Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Síða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
523
artin rfenóen:
j-
KIRKJUBRÚÐKAUP
W*WTJSW'-* ’*****’.]$*’wrJ' w™' ■* ^FT" V .vv-T^yjjypp,
PALLESEN barnakennari, seni
einnig var meðhjálpari og forsöngv-
ari í Hilstrupkirkju, var að koma
af nefndarfundi í sjúkrasamlaginu.
Þegar hann nálgaðist kirkjuna fór-
að rigna. Hann átti enn tveggja
kílómetra leið fyrir höndum. Allt í
enu datt honum í hug að regnhlífin
hans, væri ef til vill í kirkjunni.
Hann tók vasaljósið áitt upp úr
vasanum og fór inn um sáluhliðið.
Þgð var nóvemberkvöld og klukk-
an bráðum orðin ellefu.
Jíirkjugarðurinn var eyði- og
skuggalegur, og ósjálfrátt fór
Pallesen að hugsa um allar drauga-
sögurnar, sem hann hafði heyrt
þótt hann vissi að það bryti í bága
við boðorð guðs að festa trúnað á
þessháttar þvætting.
Hvergi hræddur hjörsi í þrá taut-
aði Pallesen og greiðkaði sporið.
Ilann náði í kirkjulykilinn og opn-
aði dyrnar. Það ýskraði ömurlega
í hjörunum og hann kipptist við af
átta. Svo herti hann upp hugann og
gekk rösklega inn gegnum forkirkj-
una. Hann íýsti með vasaljósinu til
beggja hliða meðan hann gekk
þungum skrefum inn miðja kirkj-
una. Regnhlífin átti að standa við
innstu sætaröð nálægt stól með-
hjálparans.
Kennarinn var kominn innarlega
í kirkjuna þegar vasaljósið datt úr
hendi hans. Með skjálfandi hönd-
um tók hann það upp og lýsti inn
í ícórinn. Hann drap titlinga og
ætlaði naumast að trúa sínum eigin
augum.
Framan við altarið á beði, sem
var reiddur lir flossessum grátn-
anna lágu tvær verur. Ungur mað-
ur og ung stiilka sváfu þar væran
í ástúðlegum faðmlögum. Þau höfðu
breitt kápuna hennar ofan á sig í
teppis stað, en ábreiðan hafði færst
Ur lagi, svo sívölu hnjákollarnir og
mjóu meyjarfæturnir hennar
komu í Ijós. Annars ásust að-
eins hendur og höfuð. Pilturinn var
dökkhærður með hrokkið sveipótt
hár og óharnað andlit. Stúlkan sem
var smáfríð og fíngerð hvíldi upp
að brjósti hans.
Pallesen var alltof óttasleginn til
að veita því eftirtekt hversu lag-
leg þau voru. Hann nötraði af æs-
ingi og gat engu orði upp komið.
Allt í einu virtust þau vakna við
birtuna frá vasaljósinu. Ungi mað-
urinn reis upp við dogg, deplaði
augunum framan í ljósið, æpti af
ótta og þreif í ungu stúlkuna við
hlið sjer. Hún reis einnig upp,
horfði sem steini lostin á Ijósið,
meðan roði færðist yfir háls henn-
ar og andlit. Eina mínútu eða leng-
ur var dauðaþögn í kirkjunni, svo
losnaði tunguhaft kennarans.
„Hvað sje jeg — Tnger og Hans
Ungi maðurinn opnaði og lokaði
munninum nokknun sinnum, en
ekkert hljóð kom yfir varir hans.
Hann stóð hægt á fætur og unga
stúlka fylgdist með honum.
Við skulum fara tautaði hanu
loksins, og hjálpaði stúlkunni hálf
klaufalega í kápuna. Stiilkan
beygði sig og ætlaði að leggja flos-
sessurnar á sinn stað. „Láttu þær
liggja“, sagði Pallesen með hrana-
legri rödd. Hjónaleysin litu skelk-
uð á hann, síðan leiddust þau hæg-
fara og niðurlút út úr kirkjunni.
Pallesen kennari stóð sem negld-
irr niður framan við altarið og
starði á hinn rauða s»ssubeð.
Hvílík vanhelgun--------------—
hjer húsi guðs----------rjett fram-
an við heilagt altarið.
Jafnvel fuglinn hefir fundið hús
og svalan á sjer hreiður, þar sem
hún leggur unga sína: „ölturu þín,
Hrottinn hersveitanna, konungur
minn og guð minn“. Orðum ritn-
ingarinnar skaut upp í vitund Palle-
sens, en hann vísaði þeim óttasleg-
inn á bug. það var guðlast að
hugsa þannig. Pallesen var skelf-
ingu lostinn. Þau höfðu bæði verið
nemendur hans.
Ilans Jörgen hafði alltaf verið
meðal hinna duglegustu. ITann
mundi greinilega hversu fagra söng
rödd Inger hafði haft. Ilversu göm-
ul ætli þau sjeu orðinf Um tvítugt.
ITans Jörgen var einkabarn virð-
ingarverðra bændahjóna. Faðir
Inger var hringjari við kirkjuna, og’
hún var vinnukona á bæ í sveitinni.
Það hlaut að vera hún, sem hafði
náð í lyklana að kirkjunni. Skyldi
þau hafa brallað þetta lengi?
Pallesen andvarpaði.
I býtið næsta morgun ákvað
hann að tala Arið prestinn. Hann
færði ekki sessurnar. Presturinn
átti að sjá þær með eigin augum.
Áþreifanlcg sönnun. „Corpus
delecti“ tautaði Pallesen, honum
hætti við að sletta erlendum orð-
um.
Hann gleymdi að taka regnhlíf-
ina með sjer þegar hann fór út úr
kirkjunni, svo hann var bjórblaut-
ur þegar hann kom heim.
Kona hans settist upp í rúminu,
tilbúin að ausa yfir hann skömm-