Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Blaðsíða 2
86 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bestu leikararnir lásu þar ljóð, sem ort höfðu veriðJá þessum þrengingar- tímum, þeim mestu sem nokkurn tíma höfðu komið yfir Noreg. Eldlegir ætt- jarðar- og frelsissöngvar e'ftir Nordahl Grieg, Arnulf ()verland, Gunnar Reiss , Andersen, og margar ógleymanlegar ræður voru haldnar. Það ríkti bjart- ur og vonarfullur hátíðablær á þess- um samkomum. Nokkru seinna hófust svo í húsinu venjulegar. leiksýningar. Flest leikrit- in voru frá fyrri starfsárum, og því gamlir kunningjar Ieikhúsgesta. I raun og veru var það ekki fyr en um haust- ið 1945, að Þjóðleikhúsið í Osló hóf skipulagsbundna leikstarfsemi að nýju. Smærri leikhús borgarinnar tóku til starfa um svipað leyti. Þetta fyrsta ár báru leikritin nokk- urn keim hernámsins og styrjaldar- innar. Á þessu fyrsta frelsisári eftir undirokun nasistanna, hóf Þjóðleik- húsið starf sitt, með þremur fyrstu þáttunum úr Pjetri Gaut, eftir Henrik Ibsen, sem þrátt fvrir aldurinn eru sí- ungir. Þeir urðu hin eiginlega hátíða- sýning norsku þjóðarinnar í þessu til- efni. Þó að Ibsen skrifaði þetta sem hásöng háðsins til þjóðar sinnar, — gætir þó í þessum þrem fyrstu þátt- um leiksins meira viðkvæms stolts hans yfir Pjetri, vandræðabarninu og geníinu. Jóhanna Dybwad ljek Ásu, og Al- fred Maurstad Pjetur. Bæði óviðjafn- anlega norsk og hressandi, eins og há- fjallasvali Dofranna. Með þessum á-* gætu leikurum í aðalhlutverkunum, og hinni óviðjafnanlegu músik Griegs, varð sýning þessi Norðmönnum ó- gleymanlegur viðburður. Ógleyman- leg, bfcði sem hátíða- og minningar- sýning um endurheimt frelsi þjóðar- innar. Síðar fekk leikárið ákveðnari svip hernáms, og liðinnar styrjaldar. Fvrsta leikritið var: „Giv mig dit Hjerte“, sem í rauninni engan boð- skap hafði að flytja. Það var aðeins skrifað af frelsisskáldinu Overland. Næst kom svo leikritið „Rid i Nat“ eftir Vilhelm Moberg, einskonar á- skorun til Svía, meðan ennþá var óvíst um úrslit stríðsins nje ósigur Þjóðverja, en í rauninni þýðingar- laust í Noregi nú, eftir á. Enn var sýnt eitt hernámsleikrit eftir John Steinbeck: ,AIaanen er nede“. Amerískur áróður gegn Þjóð- verjum frá ÍOJ1?. Þetta rit var lesið leynilega, og af'mikilli ánægju um allan Noreg, meðan á stríðinu stóð, og svo að lokum sýnt á leiksviðinu. Eftir jólin sýndi Þjóðleikhúsið „Nederlaget“ eftir Nordahl Grieg. Þetta beiska verk, um þann dapur- lega sannleika, að ekki sje hægt að sigrast á ofbeldinu með hugsjónum einum saman, — heldur með ennþá meira ofbeldi. Um vorið voru svo sýnd leikrit af ljettara tagi. Leikhúsgestir hafa sjálf- sagt þarfnast þess, að geta viðrað sig í ljettum hlátri eftir þung og skugga- leg umhugsunarefni allra þessara al- varlegu rita, sem leikárið hafði boðið þeim, og sem munu hafa haldið hug þeirra fastari en ella, við óþægilega atburði liðinna ára. Um sumarið sýndi svo leikhúsið „Hamlet“, þar sem Hans Jacob Niel- sen ljek aðalhlutverkið. Það kom þegar í Ijós á þessu fyrsta leikári, eftir 5 ára kyrstöðu norska Þjóðleikhússins, að leikhúsið hefir enn marga ágæta listamenn. Gamli leik- flokkurinn cr ekki lengur til. Það verður risavaxið, listrænt átak að byggja upp nýtt samstarf, nýjan sam- leik milli þessara leikara, eldri og yngri, sem mynda núverandi leik- flokk leikhússins. Það starf er þegar hafið. Norðmenn taka á því, eins og öðru í endurreisn lands shis^ með karl- mannlegum þrótti og sálarheilbrigði. Glaðir í bragði, og glaðir í lund ganga þeir móti framtíðinni, án þess að á þeim sjáist, eða til þeirra heyrist eitt æðruorð um alt það, sem undanfarin ár hafa lagt þeim á herðar. Frelsið er þeim eitt og alt, þegar það er endnr- heimt, finnst þeim ekki vera yfir neinu að kvarta. FYRSTA leikár Norska leikhússins í Osló bar ekki jafn ákveðinn svip stríðsáranna. Þetta leikhús hafði ver- ið svo heppið, að fá nú fyrst nýtísku byggingu til umráða. Þjóðverjarnir höfðu breytt kvikmyndahúsinu Casino í fyrsta flokks leikhús, þar sem þeir höfðu leikið nokkrar óperettur og óperur. Við uppgjöf nasistanna fekk Norska leikhúsið þessa byggingu til afnota. Það hóf leikárið 1945 með klassiskri sýningu á gríska harmleiknum „Anti- • gone“ eftir Sofokles. Leikurinn var á- gætlega sviðsettur. Það gerði Hergel leikhússtjóri. Á sjerstaklega áhrifa- ríkan hátt beindi hann ádeilu leiks- ins, til ofbeldis og kúgunarstefnu nas- isfanna, með leikmáta gríska ein- valdsherrans og harðstjórans Kreon, sem Johan Nörlund gerði ógleyman- legan með leik sínum. Thordis Maur- stad hafði hlutverk Antigone, kon- ungsdótturinnar, sem hlýðir rödd samviskunnar, fremur en skipunum konungsins. Skömmu síðar hafði þetta leikhús sýningu á „Niels Ebbesen“ eftir Kaj Munk, með Nörlund í titilhlutverk- inu. Sýningin varð fögur lofgerð til frelsisástar dönsku þjóðarinnar. Norska leikhúsið reyndi margar tegundir leikrita á leikárinu, en heppnin virtist ekki vera með Hergel, því að á meðan Þjóðleikhúsinu fór eins og Midasi, að því varð alt að gulli sem það snerti á, var hltof oft þunnskipað á bekkjum Norska leik- hússins. Það var hartnær óskiljanlegt, því að áliti helstu leikhúsmanna þessa höfuðstaðar, er leikflokkur Norska leikhússins best samæfðu leikararnir í Osló. Undir vorið (þann 5. mars) var frumsýning á „Gullna hliðinu" eftir Davíð Stefánsson. Rjeði leikhúsið Lárus Pálsson hjeðan úr Reykjavík til þess að setja leikinn á svið. Sýn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.