Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 505 Á fremri myndinni sjást ungir skátar við veiSar í Úlfljótsvatni, en á þeirri til hæg'ri sjest skáti hreinsa graut- arpottinn ettir ljúffengan morgunverð Sveitarforingjunum var kennt allt viðvíkjandi stjórn sveitar og upp- bygging á starfi sveitarinnar, bæði útávið og innávið, en flokksforingj- unum aftur á móti allt viðvíkjandi stjórn og störfum flokksiirs og hvernig kenna á undir hin ýmsu almennu próf skátanna. Sameigin- legir kennsluliðir beggja deilda voru uni grundvallaratriði skáta- hreyfingarinnar, markmið hennar og loiðir, ennig um skátalögin og margt fleira sem of langt yrði upp að telja. Varðeldurinn. UNDIRBÚNINGl'K varðelda var sjerstaklega kendur, og undir- bjuggu nemendur sjálfir várðelda á hverju kvöldi undir handleiðslu kennara, og stjórnuðu þeim til skiftis. Varðeldasiðurinn er sjer- staklega einkennandi fyrir skáta um allan heim, og eru stundirnar við varðeldinn oft skemmtilegasti þátturinn af litilífinu. Þegar við erum sestir kringum eldinn og syngjum og gleðjumst, þá hverfur svo undur fljótt öll armæða og leiðar hugsanir. Glæður eldsins tendra nýja von og nýjan þrótt í hugum okkar, við færumst ósjálf- rátt til baka langt fram í aldir, þar senx áhu'ggjur menningarinnar voru óþekktar, og forfeður okkar sátu við eldinn sælir eftir dagsins erfiði. Við eldinn hittiun við í anda skátabræður okkar uin víða veröld, því við þráum allir og dýrkum allir þennan æfaforna villimanna- sið — að hópast kringum eldin'n. Að lokum tengjum við hönd við hönd og lofum því að gera okkar til þess að bræðralagshugsjón skát- anna megi tengja lönd við lönd. Við gátum að þessu sinni aðeins haft eini/varðeld úti, vegna veðurs, en á hverju kvöldi voru varðeldar inni í kennsluskálanum, en inni eru þeir ekki eins heillandi og í sínu rjetta umhverfi, Kennarafnir. KLNNSLL á því, sem laut að sjermáluni kvenskáta, önnuðust þær Brynja Illíðar, Soffía Stefánsdótt- ir og Auður Stefánsdóttir. Aðrir fastakennarar skólans voru þeir Páll Gíslason, llall grímur Sigurðs- sou, Hjörleifur Sigurðsson og Ilelgi S. Jónssou. Auk þessara föstu kennara koinu austur og fluttu er- indi, skátahöfðinginn dr. llelgi ‘'l'ómasson, Franeh Miehelsen. Páll II. Pálsson, Jón Oddgeir Jónsson, Guðmundur Ófeigsson, Sigurður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.