Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Síða 13
LERBÓK MORGUNBLÁÐSINS
509
Hús Langes-verslunar í Borgurnesi 1894. íbúðarhúsið lengst til vinstri.
]iess með eitthvað í mal sínum.
Enda þótt AÍn væri stundum haft
um hönd þegar góða gesti bar að
garði, kom aldrei fyrir að nein leið-
indi hlytust af slíku, enda hefðu
húsráðendur aldrei látið slíkt við
gangast.
T’au lijónin hnfðu ekki átt börn.
en þau ólu upp tvö fósturbörn,
bróðurbörn húsfreyju. Yoru }>að
þau Kristján Linnet — síðaj' i>æj-
arfóg. > Vestmannaeyjum og Ilans-
ína systir hans, er síðar giftist
Þórði kaupmanni Bjarnasyni frá
Reykhólum. Ennfremur vtir þar
ung frænka frúarinnar langdvöl-
um, fröken Valgerður Steinsen, syst
ir Ilalldórs Steinsens læknis. Mjög
voru þær frænkur þrjár samrýmd-
ar og hjálpuðust að um að allt
stæði með sem mestri prýði á heim-
ilinu. Skólapiltar, frá Latínuskól-
anum, voru þar oft við afgreiðslu-
og skrifstofustörf á sumrin, og
ekki dróg það úr gleðinni. Börnum
var og komið þangað til sumar-
dvalar, því hvergi var þeim betra
eða hollara að vera en hjá Biering
í Borgarnesi. Var Hendrik )>róður-
sonur lians þar á hverju sumri í
mörg ár og sá er þessar líntir skrif-
ar átti líka því láni að fagna í 4
sumur. Var það frjálst æslvulíf og
holt, að hlaupa um nesið innan um
kletta og baldursbrár, vaða út um
leirurnar og leika sjer á bát við
sandkolaveiðar. Var oft ..slark-
samt“ í þeiin sjóferðum okkar
drengjanna og vorum við oft blaut-
ir í fætur — eða vel það — þegar
heim kom. Reyndum við ]>á að
verða ekki á vegi fyrir fröken Val-
gerði, er, þannig var ástatt fvrir
okkur, en settum allt traust okkar
á frú Biering. Einu sinni fór Hend-
rik á bólandi kaf 1 s.jóinn, en reif
sig upp aftur — og hljóp skælandi
heim. Var þá svo heppinn að frúin
sá hann fyrst. Vjek húu sjer að
honum og sagði: „Steinhættu að
grenja strákur! -— og þakkaðu
Guði fyrir að þú lifir.“ Þótti okk-
ur það vel sloppið.
Biering hafði mikið yndi af hest-
um og átti jafnan góða reiðhesta.
Sem góður hestamaður gekk hann
ríkt eftir að hirðing reiðhestannfi
sjálfur að vetri til, þegar næði
samt Arar. Varla leið sá sunnudag-
ur að sumri, að þau hjónin
færu ekki í útreiðatúra og slóg-
ust þá oft fleiri hestamenn í för-
ina. Bæði voru þau hjón í meðal-
lagi há að vexti, en óvenju feitlag-
in. Undruðust menn oft hve l.jett
Biering var um að taka konu sína
upp og lyfta henni l.jettilega í söð-
ulinn. Var svo oft farið upp í
Brekkuskóg eða lengra. Uppáhalds
reiðhestur Bierings h.jet Litli Rauð-
ur og var hann harðvítugvxr. Reið-
hestur frúarinnar var hvítur og
hjet Finni. Svo var Stóri-Rauður,
góður gripur líka.
Þegar vetur lagði að með frost
og stillur og hlje var á verslunar-
önnum, var stundum farið í lengri
ferðalög til góðvina í hinu víðlenda
hjeraði. Er mjer í barnsminni, e'r
jeg sá þessi merkishjón í fyrstasinn
á heimili foreldra minna í Stranm-
firði, í byr.jun vetrar, aldamótaár-
ið. Annars lágu leiðir þeirra oftar
um nærsveitir, T. d. heimsóttu þau