Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1943, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1943, Page 7
íbúa annara jarðstjania, hafa leitt í ljós ótvíræðlega. Enginn vafi getur á því leikið, að hugsanasamband á sjer stað, og að eigi einungis geta engar fjarlægðir hjer á jörðu komið í \eg fyrir það, heldur jafnvel ekki fjarlægðir himingeimsins hnatta á milli. Og er þetta að rekja til þess, að annarsvegar er flutn- ingur eða „tilsending" hverskon- ar orku, það sem kalla mætti undirstöðulögmál sköpunarverks ins og svo hinsvegar þess, að i'ullkomin samstilling er mark- mið það sem stefnt er að og stefna ber að. Eitthvað það þarf að koma fram, sem öllu mannkyni geti orðið sameiginlegt áhugamál, og það er ekki vafi á því, að sam- bandið við fullkomnara mannkyn á öðrum. jarðstjörnum alheims- ins mundi svo verða, ef hægt væri að fá menn til að skilja að þar er ekki um neinar firrur að ræða eða hugarburð sem ekki sje mark á takandi, heldur blátt áfrám nýmæli í vísindum af allra framfarahæfustu tegund. Og það er víst, að mikið mundi muna um annan eins afreksmann og Sir Hubert Wilkins, ef hann hall- aðist á þá sveif, einsog ekki virðist með öllu ólíklegt að orðið geti. 11.—12. apríl ’43. Helgi Pjeturss, Ungur læknir: Hvers vegna spyrðu altaf sjúklinga þína að því, hvaða mat þeir hafi síðast haft til hádegisverðar ? Gamall læknir: Það er nauð- synleg spurning, því að á þann hátt kemst maður að því í hvernig efnum sjúklingarnir eru og getur samið reikninginn eftir því. ★ Villi litli: Hvað er lögfræðingur, pabbi? Faðirinn: Lögfræðingur er mað ur, sem fær tvo menn til þess að afklæða hvern annan og hleyp- ur síðan burt með fötin. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vorvísur. Vermir höndin vinahlý vel það dæmin sanna. Nú er sól og sumar í sálum flestra manna. Því skal gleðja sinni og sál saman ræða lengi, binda í stuðla Bi'agamál bæra hörpu strengi. Lifna blómin furðu fljótt flest að óskum gengur, vetrar kulda næðingsnótt nístir ekki lengur. . Tilverunnar broshýr brá byrtu slær á ’ ósinn. Fjallabungum iða á árdagssólarljósin. Margan heyrum unaðsóm fit við sund og gjögur, fuglar syngja sætum róm sumarljóðin fögur. Blærinn hillir bjargasal best er mundum kjósa Fegurð gillir fjöll og dal, firði vötn og ósa. Gyðjan forna glæst með hár, geisla breiðir trafið, gjörvalt landið, unnir ár alt er ljóma vafið. Fóstran kæra okkar á auð af flestum gæðum, brjósta mikil, breið og há, búin tignarslæðum. Oft þó virðist ánauð vfs á því vinnast bætur, hún með jöklum eldi og ís aldrei bugast lætur. Lútum konung kærleikans kyndum trúarneista alt er trygt í höndum hans honum ber að treysta. Hannes Jónsson frá Spákonufelli. „Hvað mikið whiskey getur einn Skoti drukkið?" . „Eins mikið og honum er gef- ið,(. 159 Fjaðrafok Prestinum hlýtur að hafa fat- ast eitthvað mælskan, því að gamall maður, sem í kirkjunni var, steinsofnaði á meðan á prje- dikun stóð. Klerkur tók eftir þessu, en amaðist þó ekkert við því að svo stöddu. Næsta sunnudag( fór alf á sömu leið. Kallar þá prestur á dreng, sem var með gámla manninum, inn í skrúðhús- ið. „Drengur minn“, sagði prestur, þegar þeir voru orðnir einir, „hver er þessi gamli maður, sem þú varst með í kirkjunni?" „Afi minn“, var svarið. „Jæja“, sagði þá presturinn, „ef þú aðeins heldur honum vak- andi á meðan á prjedikuninni stendur, mun jeg gefa þjer 25 aura á hverjum sunnudegi“. Drengurinn fjellst þegar á þetta og næstu tvo sunnudaga var sá gamli vel vakandi, en þriðja sunnu daginn sofnaði hann aftur á móti. Presturinn kallaði þá drenginn til sín og sagði: „Jeg er mjög reið ur við þig, þar sem þú hefir brugð- ist skyldu þinni. Afi þinn stein- svaf í kirkjunni í dag. Lofaði jeg þjer ekki að gefa þjer 25-eyring á hverjum sunnudegi, ef þú hjeld- ir honum vakandi“. „JiV‘, svaraði drengurinn, „en afi lofaði að gefa mjer krónu, ef jeg ónáðaði hann ekki“. ★ að stóðu yfir rjettarhöld í morðmáli. Yerjandi sak- bornings var að yfirhey'ra vitnið. „Hvenær var morðið framið?“ spurði málafærslumaðurinn hrana- lega. „Jeg hugsa-----“, byrjaði vitn ið, en lögfræðingurinn greip fram í fyrir honum. „Okkur kemur ekkert við, hvað þjer hugsið. Við viljum aðeins fá að vita, hvað þjer vitið“. „Nú, ef þjer viljið ekki fá að vita það sem jeg hugsa," sagði vitnið rólega, „get jeg alveg eins farið. Jeg get ekki talað án þess að hugsa fyrst — þjer athugið, jeg e'r ekki lögfræðingur“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.