Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1943, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1943, Qupperneq 8
368 LESBOK MORGUNBLAÐSINS að reyna hljóðfærið. Orgelleik- arinn var eng;inn annar en Pranz Gruber, og af tilviljun lék hann lapið. sem hann hafði samið á jól- nnum við sálminn eftir séra Mohr. ..Eg: hefi aldrei heyrt þetta lag áður.“ sagði orgelsmiðurinn, sein var fíagntekinn af fegurð ljóðs og lags. „Væri yður það á móti skapi, að ég flytti það heim með mér ? Eg er sannfærður um, að fólkið heima myndi verða hrifið af því.“ Gruber bauð honum að rita það niður fyrir hann, en Mauracher sagði að það væri hreinasti óþarfi, hann kynni hundruð laga utan að, og hann gæti vel bætt við sig einu enn. Þessi sálmur varð brátt mjög vinsæll í þorpinu og gekk almennt undir nafninu „Söngur af himni“. Orgelsmiðnum var það ekki ljóst. að hann hafði fengið glæsilega gjöf frá þessum tveimur óþekktu skáldum, gjöf sem allur heimur- inn átti eftir að fá að njóta. í Leipzig urðu börnin þess vör, að töfrar þessa fagra sálms höfðu mikil áhrif. Þeir, sem áttu leið fram hjá. stönzuðu og hlustuðu hrifnir á hina hljómfögru tóna lagsins. Dag nokkurn kom aldr- aður herramaður til þeirra og kynnti sig sem F'ohlen/, hljóm- listarstjóra konungsríkisins Sai lands. Hann gaf þeim aðgöngu miða að hljómleikum, sem hann stjórnaði sjálfur í Gewandhaus hinni fornu gildishöll klæðskera- meistaranna í Leipzig. Börnin nrðu himinlifandi yfir þessu rausnarlega boði. Þegar þau komu til hallarinnar, sem öll var uppljómuð og full af mönnum í fínum fötum með silki- hatta og konum í glæsilegum og litskrúðugum kjólum, urðu þau feimin innan um alla þessa dýrð, en jafnframt urðu þau fegin, þeg- ar þeim var vísað til sætis, þar sem lítið bar á þeim rétt fyrir framan leiksviðið. Þau voru enn- þá utan við sig af hrifningu, er skelfingin dundi yfir. Því að þeg- ar hljómleikunum var lokið kom herra Pohlenz fram á leiksviðið og tilkynnti að viðstödd væri fjögur börn, sem hefðu þær feg- urstu söngraddir, sem hann hafði heyrt um margra ára skeið. Hann sagði ennfremur, að ef til vill væri ha>gt að fá þau til þess að syngja fyrir hinar konunglegu hátignir, konunginn og drottning- una yfir Saxlandi, sem voru við- stödd og aðra áheyrendur. Veslings börnin urðu sem steini lostin við þessa tilkynningu og ekki bætti það» úr skák er áheyr- endurnir tóku til að klappa af miklum ákafa. „Við skulum bara loka augunum og láta sem við séum að syngja heima hjá okk- ur,“ hvíslaði Maly litla til hinna systkinanna. Pyrsta lagið, sem þau sungu, var „Heims um ból“, og þegar lagið var á enda var dauðaþögn í salnum eitt andartak. næstum því lotningarfull þögn, áður en fagnaðarlætin hófust. Þau sungu öll kvæðin, sem þau kunnu og síðan sungu þau aftur „Heims um ból.“ Pagnarlátunum ætlaði aldrei að linna, og áheyrendurnir voru enn- þá áð biðja um rneira, þegar herra maður í einkennisbúningi steig upp á leiksviðið og sagði, að þeirra hátignir óskuðu að taka á móti söngvurunum. „Þetta var sannarlega fagur Þjóiminn: ð’ill herrann fá uýjar kartöflur með buffinu. Gesturinn: Með leyfi að spyrja ætluðuð þér að bera fram not- aðar kartöt’lur. Kennarinn: Hvernig hljóðar fjórða boðorðið? Tommi: Þú skalt elska föður þinn. Kennarinn: Nú og meira .... Tommi: Nei, ekkimeira. Mamma er skilin við pabba og farin til Ameríku. Hefndarráðstöfun. Prúin: Þetta er í þriðja sinn. sem ég kem að þér vera að kyssa vinnukonuna. Ef það kemur fyr- ir einu sinni enn, rek ég hana burtu og bý til matinn sjálf. söngur,“ sagði konungurinn, er börnin höfðu verið kynnt fyrir honum. „Vér hofum aldrei heyrt þenna jólasálm áður. Hvaðan er hanii eiginlega?“ „Þetta er týrólskur þjóðsöng- ur, vðar hátign,“ svaraði Joseph. „Viljið þið ekki koma til kon- ungshallarinnar og syngja þar á jólunum ?“ sagði drottningin. „Börnunum okkar mun þykja gaman að því.“ Og þannig atvikaðist það að á jólanóttina árið 1832, sungu Strass er-börnin að loknum aftnnsöng í hinni konunglegu saxnesku hirð- kapellu í Pleissenborgarhöll: Heims um ból helg eru jól. Signuð mær son guðs ól, frelsun mannanna, frelsisins lind, frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind, meinvill í mvrkrunum lá. Og á þessari jólanótt kvaddi þessi frægi sálmur börnin og lagði af stað út í heiminn og hefir nú ferðast í meira en hundr- að ár, og hvar sem hann kemur og hvert sem hann fer, vekur hann alltaf jafn mikinn fögnuð og unað. En hvað þér eruð orðinn breyttur! Svei mér ef eg þekki yður af nokkru öðru en regn- hlífinni, sem þér eruð með og sem eg gleymdi hjá yður í fyrra! - Segið þér mér, frú Jensen, var það kaffi eða te, sem ég fékk í morgun? - Hvað eigið þér við? Jú, ef það hefir verið kaffi, vil ég heldur fá te, en hafi það verið te. vil ég' heldur fá kaffi. Prúin: Þetta var. meiri hávað- inn, sem þér gerðuð í eldhúsinu áðan, Lára. Stúlkan: Já, en frúin getur ekki búizt við að ég brjóti tvær krist- alsskálar án þess að heyrist nokk- ur hávaði. mtHiiiuimtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHmiiiiiiiiiiimiiiiiiHiiiiiimiiiittiitmiiiiiiiiiiiiiii FJ AÐRAFOK

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.