Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1943, Side 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
213
Arngr. Fr. Bjarnason:
Siglingin kemur
Það varð uppi fótur og 'fit á
vardögunum í gamla daga, þeg-
ar „siglingin“ kom í kaupstaðina
eða verzlunarplássin. Margt árið
var svo ástatt, að matvörur þrutu
í verzlunum fyrir jóLnema ofur-
lítill píringur af náð verzlunar-
stjóranna, og í hin afskekktari
verzlunarpláss kom jafnvel engin
matvara ár og ár í senn. Greinir
Gísli Konráðsson frá því í sögu
Skagstrendinga og Skagamanna
(útg. í Rvík 1941) að jafpvel 2—
3 ár í röð hafi engin matvara
komið í Höfða (Skagaströnd).
Það varð því almennara en
fólk nú gerir sér grein fyrir, að
margur mátti síðari hluta vetrar
og að vorinu — þangað til „sigl-
ingin“ kom — herða að sér sult-
arbandið.
Koma „siglingarinnar“ (vor-
skipanna) varð því fagnaðarefni
almennings við sjóinn og til
innstu afdala, og fréttin um
skipskomuna barst út eins og
eldur í sinu, þótt enginn væri
síminn.
Ekki myndi „siglingin“ eins
og hún var í gamla daga þykja
stórvaxin nú á dögum. Auðvitað
var ekki um annað að ræða en
seglskip. Voru þau mismunandi
að stærð, almennast 70—80 lest-
ir; stundum nokkru stærri, en
líka alloft minni, ekki fá skip 40
—60 lestir. En þetta þóttu engir
smáræðis bollar í þá daga.
Ég ætla hér til fróðleiks og
skemmtunar að segja nokkuð frá
vöruskipum þeim, sem fastaverzl-
anir hér á Isafirði höfðu í förum
tímabilið frá 1855—1905. Hin
helztu þeirra voru þessi: Fyrir
Hæstakaupstaðinn (fyr verzlun
H. A. Clausens og síðar Leonh.
Tang): Geirþrúður Sara, Holger,
Terpsekore, Thetis, Palmen.
Geirþrúði Söru rak upp hér á
höfninni í ofsaveðri 1884, og
brotnaði í spón. Nýbúið var að
ferma skipið fiski til útsiglingar.
Var hann seldur á uppboði eptir
strandið. Gerðu þar margir góð
kaup að sögn.
Holger fórst á útleið við
Hvassaleiti á Stigahlíð. Björguð-
ust skipverjar til lands, en dóu
flestir á leið inn Stigahlíð (til
Bolungavíkur). Skip og farmur
(aðallega fiskur) ónýttist með
öllu.
Terpsekore og Thetis sigldu
hingað mörg ár og voru happa-
skip.
Ásgeirsverzlun hafði þessi
vöruflutningaskip: Fyrst skonn-
ort Sigríði; um 40 lestir. Ásgeir
Ásgeirsson skipherra, stofnandi
Ásgeirsverzlunarinnar, stýrði
henni sjálfur meðan hún var í
förum. Eitt sinn að haustlagi, á
útleið, lenti Sigríður í ofsaveðri
í Faxaflóa og barst að landi und-
an Mýrunum. Var Sigríður hlað-
in öllum verzlunarvörum Ásgeirs
frá sumrinu og fjölskylda hans
ölL í skipinu (á leið til vetrar-
dvalar í Kaupmannahöfn). Með
snarræði tókst að bjarga Sigríði
frá strandi og sagði Ásgeir yngri
svo frá, að þá hefði hann mest
dáðst að kjarki og stillingu föð-
ur síns.
Þegar Sigríður hætti í kaup-
ferðum tók við skonnert Louise,
litlu stærri, milli 50 og 60 lest-
ir, og síðan skonnertbrig S.
Louise, skipstjóri Andersen.
Stærð um 110 lestir. S. Louise
var í förum fyrir Ásgeirsverzlun
þangað til hún keypti gufuskipið
Ásgeir Ásgeirsson, nefnt Stóri-
Ásgeir af almenningi, til aðgrein-
ingar frá Litla-Ásgeiri, sem
lengi var hér Dj úpbátur og fyrsta
gufuskip í eign íslendinga sem
kunnugt er. Skipstjórar á Stóra-
Ásgeiri (meðan Ásgeirsverzlun
átti hann) voru þeir: I. H. Greg-
ersen, danskur maður, og síðar
Árni Riis (Aðalbjörnsson, Jóa-
kimssonar). Stóri-Ásgeir var hið
myndarlegasta skip, 564,28 lestir
að stærð. Keypti verzlunin hann
um 1884. Átti þá engin íslenzk
verzlun önnur eða félag gufuskip
í förum, eða lengi síðan. Stóri-
Ásgeir breytti „siglingunni"
hingað. Hann kom miðsvetrar-
ferð, sem þá var nýtt og óþekkt
fyrirbrigði, nema með póstskip-
in, og ferðir hans urðu sem vísir
reglubundinna siglinga frá og til
landsins. Sigldi hann að haustinu
með fiskfarm til aðal-fiskkaupa-
hafna á Spáni og Ítalíu. Mun Ás-
geirsverzlun hafa haft bein sam-
bönd við kaupendur þar, enda
tókst henni opt að selja fisk sinn
nokkru hærra en aðrar íslenzkar
útflutningsverzlanir. Ef bíða
varð eftir fiskförmum fór Stóri-
Ásgeir ferðir til farþega- og
vöruflutninga til Reykjavíkur og
Akureyrar. Þóttu það mikil þæg-
indi.
Verzlunarsvæðinu hér í bæn-
um var af almenningf skift svo:
Efst í Aðalstræti (sem þá hét Að-
algata) og nyrzt á Tanganum
(svo var Isafjörður þá almennt
nefndur) var Hæstakaupstaður-
inn (verzlun H. A. Clausens og
síðar Leonh. Tang’s); Miðkaup-
staðurinn (um miðbik Aðaístræt-
is) og voru þar þessar verzlanir,
auk Ásgeirsverzlunar: Hjálmars
Jónssonar, síðar kaupmanns á
Flateyri við Önundarfjörð, er
styrktarsjóðinn gaf, og á sama
stað síðar verzlun Lárusar A.
Snorrasonar (Wíums) og Edin-
borgarverzlun; nú verzlun J. S.
Edwald (en húsin færð fram að
götunni) og verzlun Hinriks Sig-
urðssonar skipherra (Hinriksson-
ar frá Seljalandi). Hinrik lærði
stýrimannafræði í Danmörku um
sama leyti og Ásgeir skipherra
og hóf verzlun sína um svipað
leyti og hann. Var dugnaðarmað-
ur, en varð skammlífur. Þriðja
verzlunarplássið var Neðstikaup-
staðurinn. Áreiðanlega elzta
verzlunin hér. Þar var konungs-
verzlun, og munu enn standa í
Neðstakáupstað 2 hús frá tímum
konungsverzlunar lítið breytt. Á
I