Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Blaðsíða 1
41. tölublað. Sunnudagur 21. október 1945. XX árgangur. I • 0ld»rprM>tMli4ift M> IJR SUMARFERÐALAGI: ; í FJÓRÐA GREIN. FYRIR KLOFNING Eftir Árna Óla 4 Innsiglingarmerkið í túninu á Ytrafelli. LENORA vestur með fellinu er Ttra-Fell. Stendur bærinn hátt og gnæfandi hamrar yfir. Þar er í túni stórt siglingamerki ólíkt öll- um öðrum sem jeg hefi sjeð. Er það turngrind úr járni og á hana festir rimlar, sem mynda stóran flöt. Þessi flötur er nú málaður þannig að fram kemur stórt rautt krossmark á hvítum grunni. — .Teg spurði bóndann til hvers þetta væri sett þarna og benti hann mjer þá á vörðu úti í Tungueyjum. sem eru þar framundan. ..Varðan á að bera í þetta merki þegar siglt er inn Röstina", Röstin er sund inn á milli eyjanna og í henni eru sýslu- mörkin. Eyjarnar fyrir sunnan telj- ast til Snæfellsnes. Þar eru Ojarð- eyjar og heitir ein þeirra Stafey. Nokkru utan við hana er Sköfnungs sker, en hjet áður Sköfnungsey. Fengu þær nöfn þegar Þorkell Ey- ólfsson, seinasti maður Guðrimar Ósvífursdóttur og langafi Ara fróða druknaði. P>át hans hvolfdi h.já Bjarnarey, og hyggja menn að það sje sama eyjan og nú er kölluð Lambey. Út af henni er boði, sem nefndur er Þorkelsboði. Fyrir utan Fell gengur maður enn itm stund undir háum hörnr- um, en þegar dregur út að múlan- uin fer að koma skógarkjarr, sem verður þjettara og meira eftir því sem lengra dregur. Er þarna á sunt- um stöðum fallegur skógur og náði hann áður saman við Bakskóga. Þessi skógttr er nti afgirtur og frið- aðttr að miklu leyti. Þegar sle])t et þeirn skemdunt, sent áður er getið að skógarmaðkurinn hefir gert þarna. mttn skógununt á Fellsströnct ekki hafa farið neitt aftur sein ustu 100 árin. Síra Friðrik Eggerz segir 184(1 að þá s.je aðeins litlat skógarleifar við Kjallaksstaðaá og í Vtrafellslandi, einnig hjá Skoru- vík og Staðarfelli. Fyrir utan Fellsmúlann fellur Kjallaksstaðaá til s.jávar. Þar sent vegurinn liggur að henni stendur snoturt sumarhús í rnjög fögru um- hverfi. Þetta er veiðimannaskáli sem þrír Revkvíkingat' eiga. Ilafa þeir leigt. stangaveiði í ánni um nokkur ár. Er alllangt, síðan að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.