Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1943, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1943, Síða 8
216 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FJAÐRAFOIÍ skipin. Vonandi á þetta fyrir sér að hverfa, nema menn hafi brýn erindi. ★ Það er oft nauðsynlegt að líta til baka yfir farinn veg, eins og það er enn nauðsynlegra að líta fram á veginn. Þessi þáttur sigl- inganna bregður upp nokkrum myndum úr þeirri baráttu sem lokið hefir þann veg, að í stað þess sem áður önnuðust útlend- ingar og útlend skip svo til allar siglingar hingað til lands, annast nú íslendingar og íslenzk skip að mestu þessar siglingar. Vantrú- in á því, að við gætum þetta, var almenn og mögnuð, en reynslan hefir þaggað hana niður. Nú er hverju mannsbarni ljóst, að við erum fullfærir um að annast all- ar okkar siglingar og þurfum ekkert til annara að sækja í því efni, ef við kunnum til að gæta. Hitt kunna einhverjir að deila um ennþá, að við getum tekið gildan þátt í alþjóðasiglingum, eins og aðrar sjálfstæðar þjóðir. Um það mál vantar ennþá fram- kvæmd og forustu, en hitt er víst að við eigum öll skilyrði til þess að verða siglingaþjóð og þá fyrst og fremst djarfa og prúða far- drengi, sem hvorki skortir skyn- semi eða þrek til þess að reyna nýjar og okkur áður ókunnar brautir. Framtíð lands og þjóðar er við hafið og moldina bundin; — og fyrst og fremst við hafið. Um sóknina til hafsins dreymir unga fardrengi djarfa drauma, sem þeir munu gera að veruleika. — Heyrið þér, ungfrú. Ég er viss um, að ég gæti gert hverja einustu konu hamingjusama. — Hvernig stendur á þvi? — Ég er dömuskraddari. ★ . — Heyrið þér, þjónn. Lítið nú bara á. Það er rautt hár í súpunni. — Það er af kokknum----------en ekki getur hann nú gert að því strák- greyið, þótt hann sé rauðhærður. Hann: Hafið þér nokkurn tíma óskað, að þér væruð karlmaður? Hún: Nei, en þér? ★ — Þú ert þá trúlofuð Karli. — Jæja, er farið að tala um það? — Nei, en ég þekki hringinn, sem þú ert með. ★ « — Hann hljóp frá henni, þeg- ar þau voru komin upp að altar- inu. — Jæja, brast hann þá hug- rekki, er á hólminn var komið? — Þvert á móti. Þá fyrst herti hann upp hugann. ★ — Hagskýrslur segja, að þriðji hver maður í Ameríku eigi bíl. — Nú, þá skil jeg ekkert, hvers vegna í skrambanum þeir eru að smíða alla þessa fjögurra, fimm og sjö manna bíla. ★ — Stjörnufræðingar hafa langa lengi verið að reyna að reikna út, hve þungt tunglið sé, en þeim hefur enn ekki tekist það. — Er það nokkur furða, þeg- ar tunglið er alltaf annaðhvort að vaxa eða minnka. ★ — Hér í blaðinu stendur, að hver maður tali að meðaltali 10.000 orð á dag. Er það ekki eins og ég hef alltaf sagt, að kon- an mín skarar langt fram úr öðr- um. ★ — Við hjónin höfum 100 kr. tekjur á viku. — Já, það er gott á þessum erfiðu tímum, að konan hjálpi manni sínum að afla fjár. Hvað vinnur konan þín sér mikið inn á viku? — 100 krónur. ★ Húsfreyja á sumargististað sér, hvar kona er að búa sig til brottferðar. — Hvað er þetta. Ætlið þér að fara frá okkur svona fljótt? — Já, jeg þori ekki annað. Jeg hef tvisvar skrifað manninum mínum og beðið hann um pen- inga, og í bæði skiftin hef jeg fengið þá. Loftárás á Palermo Amerískur myndatökumaður tók þessa mynd um borð I „fljúgandi virki“, þegar verið var að gera loftárás á Palermo.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.