Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1945, Síða 5
IÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS
PYTTURINN BOTNI A
- SM /i ...11«.
m KS3
ÞESSI SAGA er um Fenjamýr-
ina, pyttinn botnlansa ofj drenginn.
„Drengur“, sagði mjaltakonan
og rjetti sig upp með mjólkurskjól-
una, „leystu kvíjabandið, jeg er
búin“.
Ilann hlýddi begjandi, og meðan
ærnar runnu út um dyrnar, stóð
hann hljóður við grindarhornið og
beið, uns kvíarnar voru tómar, þá
rölti hann á stað, í slóð ánna. Ilans,
atvinna var að sitja hjá. Hann
var tíu ára að aldri.
„La-la-la“. Uaun labbar raulandi
á eftir ánum og danglar bandspott-
anum sínum annars hugar í þúfna-
kollana, sem hann fer framhjá.
jllann er enn staddur á holtunum;
suður af bænum, þar sem finna-
skeggið vex í brúngrænum topp-
um og er höfuðjurt staðarins auk.
grámosans sjálfs. — Áfram. Iljer
dettur engum í hug að riema staðar,
Það sýna hinir mörgu samliggjandi
troðningar. Hver fótur, sem treður
holtið, er fótur á ferð, — á leið
til betra lands.
★
FENJAMÝRIN, — hver þekkir
hana til jafns við hann? — Enginn
— enginn. Því þó þú hafir kannske
einhvern tíma lagt uni hana leið
þína, þá minnist þú nú einskis,
annars en hins ryðrauða leirs henn-
ar. gljúpa mosa og fegurðarskorts.
Alls þesa minnist og drengurinn
með þjer, en svo ótal margs að
auki. Sumar eftir sumar var Fenja-
mýrin allur hans heimur, og í sann-
leika sagt: stærri heim átti hvorki
jeg nje þú, þó við byggjum í borg,
'— kannske ekki sjálfur Einstein,
í Bandaríkjunum. Svo mikil er
Fenjamýrin þeim, sem hana þekkja.
NÚ ER IIANN kominn alla leið.
Hann stendur undir hárri brún
holtsins og beinir sjónum sínum
út yfir rnýrina. Víðáttu mikil er
hún ekki. Hún liggur mitt í þröng
holtanna, girt holtum á alla vegu.
Engan bæ er að sjá, ekkert mann-
virki er nokkurs staðar að sjá, —
aðeins ávalar brúnir holtanna alt
í kring.
Drengurinn stendur kyrr langa
stund og lofar ánum að dreifa sjer.
Nú fyrst hefst hinn dýri dagur.
i— Það er flesja vaxin hávöxnum
hrossapunti skammt í frá. Hún ber
annan lit en umhverfið, eins og
blátt og grænt og svart sje kembt
Saman. Þar sat hann í gær lengstum
og brá skyrsíjur sínar. Ilann brá
þar þrjátíu og tvær skyrsíjur og
eyddi í þær um það bil fimmtán
íhundruð stráum. I fyrradag hafði
hann hins vegar haldið sig við
flóðin og búið til starkónga ein-
göngu. — En hvað hyggst hann þá
fyrir í dag? Byggja fuglunum hreið
ur? — Tína Bol>ba í torfdælum
föður síns? — Fylgjast með hallar-
byggingu köngurlóarinnar á balan-
nm við flóðið? Nei. Góð er að vísu
hver hugmyndin, en best er hin
ónefnda þó.
Hann leggur af stað austuv mýr-
ina, hægt, varíærnislega, með lút-
andi höfði. Það er ekki sama hvar
stigið er niður, — ekki þegar fætur
manns eru berir og niaður hefur
Fenjamýrina undir þeim. Mörg er
sú þúfan, sem leynir sárum broddi,
— fjalldrapanum hjer, hrossapunt-
inum þar, að ógleymdri hinni bleik-
i'ættu göngurló, sem er stærri eu
jötunux og grimmari en ljón. —■
Öruggastar eru gulstararkeldarn-
ar, grunnar og mjúkar í senn, og
svo blessunarlega volgar i s^skin-
inu. — Hann nálgast mið^enp 't't-
arinnar, veður enn ei+t “ a’-
flóð og krækir fyrir s
rotu. Alt í einu er hann við markið,
hann er staddur á barmi pyttsins
botnlausa.
Pytturinn botnlausi. — Ótal sinn
um hefur drengurinn staðið hjer
fyrr, kallaður hingað af dámagni
hans, með aðra þelft hjartans í
greip geigsins, hina á valdi lokk-
andi gruns. —- Hvað er þetta, sem
við honum blasir? — Það er auga.
Eitt bládimmt auga með broddgula
hvarma úr mosa starir upp til hans
og reynir að dáleiða hann. Og ef
því nú tækist það einhvern daginn,
— þá hvað? — Þá----------Þá kæmi
enginn drengur með ærnar sunnan.
holtin í kvöld, og þarna niðri í
dimmunni, — þarna lengst niðri í
innýflum Fenjamýrarinnar lægi lít-
ill líkami og hreyfðist ekki framar.
I— Er það kannske þetta, sem pytt-
urinn botnlausi vill honum?
Þögn.
Og geigurinn herðir tak sitt og
vill hrinda honum frá, grunurinn
ljúfi heldur á móti. — Eitthvað
þýtur við eyra drengsins, — eitt-
livað þýtur í stargresinu á bak við
hann. Það er golan. Sunnangola
fer yfir mýrina og brýtur hið
skyggða sjáaldur hennar í þúsund
mola. En það varir ekki lengi, lógn-
ið kemur að liðnu andartaki og
læknar það aftur.
„Nú er það tært“, hugsar dreng-
urinn og færir sig ögn nær, sjald-