Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Síða 1
3&orðttnMa&sinð 24. tölublað. Sunnudagur 27. júní 1943. XVII. árgangur. ________(• H?oldarpraoMmlð}* hX Höfuðstaður Bandaríkjanna Það mætti nefna Washington- borg „Borgina í skóginum“. Hún er öll skógi vaxin og víða gnæfa trjen hátt yfir húsin. Sje horft eftir götunum, blasa við trjá- göng, svo langt sem augað eygir og lykjast þau saman að ofan. Einhversstaðar að baki eru hús- in. Þar sem götur mætast eru hringmynduð torg, prýdd gos- brunnum, líkneskjum og margs- konar skrautgróðri. Eru torgin venjulega nefnd eftir einhverri þjóðhetju úr hinum mörgu styrj- öldum, sem Bandaríkin hafa háð — Lee, Sheridan, Dupont o. s. frv. Nú eiga Bandaríkin i sjöttu styrjöldinni, að meðtöldu frelsis- stríðinu — og verður manni að spyrja sjálfan sig hvort torg og gatnamót höf uðborgarinnar muni nægja fyrir heiðursvarða handa öllum þeim hetjum, sem nú vinna sjer til frægðar. Um miðbik borgarinnar liggur skógarbelti, algerlega ósnortið af mannahöndum. Þar fossa lækir, þar rísa hamrabelti, svo auðvelt er að gleyma því, að maður sje staddur í miðri borg — sjerstak- lega ef heyrist rymja í villidýr- unum, sem höfð eru í dýragarði í öðrum enda þessa skóglendis. Það sem einkum einkennir Washington er þessi frjálsa víð- átta, þessi stórbrotna höfðings- lund, sem lýsir sjer í ríkulegri úthlutun á landrými, bæði um- hverfis einkabýli, en þó sjerstak- lega um miðhluta borgarinnar, þar sem opinberar byggingar eru reistar í sjerstöku umhverfi. Annað er það, sem aðkomu- maðurinn les út úr svip borgar- innar. Það er tryggð Ameríku- manna við forn verðmæti og að- dáun á afrekum þeirra manna, sem grundvöluðu lýðveldi Banda- ríkjanna. En einnig virðing og ást á klassiskri menningu Ev- rópu. Það er næstum því að maður komist við, að sjá og finna tryggðina við alt það, sem menning „gamla heimsins“ hef- ir best framleitt. Járnbrautarstöðin, sem allir ferðalangar koma á til Washing- ton, er byggð með rómverskum bogagöngum framanvert. Stöðin er stærri en Grand Central og Pennsylvania-stöðvarnar í New York til samans og er sagt, að anddyrissalur þessarar miklu byggingar mundi taka 100,000 manns í sæti, ef hann væri not- aður til hljómleika eða þesshátt- ar. — Ur þessu mikla anddyri Wash- ington-borgar blasir við fagurt útsýni. Fyrir framan er stórt opið svæði, Union Square, sem er bygt með Place de la Con- corde í París að fyrirmynd. Þar er upphækkaður marmarapallur með brons-ljónum til beggja handa, en myndastyttu af Grant hershöfðingja á miðju. En lengra til suðurs gnæfir við himinn hin hvíta hvelfing þinghússins, Capitol, sem byggt er eins og Pantheon í Róm, með súlnaröðum og grískum högg- myndaburstum inn í þingdeild- irnar, sitt til hvorrar handar. Vestan við þinghúsið taka við víðir vellir, alla leið út að Poto- mac-fljótinu, en á bakka þess stendur yndisfagurt grískt musteri, sem er minnismerki Abraham Lincolns. Á miðjum völlunum rís upp minnismerki George Washing- ton. Það er bygt eins og egyptsk „Kleopötru-nál“, uppmjótt og himingnæfandi, 550 fet á hæð. Á rigningardögum hverfur það upp í skýin. Thomas Jefferson, höfundur stjórnarskrár Bandaríkjanna, á minnismerki beint suður af Washington-styttunni og lokar það þríhyrningi mikilmennanna. Það er hringmyndað marmara- musteri, með lágum kúpli og jóniskum súlum umhverfis. En á vorin blómstra þar kirsuberja- trje, eins og bleikrauður draum- ur og spegla sig í flóðvatni fljótsins. Trje 'þessi eru vina- gjöf Japans-keisara til Banda- ríkjanna. — Fallvölt blekking draumurinn sá! Þegar staðið er hjá minnis- merki Washingtons og horft til norðurs, blasir beint við Hvíta Húsið, bústaður Bandaríkjafor- setans. En sitt til hvorrar hand- ar, og þó nokkru nær, standa raðir hvítra hallna, með klassisk- um súlum og marmaralíkneskj- um, fram með Constitution A venue, (Stj órnarskrár-götu). — Þetta eru skrifstofudeildir stjórnarinnar og ríkisskjala- safnið. Vellirnir vestan við þinghúsið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.