Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Side 4
196 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ^ SVIKAMIÐILLINN Mögnuð draugasaga — en óvenju tilkomumikil og höfðingleg. Yfir dyrunum er letrað: „Rjettlætið gangi jafnt yfir alla“. Corcoran-listasafnið er eldra en Mellon — en engu síðra að listagildi. Þar er skínandi safn af amerískri nútímalist, enda var gjafari þess mikill styrktar- maður amerískra listamanna um og fyrir aldamót. En safnið hef- ur að geyma listaverk frá öllum löndum. Þar hefir verið sett upp setustofa Maríu Antoinettu drottningar, nákvæm eftirmynd í öllum atriðum. Þar eru ódauð- leg listaverk úr lífi Jeanne d’Arc eftir franskan málara frá Orle- ans, sem lifði allur í endurminn- ingunni um hina helgu mey. Nokkrar merkar og tilkomu- miklar kirkjur eru í Washing- ton, en jeg vil aðeins geta um eina — það er kapellan, sem er í smíðum á landareign kaþólska háskólans. Hún er tileinkuð Maríu mey — en er þjóðarhelgi- dómur, musteri reist til dýrðar hinu hreina kveneðli. Stíllinn er rómanskur í aðalatriðum, með breiðum kúpli og háum klukku- turni — en öll útfærslan er í nú- tímastíl. Neðsta hæðin er þegar fullgerð. Það er algerlega ný samsetning gamalla stílteg- unda. Veggplöturnar, mosaik- myndimar og hinar allavega litu marmarasúlur gætu eins vel ver- ið úr gömlu egyptsku eða ass- yrisku musteri. Það er fyrirhugað, að hvelf- ingin verði að hæð eins og helm- ingur Washington-minnismerkis- ins og að hún verði öll gulli lögð. Engir bekkir eiga að vera undir hvelfingunni, til þess að draga ekki úr stórfengleik henn- ar og að hún njóti sín sem best. Kórinn verður svo stór, að hann á að rúma alla ka- þólska presta Bandaríkjanna og nokkur hundruð betur. Dásamlega fögur höggmynd af hinni helgu Madonnu hefir verið valin úr 5000 Maríu-mynd- um víðsvegar úr Bandaríkjun- um og hún er nefnd: „The Lady of Washington". Á hún að verða sýnilegt tákn heilags kveneðlis í musteri þessu. K. Þ. Th. UM kl þrjú þann þriðja febr. voru þau prófessor Daven- port og ungfrú Ida Soutchotte að ljúka við miðdegisverðinn í her- bergi sínu á annari hæð gisti- húss í New York. Prófessor Benjamín Davenport var frægur miðill, en margir andtrúarmenn í Bandaríkjunum fullyrtu, að hann hefði ekki unnið sjer þá frægð á heiðarlegan hátt. „Gráðugir og samviskulausir miðlar“, segir einn foringja spíritismans, „eiga mesta sök á andúð þeirri, sem málstaður vor mætir víða þegar líkamning- arnir birtast ekki eins greinilega og snemma og þeir óska eftir, þá grípa þeir til svika og reyna að villa áhorfendum sýn með brögðum". Prófessor Davenport var einn þessara vafasömu miðla. Auk þess gengu ýmsar sögur miður fallegar um fortíð hans. Hann var sagður hafa tekið þátt í rán- um í Suður-Ameríku, svikið fé út úr mönnum, með því að við- hafa rangt á spilaknæpu í San Fransisko, og varð helst til fljót- ur að grípa til byssunnar gagn- vart mönnum, sem aldrei höfðu gert neitt á hluta hans. Sú saga gekk fjöllunum hærra, að kona hans hefði beinlínis dáið úr sorg yfir ótryggð hans og löstum. En þrátt fyrir allan þennan orðróm tókst honum að blekkja fjölda hrekklausra og einfaldra manna og kvenna, sem sannfærðust auð- veldlega um að þau hefðu séð heittelskaða framliðna bræður, mæður eða systur, fyrir guð- dómskraft miðilsins. Utlit hans jók einnig á trú manna á hann sem miðil; hann var svartur á brún og brá, með stórt, íbjúgt nef, dökk tindrandi augu og fölt andlit. Hann gerði sér einnig upp spámannlegt málfar er hann talaði. Ungfrú Ida Soutchotte var fölleit og fíngerð stúlka, sera hafði verið á valdi hans sem til- raunadýr í mörg ár. I. Þjónninn kom inn með síðasta réttinn og hraðaði sjer út aftur. Hann fór samt sem áður ekki langt frá dyrum herbergisins — með öðrum orðum lá á hleri Eftirfarandi samtal átti sjer stað í herberginu. „Það á að vera fundur heima hjá frú Harding í kvöld", sagði miðillinn. „Þar verður margt á- hrifamanna, meðal annars tveir eða þrír miljónamæringar. Feldu undir pilsinu þínu ljósu hárkoll- una og hvíta hjúpinn sem lík- amningarnir koma venjulega í“. „Gott og vel“, svaraði Ida So- utchotte hljómlaitsri röddu. Þjónninn heyrði að hún gekk um gólf. Eftir dálitla stund spurði hún: „Hvern ætlar þú að kalla fram í kvöld, Benjamín?“ Þjónninn heyrði lágan og ó- geðslegan hlátur, og að stóllinn brakaði imdir þunga prófessors- ins. „Gettu“. „Hvernig á ég að geta ímynd- að mér það?“ „Jeg ætla að kalla fram kon- una mína sáluðu". Og annar djöfullegur hlátur heyrðist fram á ganginn. Ida rak upp lagt angistarvein. Þjónninn heyrði ekki betur en að hún kastaði sjer á gólfið fyrir fram- an prófessorinn. „Gerðu það ekki, Benjamín“, kjökraði hún. „Hversvegna ekki? Það er al- talað að jeg hafi flýtt fyrir dauða hennar með líferni mínu. Sá orðrómur getur eyðilagt trúna á mig. En ef hún skyldi koma fram á andafundi og tala ástúðlega til mín frá strönd fyr- irheitna landsins í viðurvist heymarvotta þá fellur slúður- sagan um sjálfa sig. Og þú ætlar að tala ástúðlega til mín, Ida, er ekki svo?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.