Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Qupperneq 8
504 LESBÓfi MORGUNBLAÐSINS Skátaskálinn við Úlfljótsvatn íiús og sauieiginlegur matsalur fyr- ir alla. rLlla eldamennsku og fram- réiðslu önnuðust skátarnir sjálfir af mikilli prýði. Þarna hjá voru einnig svcfntjöld stúlknaiina. L)r. llelgi Tómasson, skátahöfðingi Islands, setti skólann og lýsti ætl- unarverki hans og þakkaði einnig öllum, sem á einn cða annan hátt liöfðu stuðlað að því að koma skól- anum á fót. Hann þakaði sjerstak- lega þeim, sem lagt höfðu mikil verk í að undirbúa skólann og ósk- aði nemendum til hamingju með komandi daga. Þá tók skólastjórinn Páll Gíslason, til máls og skýrði nánar tilhögun og skipulag í cin- stökum atriðuni og skipaði nemend- um í flokka og svcitir og skipaði foringja fyrir þeim til næsta dags, en þau enibætti skiptust daglega á nemendur. llið fyrsta kvöld var gengið snemma til náða. því allir vor.u þreyttir eftir l'erðirnar og erviði dagsins, og morguirdagurinn átti að hefjast kl. 7,30. Nýr dagur. Á RJETTRI inínútu kveður lúð- urixin við. Sifjaðir kollar koma í tjaldopið og dagurinn heilsar þeiui með svölum regndropum. Vekjar- inn okkar hjet Auður Stefánsdótt- ir — og kennurunum gerði hún oft þann sjerstaka heiður að koma með sjóhattinn og lúðurinn inn í stofuna og láta þá heyra hvert afl lúðurinn átti til. -— Að öðru leyti hófst dagurinn á þvotti og ræstingu tjaldanna, þá morgunleikfimi og síðan tjaldskoðun, sem var í því fólgin að foringjarnir skoðuðu alla umgengni og þrifnað í tjöldunum og hvernig einkennisbúningur skát- anna var. Að þessu loknu var lið- inu fylkt og gengið að fánastöng- inni, og fáninn dreginn að hún með venjulegri viðhöfn skáta, að því viðbrettu að einhver kennarinn las upp eina aL' greinum skátalaganna og var sn grein einknnnarorð dags- ins. Fánaathöíninni stjórnaði sveit- arforingi dagsins, undir eftirliti kennaranna. Oll þessi morgunstörf iöru eins fram hjá stúlkununi og drengjununi. en hvort um sig hafði sína fánastöng og sjer tjaldbúð, eins og áður er getið. Klukkan 9 var svo morgunverður snæddur og 9,30 hófst kensla í báðum deildum skólans, nema fyrri sunnudaginn, ]>á var gengið til kirkjunnar, sem stendur á hól við vatnið og guæi'ir yfir bæjarhúsin. Þar sungu skát- arnir sálma og lesinn var kafli úr fjallræðunni, því prest höfðum við engan við hendina. Þá endurnýjuðu allir skátaheitið og sungu sálm að því loknu. Þetta var hátíðlcg stund, einföld og látlaus og vel til þess J'alliu að endurnýja heit sín til há- leitra starfa. Kennslan. KENNSLAN fór að mestu fram.í fyrirlestrum, en auk þess voru verk- legar æfingar bæði úti og inni. Ungir skátar hylla fánann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.