Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Blaðsíða 7
LÉSBÖK MORGUNBLAÐSINS 519 SAGNAÞ/ETTIR UM ÞÖRÐ BÓNDA í NEÐRA-SUMARLIÐABÆ Eftir Kristínu Ólafsdóttur (yngri) frá Efra-Sumariiðabæ ÞAÐ er nú orðinn mikill siður á landi hjer, að geta opinberlega iátinna manna, og skrifa um þá eftirmæli. Það er vel, að sá háttur hefir verið tekinn iipp, því að í ævi ágripum manna, er oft mikill fróð- léikur, ef með sannindum er sagt frá, og svo er ættfræðin, og er hvorttveggja mikill fengur þeim, sem gaman hafa af þesskonar fróð- leik. Aidrei hefir, svo að jeg viti, neitt verið skrifað um Þórð Þórð- arson bónda í Neðra-Sumarliðabæ. lTanti fluttist að Sutnarliðabæ 1864, og bjó þar til æviloka, eða nær fjóratigi ára. Tljer verður heldur ekki ritað neitt að ráði um þennan merka mann. ITann var á sinni tíð að mörgu leyti sjerkenni- legur maður, og hafa sagnir um hann ekki gleymst, heldur verið sagðar og skráðar af þeim mönn- um, sem ýmist heyrðu um hann eða sáu hann á efri árum hans. Þórður Þórðarson var fæddur í Birtingaholti í Árnessýslu 24. dag maí mánaðar 1834. Faðir hans var Þórður Einarsson, Ilalldórssonar hónda á Vatnsleysu í Biskupstung- um. Móðir Þórðar var Tngibjörg Magnúsdóttir í Birtingaholti, og voru þær Guðrún Guðmundsdóttir kona ITelga bónda í Birtingaholti og Ingibjörg bræðradætur. Þórður var því þreminningur við þau nafnkunnu Birt'ingahoftssystkini. Kona Þórðar var Borghildur Brvnj- úlfsdóttir, Sveinssonar sýslumanns (dó ókvæntur) Benediktss., prests í Hraungerði, Halldórssonar á Mel- um í Trekyllisvík. Móðir Borghild- ar var Kristín Gunnarsdóttir Ein- arssonar frá ITvammi í Landsveit. Þriggja ára fluttist Þórður með for- eldrum sínum frá Birtingaholti að Efra-Sýrlæk í Flóa. Systkini átti Þórður fjögur: Snorra, sem bjó í Sölkutóft á Eyrarbakka og systur þrjár: Steinunni, Ingibjörgu og Sigríði, sem ailar dóu ungar. Þórður ólst upp með foreldrum sínum fram yfir fermingaraldur, en var eftir það í vinnumennsku í ýmsurn stöðum og rjeri á vertíðum lengst af á Suðurnesjum. hjá Vil- hjálmi í Kirkjuvogi, en hann var orðlagður sjógarpur á sínum tíma, hafði jafnan einvala lið. 1864 fluttist Þórður að Neðra- Sumarliðabæ í Rangárvallasýslu og kvæntist Borghildi. Tóku þau þávið búsforráðum þar. Gerðist Borghild- ixr bráðlega Ijósmóðir í Iíoltahreppi hinum forna, og þótti hún alla tíð hin ágætasta ljósmóðir. Sagnir þapr, sem myndast höfðu um Þórð á yngri árum hans, stafa flestar frá þeim tímum, er hann var við sjóróðra eða „ferjumaður" við stórárnar á Suðurlandsundir- lendi, vestan Seljalandsmúla. Þá var hann venjulega kallaður ferju- Þórður eða stóri Þórður, og víst var það álit manna austur þar, að allra manna væri hann stærstur og sterkastur, þeirra 6r þar voru nær- lendis. Jeg var samtíða Þórði á upp vaxtarárum mínum, þar eð foreldr- ar mínir ólafur Þórðarson og Guð- laug Þórðardóttir bjuggu að Efra- Sumarliðabæ; er mjer hann því minnisstæðari, sem hann var okk- ur systkinum svo frábærilega góð- ur. Þórður Þórðarson var maður stór vexti, 3 ál. og 4 þuml. á hæð, þreklega vaxinn, skreflangur, þykkur undir hönd, brjóstbreiður, lotinn nokkuð 1 herðum, óvenju- lega handleggjalangur, beinasver og vöðva mikill að samaskapi, og aldrei hefi jeg sjeð eins stórar og þykkar hendur eins og hann hafði. Hökkur var Þórður á hár og skegg, ennið lágt en breitt, augabrýrnar stórar og loðnar og gat hann lvft þeim eins og sagt er um Egil. Aug- un voru blá og hýrleg, með glettn- isbrosi, sem oft ljek um andlitið, og gerði það svo aðlaðandi, þótt ekki mætti það frítt kalla. Ræðinn var Þórður og viðmóts- þýður, skynsamur og greinagóður, minnugur og sagði vel frá, hafði þá jafnan spaugsyrði á vörum, kunni og mikið af gömlum ljóðum og sögur, skrítlum og æfintýrum. ITann las mikið Islendingasögur, einkum Njálu og Grettlu, það voru uppáhalds bækur hans. Úr þeim kunni hann langa kafla utanbókar. Hann hafði þá og j'afan gaman af að tala um hina fornu kappa. Rímnafróður var Þórðúr, hafði gaman af rímum. Hjelt hann því óspart fram að rímurnar ekki síður en sagnalesturinn, hefði veitt al- þýðumanna ánægju, gert líf henn- ar innihaldsríkara og gleði auðg- ara; enda má fullyrða það, að rím-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.