Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1943, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1943, Qupperneq 3
LE8BÓK M0BGUNBLAD8IN8 155 Blaðamennirnir, sem þyrpast inn í skrifstofuna, standa allir; aðeins forsetinn situr og skrifari sá, sem er ávalt viðstaddur á þessutn fund- um, Stephen Early, fundarritarinn og tveir til þrír aðstoðarmenn i Hvíta húsinu. Stundum kemur það fyyrir að forsetinn hefir gesti á þessum ráðstefnum. Þegar Win- ston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrst til "Washing- ton og var kyntur fyrir hlaða- mönnum, var tekið afar vel á móti honum og til þess að allir gætu sjeð hann, stökk hann upp á stól og stóð þar. ALÚÐLEGUR FUNDARSTJÓRI. Þegar blaðamenirnir streymdu inn í herbergið, hallar forsetinn sjer aftur á bak í stólnum. Ef fundurinn er að sumri til, þá er hann venjulega snöggklæddur og á annari skyrtuerminni sjást staf- irnir F. D. R. Hann spaugar við þá, sem fyrst koma inn, ávarpar alla með fornafni og segir ef til vill eitthvað til sýna að hann hafi tekið eftir því að ein af kven- frjettariturunum hafi nýjan hatt; svo gerir hann að gamni sínu við einhvern vin, sinn, segir t. d. að hann sje að fitna. Maður kemst að þeirri niður- stöðu, að jafnvel þó hann þurfi að láta uppská þýðingarmikil tíðindi eða ræða um einhver stór-alvarleg viðfangsefni, þá álítur hann þessa fundi með blaðamönnunum tvisvar í viku sem nokkurskonar hvíld frá hinu daglega erfiði. Um leið og síðasti blaðamaður- inn er kominn, segir þjónninn í Hvíta húsinu eins og vanalega: „Allir hjer“, og um leið hefst fundurinn. Forsetinn byrjar oft fundinn með þvi að skýra frá einhverjum nýjum stjórnaráformum eða fram- kvæmdum. Stundum gerir hann athugasemdir við frjettirnar, sem eru á dagskrá, eða hann segir: „Engar frjettir í dag“, og býður tilheyrendum sínum að bera fram spurningar. Spurningar þessar eru allar bornar fram munnlega og málefninu eru engin takmörk sett. Það getur verið viðvíkjandi þjóð- ar- eða alþjóðarmálum eða þá eitt- hvað, sem snertir einhvern afkima í landinu. FLJÓTUR TIL SVARA. Spurningar eru bornar fram óð- fluga. Það þarf mikla lipurð og skarpan skilning til þess að stand- ast þessa aðsókn. En forsetinn svar ar spurningunum hreint út og hef- ir gaman af að geta snúið sig kænlega út úr vandasamri spurn- ingu. Ilann álítur að hugsunin skerpist við þessar skylmingar. Oft og iðulega eftir að fundinum er lokið, snýr hann sjer að Stephen Earley, nánum vini ínum, sem er ráðgjafi hans á þessum fundum og spyr: „Hvernig stóð jeg mig?“ Upplýsingar þær, sem forsetinn gefur blaðamönnum á fundum þessum, falla í fjóra aðalflokka. Fjöldann af upplýsingunum má tengja við íorsetann í þriðju per- sónu. Það má nota innihald þess- ara upplýsinga, en ekki í fyrstu persónu. Frjettaritararnir mega t. d. skrifa: „Roosevelt forseti sagði, að hann myndi biðja þingið um nýja löggjöf viðvíkjandi fjárfram- lögum til hersins í næstu vikú'. Það kemur fyrir að forsetinn leyfi að taka upp ummæli eftir sjer orðrjett. Þegar það er gert, þá er það skrifað og því útbýtt í Hvíta húsinu. Þriðji liður upp- lýsinganna er það, sem forsetinn gefur blaðamönnum til hjálpar til þess að þeir geti betur skilið gang málanna og er ætlast til að þær upplýsingar sjeu settar í beint samband við ummæli forsetans. Stundum kemur það fyrir, að blaðamennirnir fá þýðingarmiklar upplýsingar, sem ber að álíta sem trúnaðarmál, er ekki á að birta, heldur til leiðbeiningar blöðunum, svo að þau skilji aðstöðuna. HANN VERST SPURNIN GUM. Það er einnig fimti liður spurn- inganna, þar sem forsetinn svarar flókinni spurningu með spaugileg- um ýkjum, eins og þegar Banda- ríkjaherinn gerði loftárás á Tokio og forsetinn var spurður frá hvaða stað flugvjelarnar hefðu flogið tiUþess að gera árásina, þá svar- aði hann: „Shangri-La“. Shangri- La er, eins og allir blaðamennirnir vissu, töfraland skapað af James Hilton í sögunni „Tapaður sjón- deildarhringur“. Shangri-La hefir oft birst í frjettum síðan. Jafnvel þó endrum og eins sje augnabliks hlátur yfir spaugsyrð- um, þá hvílir yfirleitt þung alvara yfir fundum þessum. Forsetinn gerir sjer það ljóst, að þegar hann talar við þessa frjettaritara, menn og konur, þá er hann beinlínis að tala við öll Bandaríkin og einnig við heiminn í heild sinni. Hver einasti frjetta- ritari, sem hefir tiltekin skilríki, getur sótt fundi þessa. Sjerstök varfærni er samt um hönd höfð gagnvart þeim, sem ingöngu fá á fundi þessa. Bæði innlendir og útlendir frjettarit- arar verða að sýna afar nákvæm skilríki og rannsókn gerð viðvíkj- andi þeim persónulega. Þessir frjettaritarar tilheyra ekki einu sinni stjórnmálaflokk Roosevelts, heldur einnig mótstöðuflokki hans í stjórnmálum. Svæsnasti mót- stöðumaður Roosevetts hefir jafn- vel tækifæri til að koma á fundi þessa og spyrja spurninga. Hann hefir alveg sömu rjettindi til að gagnrýna stjórnarstefnu Roose- velts og sama rjett til að spyrja eins og sá, sem er mest hlyntur forsetanum og stjómarstefnu hans. Jafnskjótt og frjettaritarinn fær aðgang að fundinum, verður hann meðlimur í fjelagi blaðamanna Hvíta hússins. Hann fær þá í hendur hinn eft- irsótta aðgöngumiða að Hvíta hús- inu, sem svo mikið þykir til koma í Washington. SKÝRSLA TIL ÞJÓÐARINNAR. Enn á ný skygnist maður inn í fundarsalin. Það er búið að spyrja hinnar síðustu spurningar; þar á eftir er augnabliks þögn og þá hafa hinir eldri frjettaritarar orðið og segja: „Þakka yfir fyrir, herra forseti". Þessi orð orsaka enn meiri flýti og troðning heldur en þegar inn var ruðst, sjerstaklega hjá þeim, sem eru þar fyrir ritsíma-frjetta- stofur. Þeir þjóta að símunum í frjettaritara-herberginu; það er Framhald á bls. 157.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.