Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1943, Síða 2
362
LSflBOK AÍORQUNBLA081NS
og vandamönnum, sem á undan
voru komnir vestur, var þá allt
selt sem losa mátti við sig og
haldið til þorpsins þar sem skipið
átti að taka vesturfarana. Um-
boðsmaðurinn varð að ráða fram
úr öllu, sjá mörgum fjölskyldum
— máske með stóran barnahóp á
öllum aldri — fyrir húsnæði og
öllum nauðþurftum. fbúðarhús
Vigfúsar var oft fullt af þessu
fólki dögum og vikum saman,
börnin grétu og görguðu, léku
sér og flugust á og ruddu öllu
um koll, mæður kvörtuðu og and-
vörpuðu og feðurnir sögðu ljótt,
gramdist töfin og tjónið en hríð-
arkólgan næddi úr norðaustri og
hafísjakarnir hringsnerust á vík-
um og vogum. Þegar nú þar við
bættist að bændur fóru að verða
heylausir og ráku fóðrafé heim til
eigendanna, svo öll úthýsi og hálf
tómar vöruskemmur fylltust af
jarmandi, svöngum sauðkindum,
sem varð að halda lífinu í með
kornmat og fiskúrgangi, þá má
geta nærri að athaínamaðurinn
hafði í mörg horn að líta og varð
að láta hendur standa fram úr
ermum. Vigfús tók þessu öllu
með ró, greip máske við og við
til orðtiltækja sinna svo sem:
„1 hvað á að sanna“, „undarlegt
var það með tíkina“ eða „það
var eins og blessuð skepnan
skildi það.“ Svo réði hann fram
úr erfiðleikunum — sínum og ann-
ara — kvað kjark í þá sem lá
við að örvænta og hjálpaði þeim
bágstöddu á ýmsa lund. Nú lítum
við sem snöggvast inn í heimili
Vigfúsar borgara á Vopnafirði
nokkrum árum fyrir aldamót Það
er kvöldvaka á þorranum, engir
Vesturfarar komnir og fátt um
gesti. Fólkið situr í stórri stofu.
húsmóðirin, roskin fríðleikskona,
í öndvegi og kringum hana fimm
hálfvaxnar dætur — sonurinn er
í skóla og því ekki heima, vit frá
þeim sitja þrjár vinnukonur og
þeyta rokka sína, hviskennari les
fornar eða nýjar sögur upphátt
fyrir fólkið, sauðamaðurinn, sem
er nýkominn inn frá því að
standa yfir á annað hundrað
sauðum með starfsbróður sínum.
vinnumanni Péturs Guðjjohnsen,
kembir nú í ákafa ásamt smiðn-
um, sem hefur lagt frá sér smíða-
tólin og hleypur undir bagga með
honum, því ekki er von að einn
maður hafi undan að kemba-
handa þremur efldum spunakon-
um. Húsmóðirin prjónar, heklar
eða saumar og það gera dæturn-
ar líka, sumar tæja máske ull
fyrir kembingamennina. Nálægt
ofninum situr gamall maður og
þæfir plögg, hann hefur annars
ekki annan starfa en berja harð-
fisk og kljúfa spýtur í eldinn.
Annað sjónarsvið bar fyrir augu
á Góukvöldum, þá sitja allir við
að tína dún, tína úr honum síð-
ustu óhreinindin. — Vigfús átti
varphólma. Þetta var dúnninn
þaðan, sem hafði verið verkaður
heima og var nú að breytast í
fína verzlunarvöru. Húsbóndinn
sat löngum í skrifstofu sinni, las
eða skrifaði eða spilaði á kvöld-
um við vini sína, bræðurna Ein-
ar lækni og Pétur Guðjohnsen
eða örum & Wulffs verzlunar-
stjórana Valdemar og Ölaf Da-
víðssyni. Stundum kom hann þá
jnn til fólksins, spaug'aði við það,
lét syngja nokkur lög og útbýtti
kringlum og feitum magálssneið-
um til glaðningar, hafði hann þá
sótt þetta hnossgæti upp á búð-
arloft. Þetta var lítil mynd af
heimilislífi Vigfúsar. En árin liðu
og nú bar þann vanda að höndum
að þorskurinn hætti að koma á
miðin á sumrin, dofnaði þá yfir
útgerð og verzlun og nú fór Vig-
■iús að langa til að reyna krafta
sína við ný viðfangsefni. Honum
buðust kaupendur að eignum sín-
um í Vopnaíirði og á Akureyri
var veitingahúsið til sölu. Varð
það að ráði að kaupa það og flutti
hann norður með fjölskyldu sína
sumarið 1898, var hann nú 55 ára
að aldri, en starfsþrek og áhugi
óbilað. Hyrjaði nú síðari kafli
æfiferilsins, ólíkur þeim fyrri og
að mörgu leyti viðburðaríkari og
kunnari alþjóð. Ilótelið var gam-
alt, en ekki óvistlegt, og það kom
brátt í ljós, að þessi nýja atvinna
lét Vigfúsi mæta vel, gestirnir
þyrptust að og undu sér hið bezta
hjá þessum góða og grandvara
gestgjafa, sem altaf var glaður og
spaugsamur, á hverju sem gekk;
dvöldu útlendingar og innlendir
gestir oft mánuðum saman á hó-
telinu og fanst þeir vera sem
heima hjá sér. Oft sást Vigfiis á
morgnana með bitterflösku og
vindlakassa undir hendinni rölta
raulandi upp stigann og í áttina
til svefnherbergis einhvers af
þessu „setuliði“; þeir voru nú
orðnir vinir hans, og það þurfti
að gleðja þá um leið og þeir
vöknuðu, svo að þeir yrðu í góðu
skapi, er þeir byrjuðu dagsverkið.
Svo mættust allir við stóra mat-
borðið, þar sem húsbóndinn sat
í forsæti, sá öllum fyrir góðum
beina og lét spaugsyrðum rigna,
svo mönnum varð glatt í geði,
eins og þegar bezt er á skemti-
samkomu.
Þremur árum síðar kom það ó-
happ fyrir, að hótelið brann til
kaldra kola með mestu af varn-
ingi og innanstokksmunum; — ég
tala um varning, af því að Vigfús