Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Page 6
51S LESBÖK MORGUNBLAÐSINS En letrið ú þesSum steini hefir ekki látið á sjá, og eru stafirnir allir glðggir og skírir og er þó áletrun- in talsvert langt mál. ★ Skarð hefir verið höfuðból frá upphafi Islandsbygðar og er enn í dag. Þar búa nú Kristinn Indriða- son (bróðir Indriða miðils) og El- inborg Bogadóttir Magnússen. Ætt hennar iná rek.ja til Ilúnboga Þorgilssonar, sem bjó á Skarði um 1100. Þau hjón eiga þrjár uppkomn ar dætur og nú allar heima. Tvær þeirra eru giftar. Þarna eru og foreldrar Kristins í hárri elli. Eru því 1 heimilinu fern hjón af sömu fjölskyldu. og er það víst fátítt. Maður þarf í rauninni ekki ann- að en koma sem snöggvast heim að Skarði til þess að finna að yfir öllu hvílir þar andi aldagamallar inenningar kynborinnar ættkvíslar. Það er ekki gott að segja hvernig í þessu liggur. En menn mundu finna þetta ósjálfrátt þótt þeir vissu ekkert um sögu staðarins og þeirra, sem þar hafa átt heima. Þetta liggur blátt áfram í loftinu, bæði úti og inni. Við vorum einn dag um kyrt á Skarði og við urðum þessa vör á margan hátt. Og eigi kom það síst fram í viðmóti fólksins og því að- alsmerki gestrisninnar, sein lætur gest og ganganda eigi aðeins finna það, að hann sje boðinn og vel- kominn, heldur lætur alls staðar skína í gegn, að það sje hann. far- andmaðurinn, sem syni heimilinu sjerstakan heiður með því að setj- ast þar upp. Og þar svífur enn vf- ir andi þess skörungsskapar, sem kom fram hjá Geirmundi heljar- skinn þegar hann gaf þræli sínum, frelsi og bú fyrir það. að þrællinn tók að honum forspurðum margt fólk á hans kost vetrarlangt ,.og bað það engu launa“. Hjer sjáið þið mynd af hinni frægu leikkonu Evelyn Keyes. Einhver gæti ef til vill haldið, að hún væri komin í samkvæmiskjól og ætlaði út með aðdáanda sínum, en svo er ekki. Hún er bara í náttkjól og ætlar beint í háttinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.