Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Page 14
510 '• ’ ~.*S '• - í * LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
á hverjum vetri sjcra Jóhann Þor-
steinsson í Stafholti og Sigurð
syslumann Þórðarson í Arnarholti.
Var þá spilað frameftir, L’hombre
eða Whist, sem voru spil heldra
mannanna þá og þóttu góð áður en
Bridge kom til sögunnar.
Einkum var gestkvæmt á heimili
Bierings þegar flóabáturinn
„Reykjavíkin“, var á ferðinni, og
vom þá oft margir næturgestir. Á
hverju sumri, meðan jeg var þar,
kom sami gesturinn, þegar kom
í'ram í miðjan ágúst. Það var
í'rænka húsmóðurinnar, frú Rann-
veig Thordal, er síðar varð seinni
kona Þorsteins Egilson kaupm. í
llafnarfirði. Mjer varð alltaf jafn-
starsýnt á hana, ekki þó vegna þess
live bústin hún var, heldur af því
að hún kom alltaf með eina, og
stundum tvær körfur með afskorn-
um sumarblómum með sjer til
frænku sinnar. Þar sá jeg í fyrsta
sinn Levköj, Chrysantemum og
Morgunfrú og ýmsar aðrar tegund-
ir blóma. Hafði jeg ekki haft hug-
mynd um að slík blómadýrð væri
til í veröldinni.
Svo hjálpuðust frúrnar við að
koina blómunum fyrir í stofunum
ög sátu svo í hægindastólunum á
eftir ög röbbuðu saman á dönsku,
en ekki skildi jeg þá orð af þeim
viðræðum. Jeg hefi oft síðan hugs-
að til ]>essarar frúar, sem kom með
blómaskrautið og ilminn sunnan úr
Reykjavík. Ilún var vel að sjer í
garðyrkju, en þá var þekking í
þeinú grein af skornum skammti
hjer. Ef hún mætti nú líta upp úr
gröf sinni og sjá hve miklurn fram-
íörum garðyrkja hefir tekið, síð-
an hún’kvaddi þennan heim, myndi
hún verða glöð og undrandi.
Þessir sumarmánuðir á heimili
Bierings voru indælir og í hinu litla
kauptúni var yfirleitt gott á milli
manna, og á jeg eingöngu hugþekk-
ar minningar þaðan. Uppeldissonur
Bierings, Kristján Linnet var þá
jafan heima á sumrin, við verslun-
arstörf hjá fóstra sínum. ITann
hafði ríka kímni í lund og hænd-
umst við drengirnir mjög að hon-
um og fylgdum honum fast eftir
„til lands og sjóðs“. Var þar jafn-
an prammi til taks ef okkur lang-
aði á kolaveiðar, eða út í eyjar.
Mjer þótti Grjótey jafnan æfintýra-
heimur útaf fyrir sig. Hún er jök-
ulsorfin, nakin grágrýtisklöpp,
með land í miðju, með birkikjarri.
Laufskrúð og angan birkis- og
blóma er þar vor og sumar, og fá-
einar æðarkollur kunnu að meta
þennan indæla stað. I stóru Brák-
arey var þá líka gaman að koma,
hún var þá ósnortin af manna hönd-
um, þurrlend' og hrjóstrug að vísu,
en með baldursbrá og villiertur í
lautum. Milli eyjarinnar og lands
er Brákarsund — og þar hjá Brák-
arpollur, þar sem fóstra Egils hljóp
á kaf undan Skallagrími, sem
keyrði bjarg mikið milli herða
hennar í æði sínu. — Nú er Brák-
arey landfest og orðin þjóðvegur.
Nauðsyn og samgöngur verða að
ganga fyrir öllu. En var líka nauð-
synlegt að byggja þarna sláturhús
og bílaviðgerðaskúra 1 Ekki fæ jeg
skilið það, lít á það sem smekkleysi
og hugsunarleysi. Enn má þó sjá
villiertur blómgast í Brákarey.
Verslun Johans Lange stóð með
allmiklum blóma í Borgarnesi.
Kauptúnið var í vexti og Bryde
háfði þar líka útibú. Var þá oft
fjölmennt í nesinu í aðalkauptíð-
inni og þótti mjer oft gaman að
horfa á þegar menn voru að leggja
inn vörur sínar og taka aðrar út í
búðum og búlkhúsum, og búa upp
á hestana eða þá að hlaða bátana,
því stundum komu menn sjóveg
vestan af Mýrunum. Innan og utan
búðar voru menn að störfum, en
uppi á loftinu sátu skrifararnir við
púltin sín, í herbergi, sem aldrei
var nefnt annað en „kontorinn".
Margt var þá meira upp á dönsk-
una en nú er. Og yfir öllu við
Langesverslun vakti auga „faktors-
ins“, Ilendrik Bierings, sem gaf
jafan glöggar og ákveðnar fyrir-
skipanir og ætlaðist til að þeirn
væri hlýtt fljótt og rjett. Hann var
ekki fyrir málalengingar gefinn frá
undirmönnum sínum, eins og flestir
þeir, sem lært hafa að stjórna skipi
á hafi. En virðingu allra manna
naut faktorinn, enda bar hann í
brjósti góðvilja til lands og þjóðar
og vildi úr hvers manns vandræð-
um leysa. Sama var um hina á-
gætu húsfreyju að segja, hún átti
ekki annað en gott og göfugt til.
Frá því hefir Jón Björnsson frá
Bæ, sagt mjer að hann hafi þá ckki
annarsstaðar sjeð meiri göfgi yfir
öllum heimilisháttum en á heimili
Bierings. lljónabandið var svo gott
að þar bar engan skugga á, svo sam
hent voru þau hjónin um hvers-
konar höfðingsskap og góð-
mennsku. ,.Mjer fannst alltaf vera
veisla hjer og það var á við ágæta
skólavist að fá að vera hjer á þcssu
góða heimili“, sagði Jón Björnsson
kaupm. við mig í sumar, ev við
sátum í þessum sömu stofum og
ræddum um „gamla daga“. Ilann
kom þangað fyrst árið 1895 og var
nákunnugur Bieringsheimilinu síð-
an, keypti verslun Langes eftir
daga Bierings og hefir búið í fakt-
orshúsinu síðan og býr þar enn.
Þannig liðu árin fyrir þeim Bier-
ingshjónum í Borgarnesi, við vin-
sældir og virðingu allra er kynnt-
ust þeim. En breytingar verða oft
skyndilega í þessum heimi. Það
mun hafa verið sumarið 1905 að
Hendrik Biering f.jell frá, skyndi-
lega, er hann var i Reykjavíkur-
ferð. Ilörmuðu hann allir er höfðu
haft kynni af honum og heimili
hans. Hann er grafinn í gamla
kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Frú Elisabeth Biering var tæpum
12 árum yngri en maður hennar,
Framh. á bls. 512.