Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Blaðsíða 2
194 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eru nú notaðir undir lágar skrif- stofubyggingar, sem hróflað hef- ir verið upp til bráðabirgða, vegna húsnæðisþrengsla. Skúrar þessir eru til óprýðis, en þeir verða rifnir að stríðinu loknu. ★ Áður en styrjöldin hófst voru íbúar Washington eitthvað neð- an við hálfa miljón. Nú eru þar yfir miljón íbúa og er gert ráð fyrir, að fjölga verði enn um lið- ugar 10 þúsundir, vegna nýrra ráðstafana í styrjaldarmálun- um, sem krefjast aukinnar vinnu og skrifstofuhalds. Hvert hús er troðfullt — hver smuga er setin. Gistihúsin mega ekki hafa gesti búandi lengur en 5 daga í einu og er gestunum vísað burt að þeim tíma liðnum, til að víkja fyrir aðkomumönn- um, sem nauðsynlegt erindi eiga til borgarinnar. Flestir verða því að leigja sjer herbergi all-langt frá miðmænum, en það veldur bæði tímatöf og óþægindum fyr- ir fólk, sem hefir fasta atvinnu í miðbænum. Samgönguvandræði eru mikil innan borgarinnar. Því veldur bæði hinn óvenjulegi fjöldi, sem nú býr í borginni og hitt, að eig- endur bíla hafa fengið fyrirmæli um að nota ekki bíla sína nema í ýtrustu neyð. Það verður að spara bæði bensín og gúmmí. Einkabílar standa því í röðum ónotaðir með fram götunum og inni á bílatorgum, en vesalings fólkið má standa á götuhornum langa tíma og bíða eftir strætis- vögnum, sem oftast eru troðfull- ir. Það er því ekki um annað að gera en að standa og ríghalda sjer í vögnunum, meðan þeir skrönglast fleiri mílur vegar yfir skafla og ófærð. Tíðin hefir ver- ið óvenju stirð og köld 1 vetur. Veðurstofan segir, að aðrir eins kuldar og komið hafa í vetur, hafi ekki komið hjer síðan 1917. Vegna skorts á vinnuafli fara verzlunarhúsin fram á það við viðskiftavini, að þeir beri sjálfir heim með sjer svo mikið, sem þeir geta og gera konur þetta samviskusamlega. Það bætist því við samgönguvandræðin, að þær þurfa að burðast með stóra poka í fanginu — stundum með börn hangandi í pilsununj. Er reglu- lega átakanlegt að sjá þær með byrðar sínar í kuldanum, sem verið hefir í vetur, þreyttar og armæðulegar. Ein konan sagði við mig: ,,Jeg er alveg hætt að fara í bæinn og gera innkaup. Jeg get það ekki. Jeg vil alt annað heldur gera“. Svo ljet hún stúlkuna sína kaupa inn, en hreinsaði sjálf í húsinu. ★ Annað, sem erfiðleikum veld- ur fyrir hina mörgu gesti Wash- ington-borgar um þessar mundir eru erfiðleikarnir við að ná sjer í mat. Nýir matsölustaðir hafa að vísu verið reistir víðsvegar um borgina, en venjulega standa tvöfaldar raðir á matartímum út úr húsunum, sem bíða eftir að fá afgreiðslu. Matsölustaðirnir eru flestir með „Cafetaria“-fyrirkomulagi og er það hið hentugasta fyrir- komulag, sem hugsast getur, þegar marga þarf að afgreiða. Cafetaríurnar eru víðasthvar bjartar og vistlegar, málaðar með björtum litum, sumstaðar mjög smekklega og alstaðar eru þær tandurhreinar. Gestirnir ganga sjálfir um beina, en þjón- ustufólk er til reiðu til að hirða notuð matarílát um leið og þau hafa verið notuð og til að þurka af borðum og lagfæra, ef eitt- hvað hefur farið úr skorðum. Maturinn er framreiddur á löngum borðum, ýmist skammt- aður á diska á kæliborðum eða sjóðandi í flötum pönnum á suðuborðum. Gestirnir hafa með sjer bakka og mataráhöld, sem þeir taka frammi við dyrnar og renna þeir bakkanum eftir hyllu framan við borðin. Hvítklæddir framreiðslumenn ausa upp af rjettum þeim, sem gestirnir velja sjer. Þar sem borðunum lýkur situr gjaldkerinn. Hann leggur saman upphæðirnar, sem framreiðslumennirnir hafa merkt við á miða, og tekur við gjaldinu. Þegar þrengsli eru ekki því meiri er þarna engin bið, hvorki eftir þjónustufólki nje eftir að fá reikninginn — enginn efi um hvað velja skuli á matarseðlin- um, því rjettirnir eru til sýnis og venjulega hver öðrum girni- legri. Hið eina, sem mjer finnst að þessum matsölustöðum er, að þeir eru venjulega nokkuð há- vaðasamir. Líkast til, að hrað- inn, sem á öllu er, valdi því að leirtauið skellur þar og glamrar meir en á hinum gömlu veitinga- stöðum, þar sem hljóðlátir þjón- ar gegna bendingu. ★ Ur Capitol ganga krossgöturn- ar, sem ganga frá norðri til suðurs, merktar tölustöfum, og er haldið í báðar áttir út frá Capitol-götunum. En þvergöturn ar eru merktar bókstöfum og byrjar á A í báðar áttir út frá miðgötunni. Það væri einkar auð- velt að rata um borgina, ef allar götur kæmu undir þessar reglur, — en svo er ekki. óteljandi „Avenues" bugðast um hana á alla vegu og skera þar reglulegu göturnar í kröpp horn og ganga í geislum út frá hinum hringmynduðu torgum — stundum einar níu götur út frá einu torgi. Þetta gerir aðkomu- mönnum erfitt fyrir að átta sig á borginni fyrst í stað, en venst furðu fljótt. Franskur maður, L’Enfant að nafni, gerði uppdráttinn , sem byggingum Washington er hag- að eftir. Franska eðlið segir til sín, því sannarlega má segja að borgin sje listræn — þó víðátt- an, sem hún nær yfir, sé ekki hentug á stríðstímum. Wash- ington hefir altaf tekið skyndi- legum breytingum, þegar stríð hefir skollið á, frá því að vera róleg sveitaborg og í hitasóttar- kennt stríðstímaástand. Tvær Avenues skera borgina hjer um bil samhliða frá norð- vestri til suðausturs. Heita þær Pennsylvania- og Massachusetts Avenues. Liggur sú fyrnefnda fram hjá Hvíta húsinu, Stjórn- arráðsbyggingunni og Ríkisfjár- hirslunni. Það er merkasta gat- an, frá sögulegu sjónarmiði, því þar hafa farið fram margvís- leg hátíðahöld og skrúðgöngur við ýms merkileg tækifæri í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.