Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1943, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1943, Qupperneq 4
212 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gleði, sem tónlist hans er meng- uð af og trúin á hið þjóðlega, sem hann þrátt fyrir allt varðveitti allt sitt líf, — hverfi mönnum sjónum. Árið 1877 flutti Grieg búferl- um til Loftshus í Harðangri. Hann var orðinn þreyttur á borg- inni eins og Björnson, vildi kom- ast út í náttúruna og til kjarna þjóðarinnar, bændanna. Það, var ekki eingöngu rómantísk hugsjón, sem hér lá að baki, heldur varð hpnum ljóst, að ef hann vildi komast áfram á braut sinni, þá varð hann að yfirgefa norska borgarmenningu, sem ennþá var ekki orðin nógu norsk og auðug til þess að veita Grieg það um- hverfi, sem hann þarfnaðist sem þjóðlegt tónskáld. Nálægð hans~við náttúrufegurð Harðangurs, þjóðina og þjóðvís- urnar, kom greinilega fram í tón- smíðum hans frá þessum tímum, og einnig má sjá merki dvalar þessarar í seinni verkum hans. ,.Albumblad“ nr. 3 er lítið dæmi um getu hans til að sameina á- hrif þau, er hann varð fyrir af náttúru og þjólífi. Meðal stærri verka hans, frá þessum tíma, má nefna „Den bergtekne", sem er barytonsolo og einnig sett út fyr- ir hljómsveit, og strok-kvartett í G-moll. í báðum þessum verkum verður vart djúprar náttúru-dul- speki og leitandi óróa, en undir- staða lagsins er höfug og fálm- andi. Breytist hún reyndar með fjöri þriðja kafla og hinu tryllta flugi fjórða kafla. Vinje-söngvamir urðu einnig til á þessum tíma, en með þeim hefir Grieg vafalaust náð mestri fullkomnun. Sál hans hefir fund- ið sterkari hljómgrunn í Vinje- söngvunum en í söngvum Ibsen og Björnson, og þess vegna verð- ur hin sameiginlega túlkun þeirra svo meistaraleg. Aldrei hefir hinu alþýðlega verið reistur eins fábrotinn og virðulegur minnisvarði eins og „Váren“. Þó að Grieg lifði að mörgu leyti góðu lífi í Harðangri, þá hlaut þetta einverulíf að verða honum ófullnægjandi að lokum. Á miðjum áttunda tug aldarinn- ar flutti hann til nýrra heim- kynna nálægt Bergen, og þar bjó hann til dauðadags 1907. Á þess- um árum ferðaðist hann víða um lönd, og hélt hljómleika við mik- inn orðstír, ekki sízt í Bretlandi. Hann var frábær píanóleikari, en stjórnaði einnig oft hljómsveit- um, þegar verk hans voru leikin. Kona hans slóst oft í ferð með honum og túlkaði söngva hans með lipurð og smekkvísi. Hið þjóðlega verkefni, sem Grieg hafði ásett sér að leysa, er hann hóf göngu sína á tónlistar- brautinni, tókst honum svo vel, að sagt var við andlát hans, að tónlist hans hefði verið „norsk- ere enn den norskeste folke- musikk“. Erlendir gagnrýnendur lögðu einnig áherzlu á það, að engu tónskáldi hefði tekizt eins og honum að byggja tónsmíðar sínar á hinu þjóðlega. Hvernig er eiginlega afstaðan milli hins þjóð lega og persónulega sérstæða í tónlist Grieg? Amerískur ævisöguritari held- ur því fram, að aðeins sex önnur tónskáld hafi fært tónlistinni eins margt nýtt og sérstætt og Grieg. Allt öðru máli gegnir um suma aðra, sem virðast hafa of sterkar tilhneigingu til að leggja áherslu á hið þjóðlega í tónlist Grieg á kostnað þess, sem frumlegt er. I raun og veru er það svo, að menn mega hvorki missa sjónar á hin- um þjóðlega efnivið, sem Grieg hafði í tónsmíðar sínar, né held- ur þeim er hann sjálfur skóp, því hvorir tveggja voru þýðingar- miklir þættir í tónverkum hans. Tónlist hans varð eins og raun ber vitni, vegna þess að maður- inn sjálfur var frumlegur og vegna þess að norsk alþýðutón- list, sem um aldaraðir hafði feng- ið að þróast án utanaðkomandi áhrifa, var ennig frumleg og sér- stæð. Það er dálítið gaman að taka eftir því, að Grieg tekur sjaldn- ast tema sín beint úr alþýðu- söngvunum; lög hans eiga margt sameiginlegt með þeim, en eru samt sem áður frumleg og sér- kennileg. Aftur á móti er tilfinn- ing hans fyrir hljómfallinu oft á tíðum ekki eins sjálfstæð og stundum nokkuð einhljóða. Snilld argáfa Grieg nýtur sín bezt í harmonikunni, en einnig á þessu sviði gat hann stuðst við alþýðu- söngvana. I meðferð hljóma (klangbehandling) var Grieg langt á undan sinni samtíð og hafði mikil áhrif á evrópiska tón- list, einkum franska impression- ismann. Telja má hæfileika Grieg til að lýsa landslagi til hins frumlega í tónlist hans. Menn verða oft var- ir við tilfinningar líkar þessum í norskum alþýðusöngvum, en ekki eíns sterkar. Annars er margt, sem bendir til þess, að hann hafi séð liti í tónum. Það er skemmti- lfcgt að íhuga, að A-moll konsert- inn, sem er ekki annað en mál- verk af norsku landslagi, skuli hafa verið saminn í Danmörku. Lagið „Brudefölget drar forbi“ var upprunalega samið í Róma- borg. Þó að tónlist Grieg sé frumleg og sérkennileg, þá má alltaf heyra það, að hún er fyrst og fremst norsk. Þess vegna er Grieg og norsk menning tengd svo órjúfanlegum böndum, — þess vegna berst hann með okk- ur í dag og þess vegna mun hvorki nafn hans né tónlist nokk- urn tíma gleymast með þjóð vorri. Tónar Grieg eru tákn um vor. Ekkert annað tónskáld hefir helg að vorinu jafn mikið og hann, og þar sem hann bar ávallt hag Nor- egs fyrir brjósti, getum við Norð- menn túlkað söngva hans sem lofsöng til hins komandi vors þjóðar vorrar. Hér birtast nokkrar skoplegar aug- lýsingar: Hvítur köttur tapaðist frá frú A. ., sem hefir tvo svarta bletti á nefinu og einn á rófunni. Þurrt brenni til sölu hjá Jóni Jóns- syni, sem hefir legið í þurrki í allt sumar. Armbandi týndi stúlka með gulllás að framan en perlu að aftan. ★ Bæjarbúi kemur upp í sveit og sér stúlku vera að mjólka kú. — Nei, þetta er gaman að sjá. Þarna kemur mjólkin. En hvar kemur þá smjörið?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.