Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1943, Qupperneq 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
359
jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiHumiiiiwiiuimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
| Vígsla H runakirkju 1. sunnu-
( dag í adventu
.fliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
Kirkjuvísur 1865
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiHiutuHiunmimmiiiiiiuir
Gefst nú enn kostur mér að muna
margt, sem að hrærir sinnisfar.
Fæddist ég ungur upp í Hruna;
oft í blíðviðri og gleði þar
stafaði sunnu geisla glans
í gegnum ljóra hyggjuranns.
Víst er nú sem égvakni af draumi
viður inndælislega sýn.
Hrifinn frá æsku gömlum glaumi
glaðværðar' ljósið bjart mér skín,
sem innstu partar innra manns
ilgeislum vermir blíðheims ranns.
Enn er ég staddur hér í Hruna
hátíðarmorgni björtum á.
Hingað nam fólk í hópum bruna,
er heyra bæði vildi’ og sjá
það, sem á tíma þessum réð,
þegjandi hressir líf og geð.
Hér stendur nýbyggð háreist
kirkja;
hér mænir stöpull skýja til.
Járnbitar húsið sterkir styrkja,
stórir glerljórar skreyta þil;
stóll og altari glitra gljá,
gnæfir við ræfur hvelfing blá.
Fagurt er húsið Hrunakirkja,
hagra völunda gjörð af snilld;
xllt fannst oss vilja að því styrkja
ánægju gjöra margra vild.
Blíðviður sunnu brosti hlý
birta mót ljósa hjálmum í.
Veglega kirkj u-vígslu þuldi
vitur snillingur yfir lýð;
hljómur söngmanna í hvelfing
buldi,
honum samboðin regla fríð,
blíð og snjöll ræða, bænin heit
og blessun yfir kirkju-sveit. *
Það er ágætt, hve margur maður,
er mikið vænti heyra og sjá,
heim til sín aftur huga glaður
heitt og prísaði stundu þá;
því hátt á fjórða hundrað manns
hlustaði á vígslu messuranns.
Biðjum nú allir einum rómi
á megi hrína ræða sú,
er afbragð var að allra dómi,
og ávöxt bera dyggð og trú.
Löng æfi krýni heiðri hann,
er helgidóms lét byggja rann.
Þessi mæld frrm í máli styzta
mærð, heldur stirð en þeigi dimm,
á degi kirkju árs hins fyrsta
er átján hundruð sextíu og fimm;
hún ætti samt að hika við
að hitta nokkurn braga smið.
Séra Jóhann Briem, sóknar-
prestur í Hruna 1845—1883
(t 1894), gekkst fyrir því af
dugnaði og skörungskap, að
kirkjunni í Hruna var komið
upp. Vandaði hann og hið bezta
til hennar.
Kirkjan er senn 80 ára gömul.
Vígsluljóðið lýsir gjörla, hverju
fram fór þenna dag, er Hruna-
kirkja var vígð, og því finnst
mér rétt að birta það, svo það
falli ekki í fyrnsku. En ljóðið
mun vera í fárra manna höndum
og ekki prentað fyrr.
Höfundur kvæðisins, séra (íuð-
mundur Torfason, var fæddur í
Hruna 5. júní 1798.
Ragnar Benediktsson.
=IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII