Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1943, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1943, Blaðsíða 4
156 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sigurður Grímsson: LJÓÐ OG C r jeg nú um bænadagana var að blaða í hinni ágætu bók „Fagrar heyrði jeg raddirnar“, er dr. Einar ól. Sveinsson hef- ir gefið út með mikilli prýði, mintist jeg þess, að hafa, endur fyrir löngu, lesið kvæði í fornum stíl, er Indriði Einarsson hinn snjalli fagurfræðingur og skáld hafði birt í einhverju af tíma- ritum okkar. Ekki var jeg viss um, hvort hjer var um að ræða raunverulegt fomkvæði, eða, að Indriði væri sjálfur höfundur þess, og ekki mundi jeg heldur hvar jeg hafði rekist á kvæði þetta. Eftir nokkra leit fann jeg það þó að lokum í Nýjum fjelags- ritum, 30. árgangi. Kom þá í ljós, að Indriði var höfundur kvæðis- ins. Nefnir hann það: Þorgeir og íngibjörg, og getur þess að það sje „úr óprentuðu leikriti, kveðið í sama anda_ og nokkuð af ísl. forakvæðum". Jeg leitaði nú til dóttur skálds- ins, frú Efemíu Waage, ef vera mætti að hún gæti frætt mig um, úr hvaða leikriti föður hennar, kvæðið væri. Ekki gat frúin svar- að þessu þá þegar, en bjóst þó við, að hún myndi geta grafið það upp. Það reyndist einnig svo. Átti jeg aftur tal við frúna skömmu síðar, og sagði hún mjer þá, að kvæðið hefði höfundurinn upprunalega ætlað að fella inn í leikritið „Dansinn í Hruna". Kvað hún föður sinn hafa, þegar á unga aldri, samið all-ítarleg drög að leikriti þessu, og þá ort þetta kvæði. Þrítugasti árgangur Nýrra fjelagsrita kemur út árið 1873, og hefir Indriði Einarsson þá verið aðeins 22 ára gamall (f. 30. apr. 1851). En kvæðið hefir hann vafalaust orkt að minsta kosti einu til tveim árum fyrr, því að frú Efemía segir mjer, að um það leyti hafi hann og nokkrir ungir mentamenn aðr- ir, haft með sjer fjelagsskap til bókmeniaiðkana og haldið úti sín á milli, skrifuðu blaði, er þeir nefndu: „Vísindavinurinn“, en í þessu blaði birti Indriði fyrst kvæði þetta. Mun blaðið vera til ennþá og í vörslum afkomenda Indriða. 1 fjelagsskap þessum voru, auk Indriða, þessir menn: Gestur Pálsson, skáld, Jóhann Þorkelson, síðar dóm- kirkjuprestur, Sigurður Sigurðsson, síðar kennari við lærðaskólann í Reykjavík, faðir Sigurðar skálds frá Amarholti, Hallgrímur Melsted, síðar landsbókavörður, Ólafur Björnsson („hvíta- skáld“), síðast prestur að Ríp, og Friðrik Petersen, síðar pró- fastur í Færeyjum, allir þá lík- lega í skóla. Er sjera Jóhann nú einn á lífi þeirra fjelaga. Ný fjelagsrit eru, nú orðið, í fárra manna höndum og lítt les- in. Virðist mjer því fara vel á því, að birta kvæðið hjer og draga það þar með fram úr gleymsku gamalla tíma, enda er kvæðið vissulega þess vert, svo fagurt sem það er og ágætlega gert að anda og formi, þó að það hinsvegar leyni sjer ekki að höf- undurinn hefir haft þjóðkvæðið um Tristan og Isodd sjer til fyrir myndar. Set jeg kvæðið hér orð- rjett og stafrjett, eins og það er prentað í Nýjum fjelagsritum: ÞORGEIR OG tNGIBJÖRG... (Úr óprentuðu leikriti, kveðið í sama anda og nokkur af ísl. fora- kvæðum). Þorgeir reið frá einvíginu Og var sár; „Sæki þið hana íngibjörgu Áðr en jeg verð nár“. Svona ráðast sumra manna draumar* „Jeg elska hina úngu mey, En sárt blæðir und, L AG- Sæki þið hana íngibjörgu Á minn síðsta fund“. Svona ráðast o. s. frv. Þaðan riðu sendisveinar Á rikugum jó; Boðið var þeim af dvergunum Að ganga í klettaþró Svona ráðast o. s. frv. Álfar vildu hylla þá 1 bergsali inn; Þeir létu sig ekki tefja Og riðu dægur fimm. Svona ráðast o. s. frv. íngibjörg sú fagra frú Hún sá þeirra reið: „Skyldu þeir vilja finna mig þeirra för er svo greið?“ Svona ráðast o. s. frv. En þá ríku rausnarmennin Riðu í garð, Var íngibjörgu í framan brugðið: Hún nábleik varð. Svona ráðast o. s. frv. „Þorgeir vildi finna yður, Ríklynda frú; Hann sendir yður bleika hestinn, Fár er hann nú“. Svona ráðast o. s. frv. Varp hún sjer á bleika hestinn, Með gullslegnum hóf; Föl var kinnin, hjartað heitt, Þau riðu mörk og skóg. Svona ráðast o. s. frv. Komu þau til Blikaborgar Við ótta og sút, Þann sama dag var Þorgeir borinn Til grafar út. Svona ráðast o. s. frv. Gekk hún sig til kirkjugarðsins, Allt var hljótt; Þorgeir sat á leiði sínu Um koldimma nótt. Svona ráðast o. s. frv.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.