Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1943, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1943, Qupperneq 4
364 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Rafeindafræði: . i Lykillinn að bættum lifnaðarhdttum Ekki ný fræði, en þau eru að iæra oss furðulegar nýjungar ÞAÐ ER lítil pípa. Með henni verður Hitler molaður. ðleð henni verður byggður upp 'nýr heimur. Út úr henni munu koma kraft- ar er valda munu byltingu í flugi, ferðalögum, fjárskiptum, húsa- gerð. matarœði, lækningum. Þessir kraftar munu umskapa venjur vorar og heimili, líferni vort, lík- lega. mjög líklega. skoðun vorri á manninum og tilverunni. Þetta er rafeindapípan. Hvað er rafeind? Sumir strangvísindalega hugs- andi fræðimenn munu segja: ,,Það vitum vér ekki.“ En vér vitum ofurlítið um hana. Vér vitum að hún er frádrægt hlaðin ögn, sem snýst umhverfis kjarna efniseind- arinnar. Vér vitum að frá raf- eindum, sem eru á hreyfingu, stafar það, sem vér köllum raf- magn. Vér vitum nú hvernig hægt er að auka afl rafstrauma með því að herða á hreyfingu rafeinda- mergðar. Skýrt á einfaldan hátt, er það þetta, sem verður, þegar þér breytið hvísli í drunur með því að snúa hljóðmagnara upp í fullan styrk. Þessi máttur til að snúa veikum straumum upp í styika er lykillinn að töfrum rafeindapípvtnnar. Rafeindin er aíar lítil. Lítið á ljósið í 100 watta rafljósakúlu. Það verður til við það, að raf- straumur hitar vírinn, svo aðhann glóir skært. Eðlisfræðingum telst svo til, að rafmagn það^sem þarf til að halda vírnum glóandi í eina sekúndu, sé straumur 6000. 000.000.000 rafeinda, sem skjótast gegn um vírinn í þéttri mergð. J. J. Thomson, háskólakennari í Cambridge, uppgötvaði rafeind- in». Fyrir 46 árum síðan var hann einn hinna mörgu náttúrufræð- inga að rannsaka nýuppgötvaðan heim efniseindanna. Flestir þeirra héldu efniseindina vera smæstu byggingasteina tilverunnar, al- smæstu agnir efnisins. Thomson vakti furðu vísindanranna með því að ná broti út úr efniseind- inni. Þetta brot var rafeindin. Uppgötvunin var gerð 1897. 14 árum áður hafði Edison rekizt á það, sem í tvo áratugi var kallað „Edison-fyrirbrigðið“. Hann hafði rekizt á rafeindina, án þess að gera sér grein fyrir henni. JMiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit!iiiittitiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiniii)u | Eftir Peter F o r rest I iWllllltlltllllllllllltltlllMllllllllllllllllllllllllltlltlllMllllllltllltlTfl Hann hélt að rafmagn yrði að streyma gegn um vír eins og vatn eftir æð. En dag einn fann hann að rafmagnið ,,lak“ út milli vírs- ins, þegar hann var glóandi, að málmþynnu innan í tómrúmmu í rafljósakúlu. Edison vissi ekki hvernig, né hversvegna. 20 árum síðar, er enski upp- finninganiaðurinn Ambrose Flem- ing var að fikta við þenna „raf- leka“, fann hann leið til að hag- nýta hann. Hann notaði hann til þess að verða var við raföldur. „Fleming lokinn“ varð fyrsta uppgötvunartæki loftskeyta. Þessu næst var hár, riðvaxinn maður, að nafni De Forest, í gæfu leit að fikta við Fleming-lokann og datt þá niður á nýja hugmypd. Hann gerði sér snúna rist úr platínuvírum og setti á milli gló- vírsins og málmþvnnunnar í lampakúlunni. Það var „De Forest ristin“, er varð fyrsta rafeindapípan, móð- ir að furðulegu nýju tímabili. Út úr pípunni veltust útvarpið, hljómmyndir, fjarskipti, sem Roosevelt og Churchill nota núna til samtala yfir 4000 'mílna ve.ga- lengd, blindflug og stefnuvitar fyrir flugíerðir, lögun andrúms- lofts, símsendar myndir, rafeinda- smásjá og flest önnur furðuverk raftækninnar, sem nú móta heim vorn. 14 árum eftir að rafeindapíp- an hafði verið notuð til að gera fyrstu hljómmyndina, varð hún til þess að frelsa Bretland. Það er sérstök saga. Þeir sem unnið höfðu við rannsóknir á ör- skömmum raföldum komust að því, að ef fastur hlutur, flugvél eða ökutæki, varð á vegi þessara örtíðu merkja, er þeir voru að senda frá sér, skullu merkin aft- ur til þeirra. Að þessu voru mestu óþægindi. En þetta vakti nýja hugmynd. Hugmyndin er það, sem við köllum raföldu-staðarákvörðun — að hagnýta endurkastsfyrirbrigð- ið, til að uppgötva óvinaflugvél- ar, sem ekki er hægt að sjá, til að rniða fallbyssum með skot- marksákvörðunartækjum og til að nota það í ýmsu öðru skyni, sem enn er hernaðarleyndarmál. Raf- eindapípan kom rétt í tæka tíð til að bjarga oss. 1 dag er þessi töfrapípa not- uð til að æfa herlið, stjórna fall-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.