Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 195 sögu Bandaríkjanna. Massac- husetts Avenue er merk að því að þar standa flestar sendiráðs- byggingar erlendra ríkja og aðrar skrauthallir frá gamalli tíð. — Breska sendiráðshöllin stendur þar — gamalt stórhýsi úr rauðum múrsteini, dálítið fornfálegt, en virðulegt. Veð þessa götu hefir íslenska sendiráðið aðsetur — þó ekki innanum skrauthallirnar, heldur utar, fjær miðborginni. Þar hef- ur sendiherrann okkar, Thor Thors, leigt sjer vistlegt íbúðar- hús með garði umhverfis og býr þar með fjölskyldu sinni. En aft- an við íbúðarhúsið, úti í garðin- um, er lítið einlyft hús, sem hann notar fyrir skrifstofur. — Þar inni eru aðeins tvær litlar skrifstofur og vinna þar, auk sendiherrans, tveir aðstoðar- menn og tvær skrifstofustúlkur. Þarna er hið besta samkomu- lag, þó þröngt sje. Hið unga ís- lenska sendiráðsfólk er úrval og landi voru til sóma á allan hátt. Sendiherrann hefir nú verið að reyna í meira en ár, að út- vega skrifstofupláss nær mið- bænum, sem væri rýmra og hent- ugra, en ekki tekist. Líklegt er að sendiráðið verði að gera sér þrengslin að góðu þangað til eftir stríð. Jeg get ekki látið hjá líða að minnast á, hve sendiherrahjónin í Washington eru innilega góð og hjálpsöm við Islendinga, sem til Ameríku koma. Við eigum þar hauk í horni, sem óhætt er að flýja tiL Og trú mín er sú, að Thor Thors fylgi sínum mál- um — þ. e. málum Islands — vel fram. ★ Mjer er ómögulegt að ljúka svo þessari grein um Washing- ton, að jeg minnist ekki ofur- lítið á lista- og minjasöfn borg- arinnar — þó þau út af fyrir sig væru reyndar efni í margar greinar. Þau eru hinn merkileg- asti vitnisburður um uppáhald Ameríkumanna á listum og forn- minjum. Hin helstu standa í hvirfingu á Capitol-hæðinni og við Con- stitution Avenue. Mellon listasafnið svonefnt eft- ir auðmanninum, sem gaf rík- inu safnið — er þeirra yngst, því byggingu þess var ekki lok- ið 1938. Má óhætt telja það með- al fremstu listasafna í höfuð- borgum heimsins. Það er snjó- hvít marmarahöll í klassiskum stíl. Hvelfingin yfir miðri bygg- ingunni er borin uppi af 24 rammbyggðum súlum úr græn- um, fægðum marmara, sem speglast í hinum skínandi hvíta gólffleti. Gosbrunnur seitlar og ýmiskonar jurtagróður vex á göngunum til beggja handa og býður gestum til hvíldar, á milli þess, sem notið er hinna ódauð- legu listaverka meistaranna gömlu. Þarna er m. a. úrvals- safn af ítalskri miðaldalist og helgimyndum. Þá er Shakespeare-safnið, sem auðmaðurinn Folger gaf. Það er aflöng bygging með hreinum nútímasvip, en hefir tekist meistaralega að samræma hið miðaldalega frá tímabili Elísa- betar drottningar. Fram með hliðinni eru níu ris-myndir, sem sýna atriði úr leikjum Shake- speares, en við gaflinn er nýmóð- ins stytta af „Puck“, eftir amer- íska listakonu. Þegar inn er kom- ið, er eins og stigið sje 400 ár aftur í tímann. Þar er lestrar- og matsalur útbúinn nákvæm- lega eftir enskri 16. aldar fyrir- mynd, sama er um leiksvið og áhorfendasal. Það er eins og gerðist á dögum Shakespeares. Þarna eru yfir 25,000 bindi og 100,000 handrit af leikritum Shakespeares á öllum tungumál- um og í óteljandi útgáfum — auk þess þúsundir af leikskrám, leikbúningum, myndum af leik- urum o. fl. Svo er álitið, að þetta sé fullkomnasta safn sem til er — og hreinasta paradís fyrir Shakespearefræðimenn. Jeg spurði eftir íslensku þýð- ingunum, en umsjónarmaðurinn vissi ekki til, að þær væru í safn- inu. Smithsonian Institute er af sum- um álitið svarti sauðurinn með- al skrauthallanna á Capitol-hæð. Enskur maður, að nafni Smith- son, gaf þessa byggingu um miðja síðustu öld, til eflingar vísinda- og menningarrannsókn- um. Það er úr dökkrasðum múr- steini, við hliðina á öllum hvítu -höllunum og gæti verið miðalda- borg, eða þá gamalt klaustur eða kirkja — en er skemmtileg tilbreytni frá allri hvítu klassik- inni. Þar er allmikið listasafn, aust- urlenskt, — en þar er líka mikið safn af myndum eftir ameríska listamanninn Whistler, sem eins og kunnugt er gaf myndum sín- um nöfn eins og tónsmíðum: Nocturne í bláu — bleikrauð rhapsodia — ljósgræn barcarolle o. s. frv. Þessi listamaður ól ald- ur sinn í Evrópu að miklu leyti. Eitt sinn skreytti hann herbergi fyrir enskan lávarð, þegar hann dvaldi í Englandi og var uppi- staðan í litum og skreytingu páfuglinn og litir hans. Lista- maðurinn og lávarðurinn urðu seinna ósáttir út af herbergi þessu. Með einkennandi ame rískri nákvæmni og tryggð hefir herbergi þetta verið rifið, fjöl fyrir fjöl og flutt í listasafn Smithsons. Nú hafa fjalirnar verið skeyttar saman og settar upp, svo að herbergið lítur út eins og það var í upphafi — „The Peacock Room“. Library of Congress — þing- bókasafnið — stendur andspæn- is þinghúsinu og er afar skraut- leg bygging. Með grænum kop- ar-kúpli, tignarlegum súlum og svipmiklum inngangi minnir það mest á skrauthallir Venezíu. — Veggir eru skreyttir frescó og mosaik og er sumstaðar innlagt með skíru gulli. 6 miljónir bóka eða þar yfir eru þar undir þaki. Á svölum yfir inngangssal er stjórnarskrá og grundvallarlög- Bandaríkjanna til sýnis. Til að sjá er eins og að þarna sé há- sæti, en gyltur ljósbjarmi fellur á bókfellið frá földum ljósum. Þarna er hljótt umhverfis, líkt og maður stæði frammi fyrir helgum dómi. Hæstaréttarhöllin nýja er svo sem steinsnar frá bókasafninu. Hún er í hvíta klassiska stílnum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.