Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1943, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
211
landanna. Hann hafnaði freist-
andi tilboðum frá Danmörku og
Þýzkalandi og afréð að taka sér
bólfestu í Kristianiu. Fullur eft-
irvæntingar _kom hann til höfuð-
borgarinnar. En þau rúmlega
átta ár, sem hann dvaldi þar,
urðu ekki eins og hann hafði gert
sér vonir um. Til þess að geta
fleytt fram lífinu, varð hann að
taka sér fyrir hendur ýms auka-
störf, söngstjórn og þreytandi
fyrirlestra, sem ollu því að hann
varð ekki eins óskiftur við þau
verkefni, sem hann hafði ásett
sér að ljúka. Kristiania var á
þeim tímum fremur lítil borg.
Tónlistarlífið var fábrotið og við-
vaningslegt í samanburði við tón-
listarlíf annarra evrópiskra
borga. Flestir þeir, sem áhuga
höfðu á tónlist, höfðu lítil af-
skifti og sýndu lítinn skilning á
þjóðlegum verðmætum, og fáa
gat rennt grun í, hvern snilli-
kraft og auð Grieg ætti eftir að
færa norskri tónlist. Hann fékk
litla viðúrkenningu, en því meiri
kulda og gagnrýni og komst að
raun um, að hann mætti meiri
skilningi í öðrum löndum heldur
en í því landinu, sem hann hafði
ætlað að helga krafta sína. Þung-
lyndið heltók hann oftsinnis og
veitti honum sár, sem aldrei virt-
ust ætla að gróa til fulls. Þegar
hann var 25 ára gamall, brá hann
sér stundarkorn til vinanna í
Danmörku og á hinum hamingju-
sömu mánuðum, sem hann dvaldi
á Sjálandi, varð til eitt glæsileg-
asta verk hans á þessum árum,
A-moll konsertinn fyrir píanó og
sömuleiðis hin dásamlega og
bjarta G-moll sónata fyrir fiðlu.
Það varð Edvard Grieg og
norskri tónlist til happs að hann
á árunum, sem hann dvaldi í höf-
uðstaðnum, eignaðist Björn-
stjerne Björnson fyrir vin og að-
dáanda. Þó að Björnson væri ekki
hljómnæmur maður, þá skynjaði
hann, hvað í Grieg bjó og lét
hann óspart vita í orði og verki,
að hann tryði á hann og tónlistar-
áform hans. Skáldskapur Björn-
son varð þar að auki sannkölluð
náma yrkisefna fyrir Grieg;
þarf ekki annað en nefna lagið
við Sigurð Jósalafara, óperubrot-
ið Ólafur Tryggvason, „Land-
kjenning“, „Bergljót", eða rom-
anse eins og „Det förste mödes
södme“.
Vinátta hans við Johan Svend-
sen, sem bjó í höfuðstaðnum á
sjöunda tugi aldarinnar, veitti
honum einnig mörg yrkisefni. Ár-
ið 1870 stofnaði Grieg Musikk-
foreningen. Hann og Svendsen
stjórnuðu einnig mörgum hljóm-
leikum í borginni, og glæddi það
mjög tónlistarlíf hennar. Grieg
fór hvað af hverju að hljóta meiri
viðurkenningu, enda þótt hann
þyrfti að bíða miklu lengur eftir
þakklæti og áhuga. Það var ekki
fyrr en 1869 að ríkisstjórnin
veitti honum fyrsta ferðastyrk-’
inn. Bréf frá Liszt, sem þá var
á hátindi frægðar sinnar, reið
baggamuninn. Lofaði hann mjög
tónsmíðar Grieg. Grieg fór þá í
árs ferðalag til Rómaborgar og
hitti þar m. a. Liszt og landa sína
Ibsen og Björnson. Stórþingið
1874 veitti honum fastan tónlist-
armannastyrk, kr. 1600.00 á ári,
og gerði það honum kleift að gefa
sig allan að tónsmíðum, án þess
að vera að nokkru leyti háður
höfuðborginni, sem hann var fyr-
ir löngu orðinn leiður á. Á næstu
árum fór hann oftsinnis til Dan-
merkur og Þýzkalands, en var
mestan tímann búsettur í Berg-
en. Lögin við Peer Gynt urðu til
á þessu tímabili, og voru það þau
fremur en nokkuð annað, sem
gerðu nafn hans frægt út um
heim. Salan á hinum mörgu lyr-
isku tónverkum hans óx stöðugt,
og þau gerðu hann vinsælan sem
heimilistónskáld í mörgum lönd-
um. Balladen op. 24, sem byggð-
ist á norskri þjóðvísu, var ekki
eins aðgengileg, en ef til vill
snjallari en allt annað, sem Grieg
hafði áður samið.
Þessi Ballade hefir greinilega
orðið til meðan Grieg háði bar-
áttu við sjálfan sig, baráttu, sem
að nokkru leyti virðist hafa verið
trúarlegs og siðferðilegs eðlis, en
að öðru leyti staðið í sambandi
við þau þjóðlegu vandamál, sem
Grieg átti við að stríða. Texti
þjóðvísunnar gefur margt til
kynna:
Eg kan so mangen ein vakker
song
um fagra land uti verda;
men aldri har eg no höyrt ein
gong
dei song um det oss er næra.
Og difor vil eg no pröva pá
á gjer’ ei visa, so folk kan sjá
at og her nora kan vera bra,
um det foraktast der söre.
» /
Mikið hefir verið rætt um sorg-
irnar í tónlistarlífi Griegs. Stund-
um var eins og á hann væru lögð
bönd, svo að hann gat engu áork-
að, og mun það hafa stafað af erf-
iðleikum norsks tónlistarumhverf
is. Brautryðjendastarfinu, sem
unnið hafði verið til að gefa þjóð-
legu tónlistinni listrænt gildi og
þróa þá tæknislegu kunnáttu,
sem til þurfti, — var ennþá of
skammt á veg komið. Aftur á
móti var efniviðurinn óþrjótandi,
og Grieg fannst oft eins og eitt-
hvað „hlypi í baklás“, eins og
hann komst að orði, og fannst
honum þá sem hann væri aflvana
og einmana. Þessi skoðun, sem
einna helzt hefir verið haldið á
lofti af Monrad Johansen, hefir
vafalaust nokkuð til síns máls.
Hin sérstæða og persónulega
skoðun Grieg á tæknislegu hlið-
inni á norskri tónlist, hefir held-
ur ekki gert honum léttara um
vik. Á hinn bóginn er hægt að
álasa Monrad Johansen fyrir, að
hann kennir þjóðlegu viðfangs-
efnunum um getuleysi það og
skort á hæfileikum, sem stundum
virtist verða vart við hjá Grieg.
En Grieg virðist hafa fundið til
fjötra þessara þegar á þeim ár-
um, er hann dvaldi í Leipzig, og
var hann þá ekki farinn að glíma
við nein þjóðleg viðfangsefni. Það
hefir með öðrum orðum verið
lundarfar hans og sálarstríð, sem
erfiðleikunum olli. Við þekkjum
mörg dæmi samskonar getuleysis
hjá öðrum tónskáldum, en sköp-
unarmáttur Grieg var aldrei
meiri, en þegar þessum tímabil-
um var lokið. Burtséð frá þessu,
má segja að hin „sorglega" skoð-
un ofannefnds ævisöguritara á
lífi Edvard Grieg, sé mjög ýkt
og það svo, að hætta er á, að
æskuf jörið og hin dásamlega lífs-