Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Page 12
392 LESBOK MORGUNBLAÐSINS A. J. Johnson: Gaman er að svífa um loftin blá! SJÁLFSAGT hefðu fæstir trúað því, sem konmir eru á efri ár, hefði þeim verið sagt í æsku, að þeir ættu á ævinni að svífa um loftin blá í flug- bát eða flugvél. Og þetta hefði þótt ótrúlegt fyrir 50 árum, því það eru ekki nema rúm 40 ár síðan að Wright bræðumir vestur í Ameríku tóku upp á því að reyna að herma eftir fugl- unum, og hefja sig til flugs. Þótti það heimsviðburður er það fréttist, að þeitn hefði tekist að svífa í loftinu milli tveggja bæja, nál. 10 km. leið. Nú er flugið orðið alment,^og flogið heimsálfanna milli á fáum klukku- stundum, hvað þá milli fjarlægustu stáða hér innanlands. A Alþingishátíðinni 1930 flaug ég frá Þingvöllum til Reykjavíkur. Nokkru áður var stofnað hér Flug- fjelag (það fyrsta er hjer var stofnað). Varð jeg svo frægur að leggja í það 200 krónur — sem þolti n^kkuð fje á þeiiii tíma — og tapaði þeim. Því fjelagið fór á höfuðið fljótlega. Ég hafði ekki einu sinni það upp úr krafs- inu, að komast upp í loftið með flug- vjel er það hafði til umráða, og bcið þó eftir því í nærri heilan dag, hjer suður í Vatnsmýrinni. ■ Jeg hafði nú ekki rciknað með því, að jeg mundi komast upp í loftið nema í þetta eina skifti, en þá koúi tilviljupin til sögunnar. I byrjun ágústmánaðar fór jeg að hitta kunn- ingja minn í austurbænum. Hann og fjelagar hans þrír, voru búnir að á- kveða ferð til Austfjarða og Iljeraðs, til að taka myndir, bæði ljósmyndir og kvikmyndir. Enginn hafði kornið á Hjeraðið áður, og voru þeir því allir ókunnugir þar. Jcg var aftur á móti dálítið kunnugur þar frá ferð- um minum fyrir Ferðafjelagið, og oftar. Talaðist svo til milli okkar, að jeg skvldi hitta þá á Reyðarfirði 9. ágúst, en þeir ætluðu í bíl norður fyr- ir. Jeg pantaði far með flugbát Flug- fjelags Islands 9 ágúst. Vegna veðurs var ekki flogið þann dag, en næsta dag kl. 10 hringi jeg á skrifstofu fje- lagsins og spyr hvort flogið verði í dag. Ekki fékk ég ákveðið svar, en var sagt, að jeg yrði látinn vita með klst. fyrirvara. Það var gott og bless- að, og ég sest niður og fer að skrifa. Kl. 10,30 hringir síminn, og tilkynnir J)á skrifstofa Flugfjelagsins, að ég cigi að vera kominn á skrifstofuna kl. 11, eða eftir hálftíma. Þótti mjer dálítið einkennilegt, að það skyldi ekki standa heima, sem áður var ákveðið og tilkynnt. K1 11 er jeg kominn nið- ur á skrifstofu, en þar beið jeg og allt fólkið sem ætlaði með flugbátn- um, í 40 mínútur, af því að bíllinn var ekki til staðar til að flytja fólkið suður í Skerjafjörð. Varð jeg leiður yfir þessari bið, og alveg hefði hún •verið ótæk, ef nokkuð hefði verið að veðri. Mjer finust að svona fjelag, eins og Flugfjelag Islands eigi að vera stundvíst. Eftir að komið var um borð í flug- bátinn gekk alt eins og í sögu, og lenti hann á Reyðarfirði eftir tveggja og hálfs tíma flug. Tvennt er það sem mjer finnst að Flugfjolagið ætti að auglýsa í flugbátnum, t. d. við sætin, að Jtað er ekkert athugavcrt þó bát- urinn sje nokkra stund að hefja sig til flugs, og einnig er ekkert við Jmð að athuga, þó flugbáturinn, eins og hrapi nokkuð niður stundum, þegar hann er á flugi. En jeg varð var við, að fólk sem aldrei hefir komið í flug- bát áður, varð hrætt við þetta hvort- tveggja. Ef það vissi að þetta er eðli- legt, þá myndi því ekki koma til hugar að hræðast. Veður var bjart og gott. Flugbátur- inn fiaug til Ilafnarfjarðar, og þá þvert yfir Reykjanesskajfann, og kom að suðurströndinni á móts við Þorlákshöfn. Smári Karlsson flug- maður sagði mjer að flogið væri í 1000 metra hæð. Eftir25 mínútna flug, flugum við framhjá Vestmannaeyj- um (nálægt ströndinni), eftir 32 mín- útur fram hjá Skógafossi, 36 mínútur framhjá Jökulsá á Sólheimasandi, 42 mínútur framhjá Vík í Mýrdal, og 1 klst. og 20 mín. framhjá Öræfajökli. Þegar kom austur undir Stöðvar- fjörð, var Jtokuslæðingur meðfram landinu og regn. Sæmilega Var þó bjart inn Reyðarfjörð. Þokan var að- allega á fjallatoppunum. — F’jelög- um mínum seinkaði um dag, vegna rigninga, svo þeir komu'ekki á Reyð- arfjörð fyrr én 10. ág., rjett eftir að fjugvjelin lenti. Fórum við svo allir saman upp að Egilsstöðum, þar urðu þeir eftir um kvöldið, en jeg helt að Hallormsstað, og dvaldi þar í 9 daga. Þar er ætíð jafnyndislegt að dvelja. í'jelagar mínir komu þangað daginn eftir, og voru þar í tvo daga, og ferð- uðust nokkuð um Iljeraðið og Firðina. Tvennt vakti athygli ferðamanna á Hjeraði. í fyrsta lagi að þar var með öllu bensínlaust. Ekkert bensín að fá nema niður á fjörðum, helst á Seyðis- firði. Komst ferðafólk* í vandræði af þessum sökurn. Gegnir það furðu, að þeir sem eiga að sjá um þessa hluti, skuli hafa heilan landshluta svo til bensínlausan, svo vikum skiftir, um hásumarið. A Egilsstöðum þyrfti alla tið að vera til bensín. Annað sem vakti athygli ferðamanna var, hve brúin yfir Lagárfljót, er orðin ljeleg. iMcrkur bóndi á Hjeraði sagði mjer að hún væri eftirlitslaus, og svo ónýt, að hanu sagðist eins geta búist við I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.