Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1943, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1943, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 157 „Leingi beið jeg eftir yður í’egursta frú! Viltu gegnum dauðann geinginn Kveðja mig nú?“ Svona ráðast o. s. frv. „Jeg vil gegnum dauðann geinginn Þig kveðja með koss, Ef þú þorir að signa þig Með heilögum kross“. Svona ráðast o. s. frv. „Jeg þori vel að signa mig Með heilögum kross“. Hann faðmaði og kyssti hana Síðasta koss. Svona ráðast o. s. frv. I gröfina hinn dauði steyptist, En hárið svart Ingibjargar næsta morgun Var orðið silfurbjart. Svona ráðast o. s. frv. Indriði Einarsson. Einhverntíma lærði jeg lag við kvæði þetta. Þykir mjer það fal- legt og fara einkar vel við kvæð- ið. Ekki veit jeg með vissu, hver höf. þess er, eða hvort það er eitt af mörgum okkar fögru þjóð- laga. Þó mun jeg hafa heyrt það eignað sjera Steini Steinsen, síð- ast presti í Árnesi (d. 1883), föð- ur Halldórs Steinsens læknis. — Var sjera Steinsen sönghneigður mjög og mun hafa samið töluvert af lögum, að því er mjer hefir verið sagt. Væri fróðlegt að fá að vita hið rjetta í þessu efni, og því birti jeg hjer lagið, eins og jeg lærði það fyrir rúmum tutt- ugu árum, ef ske kynni að ein- hver vissi hjer betri deili á: Indriði Einarsson ljet jafnan lítið yfir kveðskap sínum, en þó hefir hann ort mörg ágætiskvæði. Var hann manna glöggskyggn- astur á fegurð íslenskra þjóð- sagna og þjóðkvæða, svo sem framangreint kvæði, og þó eink- um leikrit hans mörg, bera með sjer, enda var honum þjóðtrúin í blóð borin, og „forhertur æste- tiker“ var hann í huga og hátt- um, þar til yfir lauk. ■ if . 2 1 1 r l j y w- r m r * • z Q J . <±=Z3 • P—þ— fl • J- - — Þor - geir reið frá ein-ríg - in - u og var sár: — | } L - 1 t ... .... . . -yyy; L£J T=N * g #—i =1 ^Jk ' ' Sœk-ið þiö han - a i ft r i ;::k=— Ing - i-bjðrg-u áð’r « J- ■■ , j =*=i in ég verð nár. 1 V y | J-il j • ^ ' J. * 7- « Svon - a rat - aet sumr - a mann - a draum - - ar. Blaðamanna-ráðstefna ... Smælki Framhald af bls. 151. snoturt lítiÖ herbergi í einu hom- inu af stjórnarskrifstofunum, sem er aðeins ætlað frjettariturunum. Til jafnaðar eru um tólf frjetta- ritarar ávalt til staðar í Hvíta húsinu og tilheyra þeir ýmsum stærstu Rlöðunum. Menn þessir hitta daglega einkaritara forsetans, Stephen Early, og skýrir hann þeim frá því, sem gerist í Hvíta húsinu. Þeir hafa einnig leyfi til að spyrja hvern gest, sem kemur til fundar við forsetann, hvað honum sje á höndum. Á skrifstofum og heimilum um alt land, les fólk í Ameríku dag- lega skýrslur frá stjórninni og leiðtoga þjóðarinnar, forsetanum. Það er ánægt í þeirri vitund, að því er hreinskilnislega sagt frá gangi hlutanna. Það veit líka, að ef það vill, getur það látið til sín heyra í blöðunum, ekki síður en frjettaritararnir. Þessi sömu blöð eru altaf reiðubúin að verða talsmenn þess í landi, þar sem blöðin eru frjáls eins og í Arner- íku. Frjálsar umræður og frjáls blöð hafa um langt skeið verið eitt af því, sem Bandaríkjaþjóðin hefir haft dýrast á metunum, sem tákn um frelsi einstaklingsins. Hrein- skilni og framkoma Roosevelts for- seta á þessum fundum með frjetta riturunum er eitt af því, sem tryggir þetta dýrmæta frelsi og kemur í veg fyrir að það muni nokkurntíma glatast. Þjónninn: Herra, vaknið þjer, vaknið þjer. Húsbóndinn: Hvað gengur á? Þjónninn: Þjer gleymduð að taka svefnmeðalið. 1. námsmey: Líkar kennaran- um vel við þig? 2. námsmey: Já, það held jeg að hann hljóti að gera, að minsta kosti eru stílabækurnar mínar full ar af rauðum krossmerkum, þegar þær koma frá honum. ★ „Hvað hefir komið fyrir? Hef- irðu orðið fyrir slysi?“ „Nei, jeg veðjaði aðeins við Jón, að hann gæti ekki borið mig á' háhesti upp stigann og jeg vann veðmálið“. " ★ Læknirinn: Hvað eru kvalaköst- in tíð? Sjúklingurinn: Þau koma á 5 mínútna fresti. Læknirinn: Ilvenær fenguð þjer kast síðast? Sjúklingurinn: Fyrir hálftíma eða svo.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.