Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Page 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSENS
525
A að að giska fimm mínútum
seinna bætt ihann við: „Það verða
einhver ráð með að finna mátu-
lega jörð handa ykkur. þó tímarnir
sjeu raunar ekki sem bestir til
jarðakaupa". Hans Jörgen svaraði
aðeins með að kinka kolli, það var
alveg nóg.
Það var auðsjeð á báðum, að í
þessu efni voru þeir sammala.
Gamla manninum hafði líka líkað
vel við Inger þegar hún var í vist
hjá honum. Það var ekk fyrr en
Chr. Vang hafði kastað síðustu
moldarrekunum á rófnahrúguna,
að hann sagði með stirnað bros á
vörum: „Næstu dagana verður erf-
itt að fást við hana mömmu okk-
ar“. Þá fyrst brosti Ilans Jören til
föður síns og sagði: „Já, og senni-
lega verður það verst fyrir þig“.
Þetta var í fyrsta sinni, sem talað
var hátt um levnilega og sameig-
inlega mótspyrnu, sem þó var orð-
in tíu ára gömul. Feðgarnir gengu
heimleiðis með skóflur um öxl,
ferðalag þeirra líktist mest þögilli
mótmælagöngu.
Aldrei síðan gamli presturinn
hjelt skilnaðarræðuna hafði verið
eins margt fólk í JTilstrupkirkju
eins og þennan sunnudag. Trúaðir
og vantrúaðir þyrftust til kirkjunn-
ar, eins og þeir væru snortnir af
skyndilegum trúarákafa. Allir
reyndu að troða sjer eins innar-
lega í kirkjuna og unt var til þess
að fá útsýn yfir altarið.
Þarna gerðist það.
Fólk veitti því eftirtekt, að
hvort Maren Vang, sonur hennar
eða eiginmaður voru í kirkju í dag.
Þau voru annars vön að sit.ia í
þeirra gamla sreti bak við fjölskyld-
una frá Hilstrupbæ.
Jæja, það voru nú engin undnr
þó þau kæmu ekki í guðshús fvrst
um sinn.
Aldrei þessu vant hringdi Mikael
hringjari stundvíslega i dag. TTann
var enn fýlulegri en hann var van-
ur, þar sem hann rölti sniðhalt,
fram hjá kirkjufólkinu.
Krampadráttum sást bregða fyr-
ir á andliti Pallesens kennara með-
an hann las bænina. Drottinn jeg
er kominn í þitt heilaga hús.------
Með ótta og skelfingu veitti Palle-
sen því eftirtekt að honum flaug
nýtt áframhald í hug---------------
til að sofa hjá konunni, sem jeg
elska.
Svitadropar spruttu fram á enni
hnas meðan hann vísaði setning-
unni á bug og las næstu setningu
siðabókarinnar —--------til að lofa
þig og ákalla. —
Pallesen ljetti stórum þegar
Iiann hafði lokið bæninni, og fór
að syngja sálminn. Inndælan blíð-
an, blessaðan fríðan. Biistaðinn
þinn. I miðjum sálminum varð
honum ljóst hversu einkennilegt
það var. að einmitt þessi Sálmur
skyldi vera sunginn í dag. Honum
hafði dottið hið sama í hug kvöld-
ið góða.
Vongóð í vídd þinna salg
vernd hljöta spörfugl og svala.
Pallesen kennari gekk fram og
aftur um kirkjugólfið og líkti spör-
fuglinum og svölunni við Hans
Jören og Inger, þó honum stæði
beygur af slíkum hugsunum.
„Musteri þitt veitti mönnunum
skjól.
máttlausum fuglum er ákveðið ból“
söng söfnuðurinn. Fólkið var hjá-
róma og virtist vera eins og úti á
þekju.
Presturinn minntist ekki bein-
línis á atburðinn; en hið kringlu
leita velhirta andlit hans var ennþá
sorgbitnara og áhyggju fyllra en
það átti að sjer.
ITann talaði bæði lengi og inni
lega. ITann talaði um lítilsvirðingu
mannanna fvmir guðshúsi og
heilögu sakramenti, um siðlevsi
unglinganna og laun svTidarinnar,
dauðann. Hann vitnaði klökkur í
orð fríhyggjumannsins. Þess bera
menn sár um æfilöng ár sem 'aðeins
var stundar hlátur.
Með kitlandi ánægju, ánægju
heimfærði söfnuðurinn hvert orð-,
sem presturinn sagði upp á synda-
fallið mikla í Ililstrupkirkju-
í dag var altarisganga eins og
venja var til einu sinni í mánuði,
og það voru óvenjulega margir til
altaris. Guðs börn þyrptust í dag
að altari Drottins, eins og skríll að
að aftökustað
lljer gerðist það.
Pallesen kennari og kona hans
voru að venju meðal hinna síðustu.
Corpus deleeti. Áþreifanleg sonn-
un, hugsaði Pallesen, um leið og
hann kraup á rauðu flossessuna og
neytti líkama Krists.
Á bæ nokkrum í sveitinni sátu
Inger og Hans Jören í stúlknaher-
berginu. Þau sátu á rúmstokknum
og hjeldu hvort utan um annað.
Herbergisfjelagi Inger átti frí.
Húsbændurnir voru í kirkju. Ró og
friður hvíldardagsins ríkti á bæn-
um. Hans Jören strauk Inger um
Ijósu lokkana, hann hafði svo margt
að segja henni, en hann sagði bara.
„Hefurðu verið heima hjá þjer síð-
an?“
Inger kinkaði kolli.
„Já, í gærkvöldi, það var nú ekki
óblandin ánægja“.
„Var mikið um að vera ?“
„Mamma hágrjet, pabbi var
þegjandalegur, hann spurði hvort
þú vildir kvænast mjer. Krakkarn-
ir voru hljóðlát og það var öllu
verra en þó þau hefðu strítt mjer,
eins og þeirra er venja“.
,,Veslingurinn“, sagði Hans Jör-
en og þrýsti hönd hennar.
ó, sagði hún glaðlega og .kyssti
hann. Hvernig átti hún að útskýra
fyrir honum að henni leiddist þetta
alls ekki, þvert á móti var hún glöð
og hamingjusöni. Nú myndu þau
giftast. Nú þyrfti hún ekki Jengur
að hlusta á vælur móðnrinnar, nje
nöldur föðursins.