Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 197 „Nei, nei. Þú mátt ekki gera það, lofaðu mér því. Hlustaðu á mig í öllum guðanna bænum. I þessi fjögur ár sem jeg hef ver- ið með þjer hefi jeg hlýtt þjer skilyrðislaust og þolað allt með þögninni. Jeg hefi logið og svik- ið eins og þú; jeg hefi lært að líkja eftir svefni og öðrum ein- kennum hinna skygnu. Hefi jeg nokkurn tímann möglað, eða kveinkað mjer hið minsta, þótt þú stingir mig með nálum og prjónum? Og það sem verra er: Jeg hefi líkt eftir röddum bak við tjöld og talið mæðrum og eig- inkonum trú um að synir og eig- inmenn sjeu komnir frá öðrum og betri heimi til að ná sam- bandi við þær. Jeg hefi staðið í hálfrökkri klædd hvítum hjúpi og leikið framliðna menn, sem tárvot augu hafa þóttst þekkja sína nánustu í. Þú getur ekki ímyndað þjer hve jeg hefi þjáðst af þessum óguðlega skrípaleik. Hinn hræðilegi ótti við, að fylking hinna dauðu sem jeg hefi líkt eftir, rísi gegn mjer að lok- um, verður mjer að bana. Sjáðu hvað jeg er' orðin ræfilsleg og tærð. En jeg er á valdi þínu, og mun altaf verða það. Gerðu við mig hvað sem þjer sýnist en neyddu mig ekki til þessa, Benja- mín. Neyddu mig ekki til að leika konuna þína sáluðu, sem var svo indæl og fögur. Hvað fjekk þig til að láta þjer detta þetta í hug? Hlífðu mjer, Benja- mín, jeg grátbið þig“. Prófessorinn hló ekki meira. — Þjóninum heyrðist eitthvað þungt detta á gólfið og dró af því þá ályktun, að prófessorinn hefði slegið hana til jarðar eða hrint henni frá sjer. En hann fór ekki inn í herbergið þar eð enginn hringdi á hann. II. Þetta sama kvöld voru saman- komnar 40 manneskjur í stofu frú Joanne Harding og allar störðu þær á tjald sem andarnir líkömnuðust á bak við. Dauft ljósker í horni herbergisins dró fremur úr birtu herbergisins, en lýsti það upp. Djúp þögn ríkti í herberginu, einu hljóðin sem heyrðist var niðurbældur andar- dráttur áhorfendanna. Eldurinn í ofninum kastaði óhugnanlegum flöktandi bjarma á veggi her- bergisins, og fáránlegar sýnir mynduðust við skuggalega skímu hans í hálfrökkrinu. Prófessor Davenport var upp á sitt bezta þetta kvöld. Anda- heimurinn hlýddi honum sem sínum eina rjetta húsbónda. — Hann var hinn mikli prins sáln- anna. Handleggslausar hendur tíndu blóm upp úr vösum; ó- sýnilegur andi ljek fögur lög á slaghörpu, og húsgögnin hreyfð- ust, án þess, að nokkur kæmi ná- lægt þeim. Prófessorinn sjálfur hækkaði sig um þrjú fet, og stóð þannig í kortjer með logandi kolamola í lófanum. III. En það áhrifamesta og furðu- legasta var þó eftir. Prófessor- inn hafði lofað þeim í byrjun fundarins, að andi frú Arabellu Davenport myndi líkamnast og birtast á fundinum. „Stundin er komin", hrópaði miðillinn. Og meðan hjörtu allra börðust ákaft af eftirvæntingu eftir að sjá líkamninginn, stóð Benjamín Qavenport fyrir framan tjaldið. I hálfrökkrinu virtist hinn há- vaxni maður, með úfið hár og . tryllingslegan svip, í senn karl- mannlegur og hryllilegur. „Arabella, komdu!“ hrópaði hann skipandi með konunglegum handahreyf ingum. Allir bíða------ Alt í einu heyrðist hræðilegt óp bak við tjaldið — skerandí, hryllilegt vein deyjandi mann- veru. Það fór hrollur um áheyrend- urnar, og frú Harding var nærri fallin í yfirlið. Miðillinn sjálfur virtist meira að segja undrandi. En Benjamín náði sjer fljótlega, er hann sá tjaldið hreyfast og hann vissi, að líkamningurinn var að birtast. Ung kona, með sítt, ljóst hár birtist; hún var fögur og fölleit, klædd í Ijettan, ljósan hjúp. — Brjóst hennar var bert og vinstra megin á því var blæð- andi opið sár og í því stóð hníf- ur. Áhorfendur stóðu upp úr sæt- um sínum og hörfuðu nær veggj- unum. Þeir, sem litu á miðilinn, sáu að dauðans fölvi var á and- liti hans og hann skalf og nötr- aði. Því að líkamningurinn var enginn annar en hin unga eigin- kona hans, frú Arabella, sem hann mundi svo vel eftir, hún hafði gegnt kalli hans. Hún gekk í áttina til Benjamíns sem tók fyrir augun í skelfingu til að sjá ekki þessa hryllilegu sjón, rak upp ógurlegt óp og leitaði skjóls bak við húsgögnin. En hún vætti grannan fingur sinn í blóðinu sem streymdi úr sárinu, og strauk með honum enni miðils- ins sem var fallinn í ómegin, og endurtók í sífellu sömu orðin hljómlausri röddu, sem virtist koma úr fjarska: „Þú myrtir mig, þú myrtir mig?“ Og meðan hann bylti sjer í dauðans skelfingu og angist á gólfinu kveiktu áhorfendurnir ljósið í salnum. Andinn var horfinn. En í her- berginu inn af, bak við tjaldið, fundu þeir lík vesalings ungfrú Idu Soutchotte með hræðilega af- mynduðum andlitsdráttum. — Læknir, sem var viðstaddur, úr- skurðaði að hún hefði dáið af hjartaslagi. Og þetta var ástæð- an fyrir því, að prófessor Benja- mín Davenport var kallaður fyr- ir rjettinn í New York, ákærður fyrir að hafa myrt konu sína fyrir fjórum árum í San Franc- isko. „Jæja, sonur sæll, þá hefirðu heyrt söguna af föður þínum og heimsstyrjöldinni 1914—18“. „Já, pabbi, en hversvegna þurfti að hafa alla hina hermennina líka“. Sjómaður: Vertu ekki að trufla mig. Jeg er að skrifa kærustunni minni. Vinurinn: En hversvegna skrif- arðu svona hægt? Sjómaðurinn: Hún getur ekki lesið hraðara.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.