Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1943, Page 6
214
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
þessu tímabili átti félagið Lars &
Sönner í Kaupmannahöfn verzl-
unina í Neðstakaupstað; þar til
1883, að Ásgeir Guðmundur Ás-
geirsson (sonur Ásgeirs skip-
herra) keypti verzlun þeirra og
rak hana um hríð, en sameiriaði
síðan Ásgeirsverzlun. Varð
Neðstikaupstaðurinn þá stórfelld
útgerðar- og fiskverkunarstöð
Ásgeirsverzlunar og hefir ekki
verið þar verzlun síðan.
Vöruskip Hjálmars Jónssonar
hét Bogö (sennilega af því dreg-
ið að Hjálmar hafi lært stýri-
mannafræði í Bogö), mesta
happaskip. Bogö var um 60 lestir
að stærð.
Vöruskip Lárusarverzlunar
voru skonnurturnar Alida, um 60
rúmlestir, og síðar Themis, svip-
uð á stærð.
Verzlun Hinriks Sigurðssonar
mun í fyrstu hafa átt sérstakt
skip í förum, og hann stýrt því
sjálfur, en mér hefir ekki tekist
að grafa upp nafn þess.
Vöruflutningaskip fyrir Neðsta
kaupstaðinn (meðan Lars &
Sönner áttu'hann) voru Máfur-
inn og Amphetrite; bæði í hópi
stærri vöruskipa; skonnertbrig
um 95 lestir hvort.
Skipstjóri á Amphetrite var J.
S. Mærsk. Góðkunnur sægarpur.
Hann sigldi til Neðstakaupstað-
arins í 25 ár og missti aldrei
mann eða henti önnur slys í öll-
um ferðum sínum. Ásgeirsverzl-
u.n hélt Mærsk og fjölskyldu hans
samsæti í Kaupmannahöfn til
minningar um farmennsku hans
og færði honum gull-úr sem heið-
ursgjöf. Vorið eftir bjóst Mærsk
enn til Islandsferðar. Hreppti þá
óvenju hörð veður og missti út
tvo menn skammt frá suður-
strönd Islands. Féllst honum svo
hugur við áfall þetta, að hann
lét snúa við og flytja sig til Eng-
lands — og hætti farmennsku, en
stýrimaður skipsins tók skip-
stjórn og hélt áfram Islandsferð-
inni. Urðu þeir vel reiðfari.
Ásgeirsverzlun hafði og í för-
um um tíma Galeas um 60—70
lestir að stærð. Hét hann Árni
Jónsson (í höfuðið á Árna verzl-
unarstjóra). Því skipi hvolfdi í
ofviðri hér í Sundunum (hafði
ekki tekið farm eða seglfestu).
Fórst áhöfnin — og var skip
þetta ekki síðar í förum.
Það kom og oft fyrir að verzl-
anir fengu aukaskip, ef mikinn
fisk var að flytja; hann var þá
aðalútflutningsvaran, sem nú;
eftir 1895 voru leiguskipin oft-
ast gufuskip.
Flest af seglskipunum fluttu
fiskfarm að haustinu til Spánar
(aðallega Bilbao); en sumar
dönsku verzlanirnar seldu farm-
ana í Kaupmannahöfn. Þótti það
áhættuminna, en verðið þar tals-
vert lægra eins og eðlilegt var.
Ef hin ákveðnu vöruskip náðu
ákvörðunarstað (vegna hafísa og
ofviðra) voru vörur oftast næg-
ar og margar verzlanir tóku upp
skömmtun svo allir fengju nokk-
uð, ef vöruþurð var fyrirsjáanleg.
Almenningur flokkaði vöru-
skipin í tvo flokka: vorskipin og
haustskipin. Vorskipin komu
venjulegast, ef ekkert sérstakt
tafði, um sumarmál eða í sumar-
byrjun. Eftir að þau höfðu losað
farminn fóru þau oft á fiskveið-
ar (handfæraveiðar) um tíma og
var þá áhöfnin aukin af íslenzk-
um mönnum. Dæmi finnast úr
verzlunarbókum Ásgeirsverzlun-
ar, að skonnert Vonin, skipstjóri
N. C. Petersen, hafi sumarið
1882 stundað síldveiðar og aflað
83 tn. Er það eina dæmið, svo
mér sé kunnugt, um að vöruskip-
in hafi stundað síldveiðar.
Vöruskipin hættu oftast veið-
um í byrjun ágúst eða síðast í
júlí (fór það eftir því hvernig
gengið hafði með verkun fiskjar-
ins). Fluttu þau sumarfarminn,
sem var fiskur, lýsi og ull, ávallt
til Kaupmannahafnar, og tóku
þar aftur fullfermi af erlendum
vörum til haustsins og vetrarins.
Var hyllzt til að haustskipin væru
komin til ákvörðunarstaðar um
og fyrir réttir (síðari hluta sept-
embermánaðar), svo strax væri
hægt að ferma með kjöti og öðr-
um landbúnaðarafurðum, þar
sem víðlendar sveitir lágu til
verzlunarstaðar, og bændur gætu
birgt sig að vörum til vetrarins
í haustkauptíð. Annarsstaðar var
aðalútflutningurinn fiskur og
lýsi.
Aðal-skipalægi (höfn) hér á
ísafirði var í Sundunum og fór
öll afferming fram á bátum og
ekki fengist um þótt langt þyrfti
að vaða með þungar byrðar.
Myndi enginn nú taka í mál slík
vinnubrögð, sem þá þóttu sjálf-
sögð. Snemfna mun þó afferming
hafa farið fram við bryggju í
Neðstakaupstaðnum, enda ein-
stök aðstaða til bryggjugerðar
þar. Danir nefndu Neðstakaup-
staðinn Isafjord Pollhus; má af
því marka að þeir hafi fljótt
komið auga á hve Pollurinn var
ágætt skipalægi frá náttúrunnar
hendi. Bryggjugerð í Neðsta-
kaupstaðnum er með vissu komin
nokkru fyrir 1880, en mikið hefir
hún verið umbætt síðan, fram-
lengd og breikkuð. Var það allt
unnið í tíð Ásgeirsverzlunar.
Tel ég að bryggja þessi í
Neðstakaupstaðnum hafi verið
fyrsta hafskipabryggja hér á
landi. Var hún gerð af W. Holm
verzlunarstjóra (föður Sophusar
Holm verzlunarstjóra á Flateyri
(sem enn er á lífi í Reykjavík),
og tengdaföður Ásgeirs G. Ás-
geirssonar kaupmanns.
Hvarvetna var fermingu haust-
skipanna flýtt sem unnt var, en
oft fór svo veðráttu og annara
ástæðna vegna að óvæntar tafir
komu fyrir. Æskilegast þótti að
skipin gætu lagt út í haustferð-
ina í byrjun októbermánaðar, en
fyrir kom að brottförin dróst,
jafnvel fram yfir veturnætur.
Sýndi reynslan að þau skip sem
síðast lögðu út áttu mesta hættu
af óveðrum; enginn var vitinn
eða leiðarmerkin, og ef segl rifn-
uðu, eða stýri brotnaði varð skip-
ið stundum svo hjálparvana, að
helzta fangaráðið varð að sigla
því í strand, þar sem landtaka til
björgunar á mönnum og farmi
þótti líkleg. Haustskipin guldu
því oft mikið afhroð, einkum
meðan þau ekki komust nógu
langt frá landinu. Þá sorgarsögu
yrði of langt að rekja hér.
Á þessu tímabili (einkum fyrir
1890) var það altítt, að auk vöru-
skipa fastaverzlana Eomu á
helztu verzlunarhafnir vöruskip
lausakaupmanna (spekulanta),
og sumir sem síðar urðu hér