Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1944, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1944, Qupperneq 10
218 LESBÓR MORGITNBLAÐSINS fanter (fílum), er fara frá Péturs- borg og yfir það Rauða haf, allt þar til þeir koma til Kanton og hafa heim með sér þá kínisku vöru. Eg meina þeir eru á reisunni hér um tólf eður þrettán mánuði, og að þeim heim komnum fara strax aðrir á stað, en hvað margt fólk fvlgist með þeim, veit eg ógjörla. llitt veit eg, að þeir hlaða kastilli á hrygg þeirra, ef þeim skyldi maeta ramingjaflokkur, er vildi stela þeirra vöru frá þeim. Þegar vor konfedor fer frá skip- inu, er liöuum veittur konungleg- ur heiður með mörgum skotum og mikillri virðingu og viðhöfn. Allir matrósar hróiia honum æru með híifum af og háu hrópi og segja húrra þrisvar sinnum. Sluppu (skipsbáts) fólkið, sem er með konfedoren, segir einu simþ húrra. Þann heila dag eru matrósar vel Ivstugir og glaðir og hafa nú gleymt allri mæðu, höggum og hungri, er ]>eir á reisunni hafa útstaðið. so lengi brennivínið er i höfðinu. Um morguninn, ]>egar höfðum út sofið, var nóg að gjöra, sem var að aftakla skipið (fella reiða á skipinu) og flj'tja skipsins reiðskap upp í bangsalinn* samt allan vorn provjant, og skyldi skipskokkurinn vandlega et'tir sjá, hvert skaða fengið hefði. Vorar 34 kistur með silfurstöngum og allir blýkassarnir með voru uppfylttar til faktoriet í Ivanton, er faktoriets kapteinninn skyldi láta inn setja í handelshus- et og vakt fyrir utan dyrnar, sem var so innréttað, að einn undiroff- iseri með sínu bakksfólki það er átta mönnum, skyldu halda vakt á faktoríinu, og þegar fríir væru fyr- ir vakt, þá að innkaupa sér naixð- vendugt töj til heimi’eisunnar fyrir þá peninga, er þeir lána af vorum kapteini, sem er 8 rd. Ilver undir- offiseri hefur vakt á faktoríinu um viku tíma, og so kenrar annar frá skipinu með sitt bakksfólk og verð- ur þar og viku, sem gengur so lengi, að allt fólkið hefir verið í landi og kevpt sér til heimreisunn- ar, það er klæði og te með undir- koppum. Nú er skipið gjört aldeilis tómt og vandlega eftir séð, hvert nokkurn skaða hafi fengið. Vér höfum vel þrjá timburmenn, en það er ei mikið. Vér tökum vel hér um 40 þegar konram til Kína, sem ekkert annað gjöi’a en kalfatre (þétta) skipið, fyrst utan borðs, so innau borðs, sem lengi stendur yfir. So lengi þetta yfir stendur, verður ei á móti lastiimi tekið. Þar er og einn undiroffiseri á bangsalnum, er eftir sér, að allur skipsins reið- skapur sé í góðu standi til heim- ferðarinnar. Nú Jiegar skipið er nu þétt og vel við gjört, er super- kargóinn látinn vita, að skipið er í stand. Kemur sú ordre frá hön- nm, að á morgun komi fyrst postu- línskassar, sem gjarnan koma að kveldi dags og eru losaðir um nótt- ina. Þar eru tveir Kíneser með, því þeim tilhevrir báturinn, sem kass- arnir í færast. Þegar lastin er nú inn tekin, hvað lítið sem það vera kann, er það lag upp fyllt með þurrum sandi á milli kassanna, so þeir nái ei til að skrölta í sjógang- inum. Vor yfirstýrimaður hefur að móttaka lastinni og svara til henn- ar, að ei til skaða koma kunni. Ærið nóg er að bestilla um þessa tíma. Ilér grasserar stór sjúkdóm- ur bland matrósanna. Orsök })ar til er þessi, að þegar konram af langri reisu til Kína, höfum haft þrjá pela vatns í 24 tíma. Nú eru þarmarnir innsmognir. Þegar vér komum til Kína, fáum vér vatn so mikið sem viljum. Þar næst etum vér þá kínisku ávexti? sem mann hissar eftir (hafa æsandi áhrif). En fari menn að drekka vatn upp á þessa ávexti, verður á stundum of mikið, so mann fær þunnt líf. Hann heldur áfram líka vel að eta þessa sætu ávexti og drekkur til. Nú magnast þessi sjúkdómur so, að það gengur blóð frá hönum. Alltíð héf- ur hann stóra lyst til matarins, en hann kemur frá hönum aftur að vörmu spori. Margur var til stóls kannske tíu sinnum á tíma, en þar kom ekkert utan blóð. Og það, sem mér þótti undarlegast, að þegar þeir gengu til sinnar sængur, voru þeir sem drnkkinn maður og töl- uðu yfir sig. Þegar þessi sjúkdóm- ur var mestur var vor doktor upp á faktoríet, því vor yfirvöld voru og illa haldin af þessum sjúkdóini. En þegar nokkrir eru mikið sjúkir, má doktor koma til skipsins. Meðal þeirra sjúku var einn matrós að nafni Ivaspar. Doktorinn fór til lians og tók á hans lífæð, fer strax upp til prestsins og segir, að hann skuli tala gott fyrir hönum, en sá sjúki talaði ei annað en bölv og bann til prestsins og skipaði hön- um burt, en prestur fór ei að held- ur. Að síðustu sagði Kaspar Faðir vor og so framvegis, inn til hann sagði ,(Því ríkið er þitt“. Þar eftir deyði hann strax og varð begraf- inn af þeim kínisku hjá hinum dönsku. Annars kastaði vor prest- ur þrenrar sandrekum á hann, fyrr en frá borði fór. Og er so til enda þessi historía um Kaspar Norðmann. Eg lá í þessum sjúkdómí en þorði ei eta, utan hvað doktorinn anordnerede, sem var bouillon-súpa og ekkert annað. Þessu bouillon- súpa er soleiðis, að það er tekið lærket og kokkað í vatni so vel, að allur krafturinn fer í vatnið. Þetta bara vatn var mér gefið, tvær spil- kommur (bollar), ein um tnorgim- inn og önnur um kvöldið, og þetta varaði vel í fimm eður sex daga. Þá fékk eg brauð, en ei smjör. Þrem dögum þar eftir fékk eg bæði smjör og brauð sem vildi. Allir, sem dóu, átu það, sem þeim var fyrir-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.