Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
199
NAFNLAUS BRJEF
(Framh. úr síöustu Lesbók).
Nokkrar vikur liðu áður en
Morin væri tekinn fastur. En
þá kom dálítið einkennilegt fyr-
ir: Varla hafði rjettvísin kló-
fest Morin fyr en Clovis Hugues
og kona hans urðu fyrir ákafri
og langvarandi árás. Þau höfðu
engan frið fyrir nafnlausum
brjefum og póstkortum og var
efni þeirra svívirðilegra en
nokkru tali tæki. Með hverri
póstferð streymdu þessi and-
styggilegu brjef inn í húsið. Frá
öllum landshornum Frakklands.
Það var eins og öll þjóðin hefði
tekið sig saman um að kvelja úr
þessum hjónum lífið.
Brjefin voru, að því er sjeð
varð, skrifuð hvert af sínum
manni.
Svo ógeðsleg voru mörg þess-
ara opnu brjefspjalda, að starfs-
fólkið á pósthúsunum lagði þau
í umslög, áður en þau voru bor-
in heim til viðtakenda.
Hjer er dálítið sýnishorn af
þeim. Þetta er brjef til Clovis
Hugues:
„Hamingjusami hundur!
Nú vitum við hvers vegna þú,
þessi ljóti vanskapningur, hefir
kvænst fegurðardrósinni. Hún
fyllir pyngju þína með peningum
þeim, sem hún vinnur sjer inn
með ástaræfintýrum sínum. Þú
ert kænn refur! Þú vissir á-
byggilega hverskonar kvenmaður
það var, sem þú varst að kvæn-
ast. En að hún skyldi heldur
vilja ljótan kryppling eins og
-þig en laglegan náunga eins og
Normand, það getur enginn skil-
ið. — ^Uir Frakkar liggja í
krampahlátri".
Þetta ófjetislega brjef var þó
engan veginn af verstu tegund.
Hver skyldi því furða sig á því,
að þessi veslings hjón yrðu al-
veg örvingluð, og loks varð frú
Hugues alveg yfirbuguð. Vanda-
menn hennar voru orðnir hrædd-
ir um að hún myndi missa vitið.
Lögreglan reyndi eftir mætti
að komast fyrir upptök þessa
sorpbrjefaflóðs. En það tókst
ekki. Alt benti á, að Morin væri
potturinn og pannan í þessu öllu
saman og að hann hefði með
ærnum tilkostnaði boðið út dá-
litlum her sjer til aðstoðar í
þessari andstyggilegu herferð.
En svo kænlega hafði hann farið
að ráði sínu, að alger ógerningur
var að fletta ofan af honum. Og
sú varð reyndin, að þótt það
hefði sannast á Morin í rjettar-
höldunum, að hann hefði keypt
og mútað mörgum vitnum í
skilnaðarmálinu, þá smeygði
hann sér út úr kærunum og gekk
út úr réttarsalnum frjáls maður.
Því var haldið fram, að mál
Morins hefði verið tekið slíkum
vetlingatökum vegna þess, að
margir háttsettir lögreglumenn
væru við það riðnir.
Á sama augnabliki, sem rjett-
urinn sýknaði Morin, dæmdi frú
Hugues hann til dauða í huga
sér.
Það var nýbúið að láta Morin
lausan, þegar níðbrjefaflóðið
braut af sjer allar stíflur. Og
það náði ekki aðeins til þeirra
hjónanna, heldur einnig til vina
þeirra. En nú hætti Morin sjer
of langt. Lögreglan fjekk í hend-
ur fullgildar sannanir fyrir því,
að að minsta kosti einhver hluti
brjefanna átti rætur sínar að
rekja til hans.
Hann var því tekinn fastur í
annað sinn.
★
Daginn, sem taka átti mál
Morins fyrir að nýju, stóðu þau
Clovis Hugues og kona hans á-
samt nokkrum vinum sínum í
ganginum fyrir utan rjettarsal-
inn í dómshöllinni í París.
Frú Hugues var mjög æst og
taugaóstyrk. Það sást greinilega
á henni. Kinnar hennar voru
blóðrjóðar og í reikulum augun-
um var einkennilegur glampi.
Alt í einu kom hún auga á
mann, sem kom gangandi út úr
rjettarsalnum og ætlaði auðsjá-
anlega út úr húsinu. Það *var
Morin. Hann var aleinn. Hún
stökk í áttina til hans, tók
skammbyssu úr barmi sjer, og
áður en Morin gat bjargað sjer
á flótta, hafði hún skotið á hann
einu — tveim — þrem skotum.
Morin riðaði og fjell þungt til
jarðar. En jafnvel þegar hann
var dottinn á gólfið skaut frú
Hugues tveim skotum í skrokk-
inn á honum.
Það verður hræðilegt uppþot
þarna. Allir þjóta á vettvang.
Hönd er lögð á herðar henni.
Hún er tekin föst fyrir banatil-
ræði. Morin er ennþá með lífs-
marki. Þungur skrokkur hans er
tekinn upp og honum ekið í
sjúkrahús. Þar liggur hann í
rúminu í hálfan mánuð milli
heims og helju.
Að lokum lognaðist hann út af,
en fram að síðasta andvarpi
hjelt hann því fram, að hann
hefði ekki sjálfur skrifað nje
fengið aðra til að skrifa eitt
einasta af þessum nafnlausu níð-
brjefum, sem hann var álitinn
upphafsmaður að.
Nú kemur síðasti þátturinn í
þessum sorgarleik. Jeanne Clovis
Hugues situr í rjettarsalnum,
ákærð fyrir morð af ásettu ráði.
Hún er klædd svörtum kjól og
hún er á þessum „hörmulega
tíma fallegri en nokkru sinni
fyr“, hermdu frásagnir blaðanna
af rjettarhöldunum. Hún er föl,
*en róleg og hughraust. Með
daufu brosi lítur hún yfir alla,
þekkta og óþekkta, sem við-
staddir voru, og hryggðust inni-
lega af hinum hörmulegu örlög-
um hennar.
Án nokkurra svipbrigða hlust-
ar hún á öll vitnin, sem öllum
kemur saman um sekt hennar.
Svo fer hún fram á að fá að
setjast í vitnastólinn. Þar segir
hún hina hörmulegu sögu sína.
Hún talar rólega, en með festu.
Saga hennar er vafalaust ein-
hver sú átakanlegasta, sem sögð
hefir verið í rjettarsal.
Hún byrjaði á að játa verknað
sinn og sekt sína.
„Jeg drap Morin", segir hún.
„Algjörlega af ásettu ráöi. Það