Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1944, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1944, Page 4
«) ] o LESP.rtK V»OPGUNBLAÐSINtS En ekki var ha'gt um vik: Fanna- lög voru svo mikil að Tvídægra íuyndi seni jökuli vera og nær lát- lausar norðan hríðar geysuðn um ’.ær mundir. Hann fór nú samt að 'inna vin sinn og nágranna Pál á iJverá og bar upp fyrir honum vand- •æði sitt og spurði hann hvort hann myndi treystast til jiess að fara suður vfir Tvídægni, ef hann fengi til mann með honum. l’áll var fljótur til svars og kvaðst skyldi fara næsta morgun snemma. en ekki vildi hann hafa mann með sjer, því alt eins gaúi sjer orðið það til taf- ar, en á ratvísina sagðist hann treysta þó hann væri einn, um till lirræði, en Jóhann bróðir sinn. sem }>á var staddur á Þverá, kvaðst hann myndi fá til þess að flytja sig á hesti skamt suður á heiðina og svo hraða ferð skyldi hann hafa, sem sjer væri auðið. Mun Páll hafa vír- ið a>ri fús til fararinnart því marga stórrausn átti hann Efra-Núpshjón- um að launa. Oft höfðu þau hjálp- að honum er þröngt var í búi, var Pálína húsfryja ekki smátæk er hún vissi að nágranna sína skorti J)jörg. ilirti bónda þótti svör Páls góð, svo sem hann vænti. þó hon- um þætti ísjárvert að etja Páli út í stórhríðar á Tvídægru um hávet- ur, en hinsvegar, þekti hann karl- mennsku hans og kjark, á hverju sem gekk. Næsta morgun voru þeir bræður Páll og Jóhann, snemma á fótum og hugðu að veðri. Var þá norðan kófhríð, svo lítið sást með jörð? en. kollheiðt í lofti. Þeir bjuggu sig samt til ferðar í skyndi og lögðu á hesta sina og hjeldu upp á heið- ina, sá ])á lítið' frá sjer og hvergi kendi jarðar, riðu þeir eftir óslit- inni fannbreiðu. Þar til þeir komu að Böðvarshaug, er það hóll einn norðarlega á heiðinni. Vildi Páll nú ekki hafa not hestsins lengur. Ræddust þeir bræður við um stefnu þá er Páll skyldi hafa suður í Hvít- ársíðu og settu hana til vindstöðu, skildu þeir að því. Reið Jóhann til t)iika ofan í Núpsdalinn en Páll gekk suður heiðina, var færð sæmi- leg en hríðin hjelst óslitin með miklu frosti, voru fannalög svo mikil á fjallinu að mishæðir allar voru .sem horfnar og varð hann að halda eftir stefnu með styrk af vindstöðu, þar til hann kom á svo- nefnda Selhæð, er ])aðan röskur klukkustundargangur til efstu lnvja svíðraði þá frá hríðinni svo að sást til fjalla, þó dalafyllir væri af kófhríð. Tók hann mi beina stefnu á (íilsbakka, koin hann þang að áður rokkið var, var þá allmikill bylur. Kvaddi hann nú dyra, kom vinnumaður prests út, og er þeir höfðu heilsask bauð vinnumaður Páli hið sk.jótasta inn í bæjardyr. Páll gerði boð fyrir prest og kom hann að vörmu spori fram. Sagði Páll honuin deili á sjer og að hann væri með kveðju og brjef frá Hirti bónda á Efra-Núpi. Prestur spurði, hve langt væri síðan hann hefði liitt Iljört? Páll sagði að þeir hefðu talast við í gærdag um þetta leyti, því þá hefði hann komið heim til sín og beðið sig að fara þessa ferð, því Pálína húsfreyja lægi mikið veik. og í dag hefi hann farið vfir Tvídægru. Síra Magnús kvað hann fara ofdirskulega, þó vorkun væri, er mikið lagi við. Ljet hann Pál koma til baðstofu og fjekk hann þar hinar bestu viðtökur. Var Gils- bakkaheimili víðfrægt fyrir forn- rausnarlega gestrisni, þótti flest- um er heimsóttu þau prestshjón, síra Magnús og frú hans, viðtökur allar eftirminnilegar, hvorutveggja var: að veitingar voru stórmann- legar og þá eigi síður, að prestur var gáfaður og víðlesinn svo að af bar og viðræður hans við gesti voru með þeim hætti, að þeir fóru venjulega frá Gilsbakka, eigi síður andlega endurnærðir, en lík- amlega. Getur sá, er þetta ritar, um það borið af eigin raun. Prestur hvarf fljótle.ga til skrif- stofu sinnar, en kom bráðlega aft- ur og hafði tal af Páli. Ilvað hann meðul þau er Pálína þyrfti að fá, verða tilbúin fyrir hátturnál, en hinsvegar fyrirbiði hann Páli að fara norður yfir Tvídægru að morgni, ef veður batnaði ekki til nnma, frá ])vít sem rnú væri, því þung myndi norðan hríð í fangi á svo langri leið. Páll þakkaði presti góðar viðtökur og umhvggjusemi sjer til handa. Kvaðst þó myndi leggja framt á um ferðir sínar . því lífi Pálínar húsfreyju, vildi hann ekki síður bjarga, en sínu eigin lífi og yrði að skeika að sköpuðu um ferðir sínar þó veður væri ekki í besta lagi, er hann færi norður um. Óskaði hann eftir að fá með- ulin í sínar vörslur áður hann gengi til hvílti. Síra Magnús sá að ekki tjáði að hlutast til um ferðir Páls, og fjekk honum meðulin um kveld- ið. Páll tók á sig náðir og vaknaði raeð birtingu og klæddist og gekk út og heyrði að veðrið, var á norð- an hríðarkóf og jeljagangur. Hann mætti síra Magnúsi í bæjardyrun- um og bauð honurn góðan dag. Prestur spurði Pál hvort hann ætl- aði að freista svo mikilst að leggja á Tvídægru í slíku útliti, sem nú væri. Páll sagðist alráðinn í því, að leggja strax á stað, en ef sjer findist of hörð hríð í fangið myndi hann staldra til morguns á efstu bæjum í Hvítársíðu. Varð Páll nú að koma í stofu og þyggja mat, áður hann lagði af stað. Fylgdi síra Magnús honum svo til dyra og færði honum böggul og sagði að í honum væri matur er hann skyldi hafa sjer til hressingar á heiðinni kvað hann engan gest hafa farið svo óvarlega úr sínum hiisum, sem Pál. Minnistætt sagði Páll sjer það, hve síra Magnús hefði beðið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.