Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1943, Page 3
LB3BÖK MORGUNBLAÐSINS
863
rak um þessar niundh' verzlun,
ásamt með gistihúshaldinu.
Eldsvoðann bar að um nótt, og
komst sumt fólkið út með nauni-
indum Þó sluppu allir heilu, eji
ekki höldnu, því fjárhagslegur
skaði varð mjög mikill fyrir alla,
sem hlut áttu að máli. Þó varð
tjónið mest fyrir hóteleigandann,
því allar eignirnar voru mjög
lágt tryggðar, og svo engar að-
stæður til að byrja hótelrekstur
að nýju. Þetta skeði skömmu fyr-
ir jól. sem urðu því fremur dapur-
leg í þetta sinn. En Vigfús lét
ekki hugfallast, tók hann sér fari
með skipi, sem átti leið til út-
landa nokkrum dögum síðar,
keypti húsavið í Svíþjóð og lét
reysa stórhýsi á næsta sumri, og
stendur það enn, — Gamla hó-
tel Akureyri. Varð nú enn meiri
myndarbragur á hótelrekstrinum
en áður, og var það mál manna,
að gistihúsið áAkureyri væri um
langt skeið framar öðrum slíkum
húsum á landinu, bæði hvað sal-
arkynni og stjórn snerti. Vigfús
var fyrirhyggjusamur og hagsýnn
í öllum búrekstri, greindur vel,
hagmæltur og hnittinn í ræðum.
Ljúfustu áhugamál hans og um-
ræðuefni voru saga landsins,
stjórnmál og ættfræði, enda var
hann vel að sér á þessum svið-
um. Vmsum trúnaðarstörfum
gegndi hann fyrir ]>æjarfélagið,
var t. d. í bæjarstjórn um skeið,
sáttanefndarmaður og gjaldkeri
sjúkrahússins; var það all-
mikið starf, því sjúklingar voru
þar margir í tíð Guðmundar
Ilannessonar, er þá var eini
skurðlæknirinn á Norður- og
Austurlandi, og þótti takast vel.
Streymdu sjúklingar til hans úr
öllum áttum; margir þeirra áttu
onga vandamenn á Akureyri, og
varð gjaldkerinn þeim tíðum
skjól og forsvar, og oft sást hann
ganga einn á eftir líkkistu ein-
stæðings úr fjarlægri sveit upp-í
kirkjugarðinn, enda var Vigfús
valmenni og raungóður á alla
lund.
Laust eftir tvítugsaldur hafði
Vigfús farið utan, stimdaði verzl-
unarnám í Kaupmannahöfn og
varð meðal annars vel að sér í
Norðurlandamálum og frönsku, og
ofan á þessa undirstöðu hlóð hann
með sjálfsmentun, því hann las
margt góðra bóka rneðan honum
entist sjón, en hún var mjög far-
in að bila hin síðustu árin.
Vigfús fæddist í Sunnudal í
Vopnafirði 24. sept 1843, sonur
Sigfúsar bónda þar Sigfússonar
Jónssonar bónda á Ljótsstöðum
(d. 3.okt. 1794) Sigfúss. á Klepp-
járnsstöðum Jónssonar yngra,
bónda á Skjöldólfsstöðum. Kona
Jóns var Guðrún Hallgrímsdóttir
prests, er kominn var af Illhuga
„gamla' ‘ Hólaráðsmanni, er síðar
varð prestur í Múla í Aðaldal
(J.551). Jón yngri var sonur
Gunnlaugs prests í Möðrudal.
(Olöf kona hans var komin af
séra Olafi skáldi í Sauðanesi, dá-
inn 1608 ) Faðir séra Gunnlaugs
var Sölvi prestur í Möði’udal
Magnússon Björnssonar. Magnús
þessi var' mikilsháttar maður og
bjó á Reykjum í Tungusveit í
Skagafirði; kemur hann oft við
sögu nyrðra um og eftir miðja 16.
öld. Kona hans var Sigríður
Grímsdóttir lögmanns N. og A.
(1519—1521) á - Stóruökrum í
Skagafirði. Kona Gríms, en móðir
Sigríðar, var Guðný Þorleifsdótt-
ir hirðstjóra. Móðir Vigfúsar
hóteleigandi hóteleiganda var
Dagbjört Arngrímsdóttir á Víði-
völlum í Fnjóskadal. Jónssonar.
Ivona Jóns, en móðir Arngríms
var Hugrún Arngrímsdóttir
Björnssonar lögréttumanns, Arn-
grímssonar sýslumanns Hrólfs-
sonar sýslumanns, Sigurðssonar
sýslumanns, Hrólfssonar sterka
lögréttumanns.
Ungur kvongaðist Vigfús Mar-
gréti Ágústsdóttur homopata á
Ljótsstöðum Jónssonar prests á
Möðrufelli í Eyjafirði. Eignuð-
ust þau eitt barn, er lifði stutta
stund, og konuna misti Vigfús
einnig innan fárra ára. Réðist
hann þá húskennari til ungrar
ekkju á Vopnafirði, Maríu Þor-
valdsdóttur. Fyrri maður hennar
var Grönvold, verzlunarstjóri hjá
örum & Wulf; hafði faðir hans
að sögn verið einn af hershöfð-
ingjum Napoleons mikla.
Frú María átti 4 börn með þess-
um manni sínum, og lifir eitt
þeirra enn, Thorvald heyki
meistari í Gautaborg; fór haim
ungur utan og er nú háaldraður.
Þektast af hinum börnunum var
(’arl J. Grönvold, sem um nokkurt
áraskeið var verzlunarstjóri á
Siglufirði; dáinn skömmu eftir
aldamót; á hann hér marga af-
komendur. Hin systkinin, Gústav
og Octavía, gift Jóni presti HaU
dórssyni frá Hofi, dóu bæði í
blóina aldurs
Árið 1872 giftu þau sig Vigfús
og María og eignuðust þau 6
börn: Jóhann, verzlunarstjóri og
eonsul á Akureyri, kvæntur önnu
Schiöth, dáinn 1905. Ágústa,
gift Olgeiri Friðgeirssyni, verzlun-
arstjóra á Fáskrúðsfirði, dáin
1896. Maren, gift Einari Gunn-
arssyni consul á Akureyri, Oddný,
gift Ingólfi lækni Gíslasyni, Val-
gerður og Ilalldóra, sem reka
verzlun á Akureyri. Frú María
var dóttir Þorvaldar Jónssonar á
Stóra-Eyrarlandi, voru þær marg-
ar systur og þóttu kvenkostir
góðir, svo sem Soffia Beck á
Svínaskálastekk, amma þeirra
Richards Beck prófessors og
Kristins Andréssonar alþingis-
manns. önnur var Oddný Lillien-
dahl, ættmóðir Lilliendahlanna og
amma Karls Isfeld. Þriðja ólöf
Ivarsen, sem á marga afkomendur
í Kaupmannahöfn. Systur þeirra
Margrét og Geirþrúður eiga líka
marga efnilega afkomendur og
sömuleiðis Jón Þorvaldsson bróð-
ir þeirra, langafi dr. Brodda Jó-
hannessonar. Frú María var
greind og góð kona og manni
sínum hinn mesti styrkur, hún dó
rúml. sjötug í febrúar 1908 en
Vigfús dó 73 óra að aldri 1. okt.
1916 eftir stutta legu. Þau Vig-
fús og María voru fyrirmymdar
húsbændur, ólu börn sín vel upp
og sáu þeim fyrir menntun og hjú
um sínum voru þau sem foreldr-
ar og greiddu götu þeirra. Vigfús
lagði oft yngri mönnum lífsregl-
ur og ræddi við kunningja sína
og vini um landsins gagn og nauð-
synjar Hann hafði tröllatrú á
landinu okkar og taldi engan efa
á því að miklar framfarir væru
t'ramundan. ef fólkið athugaði
sinn gang og ynni samvizkusam-
lega og í eindrægni hver á sinu
sviði.