Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
521
að guttla undir þeim, drengur
minn“, — en það var orðtak hans.
„En getur þú haldið í 12 hesta?“
„Jeg get það, ef vel er róið“. —
Var svo lagt frá landi. Jeg hjelt í
hestana, en Þórður reri. Aldrei mun
jeg gleyma þeim átökum Þórðar,
með árinni, mjer fannst skipið bók-
staflega gnötra við hvert árartog,
viss þóttist jeg um það, að 4 full-
hraustir ræðarar hefðu' ekki betur
gjört. Tmgði jeg svo á hestana með
homun, að því búnu bauð Þórður
mjer að borða, því, drengur minn,
jcg þekki sultinn við ferjuna.
h'ljótir vorum.við að bera upp úr
skipinu. ÞórðUr tók alla .jafna sinn
hálftunnusekkinn í hvora hönd og
fór með sem ekkert væri, þar sem
aðrir höfðu nóg með einn.
Oft kom það fyrir að menn mistu
hálftunnupoka í ána, ef rok
var og slæmt að standa að upp-
skipun. En værí Þórður nærstadd-
ur, kom það ekki að sök, því hann
greip pokann, henti honum svo sem
4 faðma á land úpp, enda þótt
hann sjálfur stæði þá í sandbleytu
og vatni upp í mitti.
EINIIVERJU SINNI vorum við
Þorkell, síðar bóndi á Óseyrarnesi,
við ferjuna, en kvöld var komið
og norðan stórviðri. Sjáum við þá
að tveir lestamenn koma að ánni,
og er þar þá kominn „ferju-Þórð-
ur“ og Bjarni frá JUið í Þykkva,-
bæ. Ekki þótti okkur fjelögum á-
rennilegt að leggja út á ána, eius
og luin leit út þá, en lxinsvegar
ilt að láta mcnnina liggja úti á
Tangánum yfir nóttina, í því for-
aðsveðri sem á var. Fórum við því
á stóra skipinu, en drógum þó
varla, og gekk afai* illa. Þeir
Þórður og Bjarni óðu svo langt út
í ána. á móti okkur. sem þeir sáu
sjer fært að koniast. t>að jeg svo
Þórð að láta ekki meira í skipið
en svo að fjórir menn gætu róið
því. „Og ætli við Bjarni minn reyn
um ekki að gutla því tveir einir
þennan si>öl“. Var svo lagt á stað
með 7 hesta á efþir. Engum, sem við
var staddur, datt í hug að þeir
drægju undan í því veðri,
sem þá var komið, en það fór á
annan veg, ofrið var undir liest-
uniun. Þórður sat á bakborða, þar
var róðurinn þyngri. Sótti hann.
róðurinn svo knálega að Bjarni
varð að biðja hann að hægja á sjer,
því að afróið væri. Er austuryfir
kom, var kominn moldbylur og
hörkufrost. Ilestarnir látnir i hús,
og hlynnt að ferðamönnum. —
I'að var almennt álitið að engir
aðrir austur þar hefðn drcgið yfir
Ölvesá í það sinn, en Þórður
í Sumarliðabæ og Bjarni frá Búð,
á svo stóru og gangtregu skipi. En
Þórður og Bjarni höfðu tekið á
árinni fyr. Þeir voru frammímenn
hjá Vilhjálmi í Kirkjuvogi, og liiá
af því sjá. að vel var barkinn sk.ip-
aður þar, enda var skipshöfn Vil-
h.jálms í Kirkjuvogi orðlögð fvrir
þrek og harðfengi, á sinni tíð.
EITT SINN á „leslunum" v.ar
Þórður var staddur í Lefolís-biið á
Eyrarbakka, ásamt mörgum öðrum
og beið eftir afgreiðslu; þá voru
menn afgreiddir í þeirri röð, sem
þeir lögðu inn. Þórður frá Sumar-
liðabæ þykist vita að nú sje komið
að sjer. Spvr því búðarmanninn
hvort hann sje nú ekki sá næsti,
sem á að afgreiða. Búðarmaður
segir J>að. vera, en að hann hafi nú
svo lítið, að hann geti beðið.
Þórður vindu-r sjer þá inn fyrir
))i\ðarborðið, tekur með hægri hendi
í öxlina á búðarmanninum og sleng
ir honum á gólfið, sleppir ckki tak-
inu, kippir honum upp og s.lengir
endilöngum á búðarborðið og segir:
„Konulu nú með bókina mína, dreng
ur minn“. Þá gekk fram T.horgrím-
sen, verslunarstjóri. og segir: „ll.jer
er bókin l)ín Þórður minn., jeg skal
afgreiða þig“.
Thorgrímsen brosti að þessu, og
aðrir viðstaddir, en Þórði stökk
ekki bros, aðeins kímdi er hann
gekk út úr búðinni litlu síðar. En
er Þórður síðar um, daginn kemur
í búðina til að kveðja verslunár-
stjórann, þiður Thorgrímsen Þórð
að rjetta sjer kútinn þann arna, er
stæði fyrir utan búðarborðið, cn
það var reyndar brennivfnstunna.
Þórður gengur rólega að tunnunni.
og setur hana með hægð uþp á
búðarborðið, en þrír menn gengu
fram og tóku tunnuna ofan af
borðinu. — Thorgrímsen brosti að,
og bauð að gefa Þórði á ferðaþel-
ann.
EITT SINN er Þórður var við
ferjuna á Sandhólaferju, keniur
]>ar s.jera Gísli Thorarensen á Felli í
Mýrdal, og er á heimleið. Ilann
fer að tala um |)að hvort lijer sje
nokkur, ,sem muni geta hjálpáð
s.jer út í skipið. en enginU gaf sig
frani, og er prestur búirin að
spretta af hesti sínum. Þá ber Þórð
þar að og segist hann skuli reyna
að Iáta hann ekkv vaða.
Tekur svo hægri heiidi undir
prest, en heldur á hnakknum í
þeirri vinstri, veður hann svo yfir
álana og út að skipinu, eins og
hann væri með ekki neitt tneð-
ferðis.
Þá segir sjera Gísli: „Þefta er
sú mesta aflraun, sem jeg hefi vit-
að. 25 fjórðungar var jeg á Eyrar-
bakka í mórgun“.
Borgaði prestur þá ríflcgan J’erjú
toll', en Þórður átti „tár“ á flösku,
sem þá var vel Jtegið af presti.
Enginn drykkjumaðnr var Þórð-
ur, Jtótt ekki gæti hann. bindismað-
ur kallast. Lítil brögð munu hafa
verið að því að hann „sæist „kend-
ur“ við „ferjuna“, ett kæmi það
fyrir, þá fjekk hann sjer smjörbita
hjá einhverjum ferðamanninum,
borðaði hann. og ])á ltvarf „vím-
an“ af Þórði, sein dögg fyrjp sýlu.