt Herdísi Sigurðardóttur húsfrú á Varma- læk, sem þekti Guðmund vel, er hún átti heima á Vífilsstöð- um og Krísivík, hvort það geti komið til mála að hann hefði skotið sjötíu hreindýr. Hún þorði ekki að mótmæla því með öllu, að svo hefði getað verið þótt henni virtist líklegra að ein- hverju hefði verið krítað í þá tölu. En það vissi hún að hanni var talinn góð skytta og skaut bæði refi og hreindýr, þegar tök voru á. Að öllum likindum hef ir hann lagt fleiri hreindýr að velli á Reykjanessfjallgarði, en nokkur annar maður. Það væri fróðlegt að vita nöfn allra þeirra manna, sem skutu hreindýr á þessu svæði og tölu þeirra dýra, sem fjellu fyrir skotum, en um það er ekkert að finna nema í munnmæluni, sem færast úr lagi og gleymast síðan með öllu. Nú á dögum líta ýmsir svo á, að það hafi verið mesta goð- gá að leggja þessi friðsömu fjalldýr að velli. En þau áttu ekki ætíð sjö dagana sæla. — Þegar allt fór saman, vetrar- byljir, stór regn og hagleysi, þá hlutu þau að lokum að hníga að velli helfrosin og hungurmorða. Við allar þær nauðir losnuðu dýrin, sem fengu skot í höfuð eða hjarta og hlutu þar með bráðan bana. Má því líta svo á, að þessir markvissu veiðimenn, hafi unnið miskunnarverk með því að leggja dýrin hreinlega að velli. Og með þeim færðu þeir líka oft þurfandi fjölskyldu góða björg í búið. Þá var heldur ekki um lagabrot að ræða, þótt hreindýr væru unnin á þeim árum, sem frásagnir þær gerð- úst sem hjer eru skráðar. Smælki / Faðirinn: Gerum nú ráð fyrir, að jeg yrði skyndilega tekinn burt hjeðan. Hvað yrði þá um þig? Sonurinn: Jeg yrði hjer kyrr, en spumingin er, hvað yrði um þi&? ★ — Maðurinn yðar er of hrif- inn af sterku kaffi, sagði lækn- irinn. ■— Þjer megið ekki láta hann hafa það. Hann verður æst- ur af því. — En læknir, þjer ættuð bara að sjá, hve æstur hann verður, þegar jeg gef honum veikt kaffi. * ★ Læknirinn: Hefir þú sagt þess um unga manni, sem altaf er að koma til þess að heimsækja þig, hvaða álit jeg hefi á honum? Dóttirin: Já, pabbi, en hann segir bara, að ályktanir þínar sjeu rangar eins og venjulega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.