Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1945, Blaðsíða 2
434 LESBÖK MORGUNBLAÐSLNS - ATOMORKUÖLDIN - Bretar ganga í liS með Babdarík j amönnum. BANDARÍKIN hót'u þátttöku sína í kapphlaupinu um að leysa atómorkuna haustið 1939, þegar Uranklin Roosevelt skipaði ,,ráð- gjafarnefnd um. uranium“, Þetta var ekki stórt fyrirtæki fyrr en nasistaflugdrekarnir fóru að flykk.j ast inn yfir Frakkland. Þá þurfti að hafa hraðan á. Þann 11. októher R941 skrifaði Roosevelt Winston Churchill brjef, þar sem hann bauð breskum atómsjerfræðingum þátt- töku í rannfióknum þeim, er fram voru að fara í Bandaríkjunum. — Churehill gekk að þessu tilboði. — Bandaríkin og Bretar voru orðnir jafn rjettháir aðilar að fvrirtækinu. Vísindamennirnir unnu baki brotnu allt hið atburðaríka vor 1942. t fjölmörgum efnarannsókn- arstofum, sem vörður var hafður um, suðuðu og glóðu hin einkenni- legu verkfæri þeirra. t júní voru þeir komnir vel á veg. Þegar áætl- anirnar vbru tilbúnar voru þær fengnar í hendur hermálaráðuneyt- inu. ,,Verkfræðitilraunasvæðið J Man- hattan“ var dulnafnið, sem rann- sóknarstöðvunum var valið. í kring- um það úði allt og grúði af lög- reglumönnum. Sendisveinar fyrir- tækisins voru hátt settir foringjar úr hernum, sem hlupu um með skjalatöskur í bandi, sem fest var um úlnlið þeirra. Fyrirtækið naut allra forrjettinda, sem hugsast gátu bæði hvað snerti starfslið og efni til framkvæmda. Eðlisfræðingar, efnafræðingar og stærðfr'æðingar bókstaflega hurfu frá þeim stofn- unum sem þeir höfðu áður starfað við; Manhattan svæðið var búið að gleypa þá. Síðari grein Keðjuverkanirnar. FÝRIR stríð höfðu meiui komist að raun um, að „hægfara‘í neutron- ur gátu klofið atómið í afbrigði einu af af uranium, U—235. og við það myndaðist feikileg örka. Auk orkunnar, sem myndaðist, urðn við klofninguna til aðrar neutronur. Ef nógu margar neutroniir voru látnar kljúfa kjarnann hjeldu þessar verk- anir áfram sjálfkrafa og ukust. Verkanirnar dreifðust út um allt efnið með leifturhraða. Þessar keðju verkanir, sem mennirnir á Manhatt- an þurftu nú, að framleiða voru enganveginn auðvelt úrlausnarefni, fyrst og fremst. vegna þess, að að- eins einn hluti á móti 140 af venju- legum uranium er U—235. Mest af hinu er annað afbrigði U—23S, en það klofnar ekki eins og 1'—235 lieldur eyðir það hinum nýju neu- tronum. Nú var það augljóst. að það, seni gera þurfti var að að- greina U—235 og losa það úr öllu sambandi við U-238. Þetta virtist ekki þurfa að vera svo erfitt, fljótt á litið En það fór hrollur um eðlis- fræðingana, þegar þeir voru búnir að gera útreikninga sína. Þeir kom- ust að raun um, að engin keðjuverk un gat átt sjer stað í litlu magni af U—235, en væri magnið nægilega mikið mundi áreiðanlega verða sprenging. Svo kom sú hætta til sögunnar, að þegar hægt væri að fá nógu mik- ið magn, mundi verða erfitt að koma í veg fyrir að allt spryngi í loft upp, hvenær, sem einhver neu- trona kæmist að efni þessu. Og þeir reiknuðu út, að sprengingin yrði miklu meiri en allt, sem áður hefði sjest á jarðríki af því tagi. Tvö ný efni. EINN möguleiki var enn. Þegar „skotið“ er á uranium með „hæg- fara“ neutronum gerist meira held- Ur en aðeins það, að U-235 agnirnar klofna. Nokkuð af þeiin neutronum, sem myndast, renna saman við U— 238. Við þetta myndast nýtt, næmt efni, neptunium, sem brátt breytist aftur í plutonium (heitið eftir pá- netunni Pluto, sem er utar í sól- kerfinu en Uranus og Neptunus. —. Pluto var einnig guð undirheim- anna). Plutonium er tiltölulega ónæmt efni. Þetta efni er hægt að kljúfa eins og U—235 og það er hægt að mynda í því sprengingar með gífur- lega miklum keðjuverkunum. Það er ekki afbrigði af uranium heldur gjörsamlega frábrugðið efni. Þess- vegna er hægt að skilja það frá uranium á tiltölulega auðveldan hátt. þar sem U—235 aftur á móti loðir við U-238 af mikilli þrákelni. Grafítstillirinn. EFNABREÝTING sú, sem fram- leiðir plutoniurn á s.jer ekki sfað í náttúrunni sem keðjuverkun. Marg- ar neutronur úr hinu klofna U—235 sentust beint út úr efninu. Aðrar eyddust í óhreinum efnum. Aðeins mjög fáar breyttu U—235 í plntoni- um. Vísindamennirnir tóku nú til-ó- spilltra málanna að ráða bót á þessu Eitt ráðið var það, að auka magn hins aktíva efnis til þess að koma 1 veg fyrir að neutronurnar eyddust svona fljótt. Annað ráð, að nema burtu hin óhreinu efni. Og enn ann- að. að hæg.ja á hreyfingu neutron- • anna til þess að halda þeim í nám- unda við uraniumefnið þangað til þær evddust. Þetta síðasta mátti takast að gera með því að leggja. smá uranium-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.