Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Blaðsíða 10
390 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Loftárás á Bergen Fyrir tveimur árum, eða hinn 4. október 1944 gerðu banda- menn stærstu loftárásina á Bergen. Þessa dags verður ekki minst opinberlega þar, hann á að gleymast, en þó getur eng- inn gleymt honum, sá er þar var og misti ástvini sína og aleigu. — Norskur verslunarmaður, Arne Kolnar, sem dvalist hefur á Siglufirði í sumar, hefur skrifað eftirfarandi grein íyrir Lesbókina. í hartnær þrjú ár höfðu Þjóðverj ar unnið að því að gera hina stærstu Tíafbátahöfn Norður-Evrópu í Laksevág hjá Bergen. Laksevág er sjerstakur hreppur, en þó venju- lega talinn með Bergen. Er það svipað og um Siglunes og Siglu- fjörð. Þjóðverjar höfðu þar rúss- neska fanga og norska verkamenn í nauðungarvinnu. Var unnið nótt og dag og helgidaga jafnt. Ekki veit jeg hvað verkamennirnir hafa verið margir, en þeir hafa skift þús- undum. Sagt er, ab notaðir hafi verið 1000 pokar af sementi á hverj um degi. Njósnaflugvjelar bandamanna roru stöðugt á sveimi yfir borg- inni og fylgdust með því hvernig verkinu miðaði áfram. Nú má geta þess, að þjettbýlt er í Laksevág og að bamaskóli var svo sem 150 metra fra kafbátahöfninni. Þjóð- verjar bönnuðu að leggja skólann niður, því að þeir hugsuðu sem svo, að hann mundi hlífa kafbgtahöfn- inni. í þessum skóla hafði Rauði krossinn bækistöð, og voru þar að staðaldri 8 menn á verði. Fleiri stöðvar hafði Rauði krossinn og voru þær einu nafni nefndar „Loft- varnir borgaranna“ (Det civile Luft vern). Það voru aðallega sjálfboða- liðar, konur og karlar, sem störfuðu þar og áttu altaf að mæta á stöðv- unum þegar jnerki um árásarhættu var gefið. En svo voru líka nokkrir að staðaldrí á stöðvunum, og meðal þeirra var jeg. Smíði kafbátahafnarinnar miðaði drjúgum áfram, og fólk var í sí- feldum ótta við loftárásir. Hvað eftir annað gusu upp fregnir um það, að loftárás væri væntanleg þann og þann dag, og kvíðinn hel- tók alla. Kafbátahöfnin hafði þegar verið tekin í notkun. Svo rann upp hinn 4. október 1944. Það var skínandi haustmorg- un, logn og sólskin og loftið tært eins og krýstall. Fólkið fagnaði góða veðrinu og það var eins og lífið brosti við manni. En þennan fagra morgun fór dauðinn um borg ina og lagði sína köldu hönd á Klukkan var rúmlega 9 er hin nístandi blísturhljóð tilkyntu borg- arbúum að hætta væri í nánd. Jegj hafði þá frí, en hljóp þegar til Rauða kross stöðvarinnar, þar sem jeg átti að vera. Eftir 10 mínútur heyrðum við svo flugdyninn og rjett á eftir komu árásarflugvjel- arnar í hópum, um 150 alls. Þær voru hlaðnar þungum sprengjum og á 45 mínútum jósu þær þeim yf- ir borgina. Þrumurnar af sprengj- unpm og gnýrinn af hinni áköfu skothríð Þjóðverja blandaðist sam- an í óstjórnlegan hávaða. Húsin ijeku á reiðiskjálfi og sprengju- brotin flugu sem skæðadrífa yfir alla borgina. Fólk hafði flúið niður í kjallara og beið þar skelfingu iostið milli vonar og ótta. Og þó fjekk óttinn alveg yfirhöndina er það kom upp úr byrgjunum og sá eldana og svartan, þykkan reykinn, sem grúfði yfir borginni. Okkur var þegar skipað að fara á vettvang og sú sjón, sem mætti okkur þar, mun aldrei gleymast. Mjer mun hún standa óafmáanlega fjölda heimila. fyrir hugskotssjónum eins lengi og i H » ^ ll ■! I . I ■' ■■ M •" y i.—■ >■■■■ W Bcvsín að brenna. Laksvog sjest á myndinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.