Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1944, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1944, Page 7
LESBÓK MORCUNBLAÐSINS 21 r> Þýsk „innrás" í Grænland og hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers DRAUMUR Nasista ura innrás á vestur hvel jarðar rœttist vorið 1943 — en var að engu gerður litlu síðar, fyrir tilverknað sprengju l'lugvjel Bandaríkjahers og strand- varnarliðssveita. Innrás Þjóðverja var í því fólg- in, að þeir komu fyrir veðurstöð á óbygðri strönd Grænlands. Á- litið er, að hún hafi starfað í tvo raánuði — gefið kafbátum og flug- vjelum veðurfrjettir — áður en hún var eyðilögð af Bandaríkja- hernnm. Þeir, sem fyrstir urðu varir við innrásarmennina voru þrír menn úr „Glreenland Sledge Patrol‘% sem er grein úr Bandaríkjahernum, er samanstendur af frjálsum dönsk- um borgurum, sem stöðugt eru á verði gegn óboðnum gesturn inn í hið kalda og fámenna Grænland. Danirnir voru á verði meðfram austurströnd Grænlands. Þegar þeir nálguðust útvarðarstöðina á venjulegri gæsluferð sinni, sáu þeir tvo ókunna menn koma út úr kofa þar og halda til fjalla. Þegar þeir komu til stöðvarinnar fundu þeir tvo svefnpoka og grænan einkenn- isbúning með þýska erninum og hakalcrossinum, tvo þýska rýtinga og nokkuð af matvælum. Þeir sneru síðan sem skjótast suður á bóginn, með frjettirnar, og bjuggust eftir föngum til þess að verjast á leið- inni, þar eð þeir vissu, að þeim myndi verða veitt eftirför. Kvöld eitt, nokkrum dögum seinna, heyrði einn varðanna fóta- tak nálgast stöðina. Hann skaut viðvörunarskoti, en Þjóðverjarnir svöruðu með skothríð úr sjálf- virkur riflum og vjelbyssuvn. Þeg- ar Danirnir sáu, að þeir yrðu ofur- liði bornir, yfirgáfu þeir stöðina og flýðu suður á bóginn. Seinna var annar maður úr njósnarflokknum drepinn, Dani að nafni Eli Knud- scn, þegar hann nálgaðist sæluhús sem Þjóðverjar höfðu tekið. Ilann heyrði ekki skipunina um að nema staðar, þar eð hann var vafinn í skinnfeldi vegna hríðar- veðurs, og hjelt því áfram. Þegar Þjóðverjarnir skutu hund hans, ætlaði Knudsen að grípa til byssu sinnar, en var særður ólífssári áð- ur en hann fjekk svigrúm til þess. Daginn eftir fjell Marius Jensen, einnig úr njósnarflokknum, í gildru, þegar hann hjelt að hundar Þjóð- verja væru hundar Knudsens. Nasistarnir höfðu ákveðið að eyði- leggja varðstöð á eyju þar rjett hjá, og báðu Jensen að fara með sig þangað, styttstu leið. Hann gat talið þýska liðsforingjanum trú um, að ferðin yrði fljótar farin í tvennu lagi, og sendi annan hópinn á und- an, leið, sem var miklu lengri, en fór sjálfur á eftir með þýska for- jngjanum. Við fyrsta tækifæri rjeð- ist hann á þýska foringjann, náði af honum byssunni og tók hann til fanga. Eftir meira en 300 mílna ferðalag kom Daninn síðan með fanga sinn á útvarðarstöð hersins. Þegar frjettin um þennan leið- angur Nasista barst til aðalstöðva Bandaríkjahersins, var strax haf- inn undirbúningur undir að eyða honum. Flugvjelar hersins rjeðust á svæði þau, er Þjóðverjar höfðu hernumið og fluttu vistir og skot- færi til strandvarnarskipanna tveggja „Northland" og „North ►Star“. Sjerstaklega æfðar land- göngusveitir strandvarnarliðsins voru reiðubúnar, ef til átaka kæmi. En leiðangurinn byrjaði heldur óheillavænlega. Stuttu eftir að skip in lögðu af stað, flæktust þau í geysilegri ísbreiðu, og nokkrir verð- mætir dagar liðu, áður en þeim tókst að losa sig aftur. Það lá við, að „North Star“, sem fræg er fyrir viðureignir sínar við hafís, bæði á friðar- og ófriðartímum, háði sína hinstu orustu við ísinn, í það sinn. En henni tókst þó að sleppa, með brotið stefni. Þegar vindstað- an breyttist og ísinn greiddist sundur, varð hitt skipið, „North- land“ að snúa við og fylgja hinu laskaða systurskipi sínu til flota- bækistöðva, til viðgerðar. Þegar „Northland“ var að reyna að komast fram hjá annarri ís- breiðu, breytti skipið um stefnu, svo það fór ekki allfjarri strönd- um Norður-Evrópu. Varð það þá á vegi tvíhreyfla könnunar flug- vjelar þýskrar. Fluginennirn#r komu auga á skipið og nálguðust ])að, til þess að gá betur að. En þegar loftvarnasprengjur úr byss- um Northlands tóku að springa (>- þægilega nærri flugvjelinni, sneri hún við og hvarf brátt s.jónum. Nokkrum dögum seinna festist Northland aftur í ísbreiðu, þannig að sprengja þurfti göng fyrir það í ísninn, með hálfpunda sprengj- um. Loks komst Northland fít i auð- an sjó en gufupípur og Ijósatækí var bilað. Nú nálguðust Bandarikjahersveit- irnar herbúðir Nasistanna. Sam- kvæmt áætlun komu sprengjuflug- vjelar og gerðu loftárás á herbúð- irnar og gjöreyddu þeim. Skevti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.