Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS v ’ 99 Þegar ísland var afvopnað Sumarið 1856 komu hingað 6 enskir ferðamenn með danska herskipinu „Thor“. Með skip- inu var einnig Trampe greifi, og höfðu þeir náin kynni af honum á leiðinni og eins á meðan þeir stóðu hjer við. í cnska tímaritinu „Chambers JournaV' birtist seinna ferða- saga eftir einn þessara ensku ferðalanga. Minnist hann þar ofurlitið á Alþingi og sjálf- stæðisbaráttu íslendinga og er auðheyrt að hann hefir heim- ildir sínar frá Trampe greifa. Hjer fylgir þessi kafli úr ferða sögunni. HR. SIVERTSEN sýndi mjer um daginn húsið þar sem Alþing er háð. Og hjer sá jeg þetta litla þing saman komið og gat ekki nóg samlega undrast hve fátæklegt það var. Tveir upphækkaðir stól- ar voru þar í miðju, annar var fyr ir stiptamtmanninn og hinn fyrir fundarstjórann eða forsetann. Á bak við þá var mynd af Kristjáni konungi 8. í hálfhring þarna um- hverfis var tvöföld stólaröð fyrir þingmennina, sem eru 24 talsins. Svo voru þar sæti fyrir ritara og þingskrifara. Nokkrir þingmann- anna voru í gráum vaðmálsfötum, alveg eins og heima hjá sjer. Allir voru þeir fátæklega til fara, en gáfuleg andlit skorti þar ekki. Mjer þótti leitt að heyra að það var ekki gott samkomulag milli þessa þjóðþings og dönsku stjórn- arinnar. Eftir því, sem jeg komst næst, þá er samskonar óánægja á íslandi með stjórnarfarið eins og verið hefir í írlandi með samveld- isstjórnina. Þrátt fyrir það að Danmörk * leggur árlega 12000 sterlingspund til opinberra fram- kvæmda á íslandi, en fær ekki nema 5000 punda tekjur þaðan í staðinn, eru íslendingar óánægð- ir með það að fá ekki meira. Þeir vilja að Danir ráðist þar í fram- kvæmdir, sem gefi landsjóði meiri tekjur, en danska stjórnin telur það nóg að vera að eyða 7000 pundum á ári í íslendinga, og vill að íslendingar le^gi sjálfir á sig skatta til viðreisnar landinu. Jeg er hræddur um að hjer hafi sama sagan gerst eins og í írlandi, að stjórnin hafi of lengi dekrað við þjóðina og þannig svift'hana löng uninni til þess að hjálpa sjer sjálf. Það er líka íslendingum til skammar, eftir þúsund ára bygð í landinu, að þar skuli ekki vera einn einasti vegarspotti. Árið 1848, þegar allar hinar óró legu þjóðir Evrópu voru í upp- námi, heldu íslendingar líka, að tími væri kominn til að fá rjettar- bætur, og þeir heimtuðu stjórnar- skrá. Konungur sendi þeim frv. að stjórnarskrá og átti Trampe greifi að leg'gja það fyrir Alþingi. Þá var þingið kvatt saman til þess að ræða og yfirvega málið. En þing- mennirnir lásu ekki einu sinni frumvarpið, heldur tóku sjer fyrir hendur að semja stjórnarskrá eft- ir sínum geðþótta. Stiptamtmað- urinn sýndi þeim fram á. að þetta gæti ekki gengið, og að frumvarp konungs yrði að leggja til grund- vallar og gera á því þær breyting ar, sem æskilegar þætti. En þeir voru ósveigjanlegir, og er þeir ógnuðu honum, þá leysti hann upp þingið. en flestir töldu það óforsvaranlegt/ og óheppilegt af honum. Sá hávaði sem varð út úr þessu hefði eflaust komið kjark- minni manni til að hopa.*) ískyg'gileg alda reis, og þess vegna var nauðsynlegt að senda herlið til eyjarinnar til þess að bæla hana niður. Alls voru send- ir þangað einn liðsforingi og 60 hermenn, og eftir að þeir komu hættu ærslin. Þegar þeir fóru höfðu þeir á brott með sjer fjórar litlar fallbyssur, sem Jörgensen hafði flutt þangað fyrir mörgum árum í uppreisnarskyni. Öll eyj- an var afvopnuð með þessu.-------- ★ Um þennan herflokk orkti Brynj ólfur Oddsson: Það eru drengir þeigi linir, þeir eru flestir g'reifasynir og kanske sumir kóngbornir. Þeir eiga að haldá oss í skefjum, uppreisn til þess síður hefjum og verði hver að vera kyr. Ónóg reynsla I mentaskóla nokkrum- í Nýja Englandi í Bandaríkjunum átti að skipa yfirkennara. Rektor tók ekki neitt tillit til starfstíma kennara skólans, en valdi ungan mann til starfsins. Kennararnir urðu sárgramir og einn þeirra fór á fund rektors, og spurði gremju- lega hvernig á því stæði að geng- ið væri fram hjá sjer, hann hefði þó 20 ára langa reynslu að baki. — Góði vinur, sagði rektor, þú hefir ekki 20 ára reynslu að baki. þú hefir að eins eins árs reynslu 20 sinnum. *) Það var þegar þingmenn hrópuðu: Vjer mótmælum allir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.