Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1943, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1943, Qupperneq 6
158 LMBÖK M0RGUVBLAÐSTN8 HUGSAMB 4ND Stórmerkileg ritgerð um stórmerkilegt mál. _ -i. Býsna vænt þótti mjer um að sjá í dag, í sdbl. „Vísis", grein þá er heitir „Tilraunir mínar með hughrif" og er eftir Sir Hu- bert Wilkins. „Hugsamband" hefði nú þarna átt fult eins vel við og „hughrif", því að um slíkt er einmitt að ræða. Er gott til þess að vita, að Sir Hubert. skuli vera að fást við þessar mjög svo áríðandi rann- sóknir, því að hann er svo stór- frægur maður, að engin hætta er á að ekki verði tekið eftir því sem hann ritar, jafnvel á þessum tímum hinnar stærstu styrjaldar, enda ræðir um þekkingu sem gæti orðið mjög þýðingarmikil fyrir gang ófriðarins, ef menn reyndu að færa sjer hana í nyt. En þó er sá galli á, að uns komið er framyfir tiltekið stig vanþekk- ingar, mundi fjarskynjan geta orðið Japönum að gagni miklu fremur en hvítum mönnum, af því að engin þjóð er líkt því eins samstilt og laus við að vera sjálfri sjer sundurþykk, og Ja- panar. II. Sir Hubert Wilkins er einn af þeim mönnum sem mannkynið hefir ástæðu til að miklast af. Hann er orðlagður sem hetja, framúrskarandi flugmaður og einn af ágætustu landfræðingum; er hann í allra fjarsta lagi því, að heyra til þeirri tegundinni, sem nefndir hafa verið legubekks landfræðingar (Sofageograf). — Hann tók á mjög ungum aldri þátt í hinum fræga leiðangri Vil- hjálms Stefánssonar í Norður- vegi, en var síðan með Sir Ernest Shackleton á hinum enda jarðar, tók þátt í þeim leiðangri sem náttúrufræðingur. Hann hef ir ennfremur stundað rannsókn- ir í hinu heitasta hitabelti, nefni- lega í Ástralíu. Sir Hubert er vissulega ágætlega undir það bú- inn. að verða heimsfræðingur, þar sem hann auk áhuga síns á stórkostlegum flugferðum, land fræði og náttúrufræði, er nú kominn ínn á brautir sannvís- indalegrar sálfræði, þ. e. þeirrar tegundar af þekkingu, sem nauð- synleg er, ef takast á að færa líffræðina út til stjarnanna. III. Menn ættu að lesa og hugleiða vel þessa ritgerð Sir Huberts í Vísi, því að jeg ýki það ekki, að hún er býsna fróðleg. Sherman heitir maðurinn sem Sir H. fekk til samstarfs við sig, og er það augljóst, að náið hugsamband — og jafnvel dálítið meira — hefir komist á þeirra á milli, þrátt fyrir þúsunda km. fjarlægð. Sir H. tekur af tilviljun þátt í dans- leik í borg þar sem hann hafði orðið að lenda sakir stórhríðar. Sama kvöld skrifar Sherman: „Þú innan um einkennisbúna menn og nokkrar konur — s*am- kvæmisföt — viðhafnarsam- kvæmi — háttsettir menn við- staddiis— fjörugar samræður — þú virðist vera í samkvæmisföt- um sjálfur", og var þetta ná- kvæmlega rjett. Annað sinn er Sir H. staddur í Point Barrovv, og horfir þar á húsbruna. Það kvöld skrifar Shermann í skrif- stofu sinni í New York í 4800 km. fjarlægð: „Jeg veit ekki af hverju, en mjer virðist jeg sjá snarkandi loga úti í dimmunni — greinileg áhrif frá eldi, einsog hús væri að brenna“ o. s. frv. Einu sinni skrifar Sherman: „held að þú hafir fundið bilun í stálgrindinni sem þarfnast við- gerðar“. Og ennfremur: „Mjer finnst jeg sjá þig með einhvers- konar handdælu í flugvjelinni, en hreyfillinn spýr frá sjer gus- um af kolsvörtum reyk — hvellar sprengingar frá honum — ó- jafnar — hálfkæft soghljóð, lík- ast því að eldsneytið sje í ólagi — bensínleiðsla". Og var þetta alt nákvæmlega rjett. Er einkar fróðlegt að veita því eftirtekt, h.vernig það sem Sir H. skynjar með augum og eyrum, kemur fram í huga Shermans sem of- sjón og ofheyrn. IV. Það er ekki vafi á því, að Sir H. hefir rjett fyrir sjer þar sem hann segir, að þarna geti ekki verið um eintómar tilviljanir að ræða. Jeg efast heldur ekki um að hann hefir rjett fyrir sjer þar sem hann segir, að nákvæmt hugsanasamband hafi getað ver- ið milli hans og Shermans, án * nokkurrar sinnar viðleitni í þá átt. Það er ekki ófróðlegt, að veita því eftirtekt, að nokkuð líkt þessu sem Sir H. segir frá hafði gerst í' sambandi við ferðalag annars mjög ágæts manns, án þess þó að þar væri um að ræða nokkrar tilraunir til hugsanasam bands. Þegar Fridtjov Nansen var í hinni frægu norðurför sinni 1893—G, merktji Masselo Hauge í Oslo á landabrjef, og skrifaði hjá sjer ýmislegt um ferðalag Nansens. Var þetta síð- an innsiglað og fengið háskólan- um í Oslo til varðveislu, en tek- ið fram þegar Nansen kom heim. Sást þá, að þessu sem Hauge hafði skrifað, bar mjög vel sam- an við dagbók Nansens frá sama -tíma. V. Það er dálítið skoplegt í rit- gerð Sir Hubert Wilkins, og sýn- ir að hinn mikli landfræðingur er í þessum efnum aðeins á byrj- unarstigi ennþá, að hann virðist ætla, (ef þá ekki er eitthvað mis- þýtt), að fjarlægðin 4500 km. eða þar um bil, muni vera sjer- staklega heppileg til rannsókna á hugsambandi. En fjarlægðir koma þar lítt eða ekki til greina, eins og rannsóknir mínar á eðlí drauma og miðilsamband við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.