Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Síða 13
LESBÓK MORG UNBLAÐSINS 393 Kafli úr brjefi frá Birni Jónssyíii því, að hún færi einhvern daginn of- an í fljótið, eins og ólfnsárbrúin. Iljcr þvrfti að taka í taumana áður en slys verður. Mjer finnst tilfinnanlega vanta flugsamgöngur milli Austurlands og Akureyrar. Væntanlega koma þær innan skamms. Mikið væri það hent- ugra fyrir marga, að endastöð flug- bátsins væri á Lagarfljóti hjá Egils- stöðum, en á Reyðarfirði, því oft er erfitt með bílasamgöngur þaðan og upp á Hjerað, því ekki er unt að setja flugferðir í samband við áætlunar- ferðir, af því að þær er ekki hægt að fastákveða vegna veðurs. Best væri að flugbáturinn lenti á Lagarfljóti hjá Egilsstöðum og Hallormsstað. Það myndi velþegið hjá ferðafólki, því á þessa tvo staði liggur straumur ferðafólksins á sumrin. Ferðin suður með Kötu gekk eins og sú fyrri (austur) ágætlega. Hún stóð í 2,30 klst. Þegar komið var vest- ur fyrir Oræfajökul, var flogin bein leið. Yfir Skeiðarársand, nálægt Fjallabaksleið, yfir Landmannaafrjett, véstur yfir Hreppa og Biskupstungur, yfir Þingvallavatn, Kollafjörð, tyo hringa yfir Reykjavík, og svo lent á Skerjafirði. Langisjór, Fiskivötn og Þórisvatrt, blöstu við á hægri hönd. Alörg fjöll á Landmannaafrjetti þekkti ég, en lítið bar á þeim flestum úr loftinu , nema Loðmundi. Jökla- sýnið var frábærilega gott er vestar dró. Oræfajökull — þar var flogið svo hátt, að vel sást ofan á Hvannadals- hnjúk — Vatnajökull að vestanverðu (Pállsfjall og Bárðargnýpa) Hofsjök- ull, Kerlingafjöll og Langjökull. Frá því að við flugum framhjá Lómanúp og til Reykjavíkur tók ferðin 1 klst. og 4 mínútur. Þú stóðst á tindi Heklu hám, og horfðir vfir landið fríða. kvað listaskáldið góða eitt sýin. Nú svífur maður í loftinu, situr í hæginda- stól, og horfir yfir landið fríða, og sjer tign þess og fegurð. Það er vissulega dásamlegt ferðalag. I Hinn 8. þ.m. voru liðin 100 ár frá fæðingu Björns Jónssonar rit- stjóra ísafoldar. Var þess minst bæði í blöðum og útvarpi og varð öllum þá starsýnast á alvörumann- inn Björn Jónsson. Var það eðli- legt, því að hitt er mönnum ókunn- ugt, að hann gat verið gletþinn og gamansamur, eins og eftirfarandi brjefkafli sýnir. Er sá kafli tekinn úr brjefi, er hann ritaði unnustu sinni, heimasjstunni á Staðastað. Kemur hjer fram sú mynd af skap gerð Björns Jónssonar, er almenn- ingur hefir ekki kynst áður.' Kaupmannahöfn, 26. apríl 1871 Jeg hef náttúrlega enga vitund að segja þjer í frjettum, því ekk- ert hefir gerst síðan „Diana“ fór, það er frásagnarvert sje. Raunar eru nú allir sjón og heyrnarlausir fyrir öllu öðru en því, sem á geng- ur í og hjá París; nú lítur þó út fyrir að ósköpunum linni bráðlega; að minsta kosti segir Thiers það fortakslaust; og þó hann kunni að vera dálítið raupsamur, er honum tiltrúandi að vita hvað hann segir, enda heldur ekki vits varnað til að Haft er eftir gömltim presti austan- fjalls, að hann liafi sagt, eftir að hann hafði farið fyrstu bílferð sína — sem hann varð mjög hrifinn af — ..Jeg skal aldrei fara landveg framar“. Honum fannst það ekki landferða- lag að fara í bíl. Jeg held að jeg taki mjer orð hans í munn, og segi: Jeg skal aldrei fara landveg framar, a. m. k. ekki á langferðalögum. ráða öllum þessum býsnum og vandræðum til fljótra og góðra lykta. Mikil verður harjs dýrð og. vegsemd þegar það er búið alt saman og meira. „Tvennir eru tímarnir" má Napoleon III. segja og Eugenia; í fyrra gengu þau næst guði að allri _ virðingu í augum flestra þeirra sem ekki trúa á páfann, og margra með al þeirra líka; nú eru þau orðin einskonar niðursetningar (þó þau reyndar geti gefið sjálf með sjer), hjá Englandsdrotningu. Þau búa í höll einni samt frá London, er Chislehurst heitir, en hafa þar eng an frið fyrir forvitni Londonar- búa, kvenfólkinu þar náttúrlega helst, svo þau vilja fegin burt, og er sagt að hertogi einn norður á Norðymbralandi ætli að lána þeim skemmukofa hjá sjer til að-búa í, og verða þau því víst guðsfegin. Eins og vant er að vera þegar svona fer, gera nú allir sjer að skyldu að sparka í Napoleon og sví virða hann á allar lundir, og marg- ir láta þá „sólina frá Austerlitz11 verða samferða. Hvernig líst þjer á það? Sic trausit gloria mundi — latínuhestur minn. Þarna færðu þá politík með, og það er synd af mjer, að jeg skuli ekki hafa látið þig fá neitt af þess konar fvr, svo politísk sem þú ert og svoddan söguhestur sem þú ert líkaji í Napoleon I geturðu að minsta kosti tekið „Doctorsgráðu“ og svo heit- irðu Dr. B.^...!! Jæja, þú kanske tekur þetta nú óstint upp, en þú verður að muna eftir, að á þessum tímum skeður svo margt furðulegt; í Ameríku eru til að mynda miklu fleiri kvendoctorar, heldur en allir 1»

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.