Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Blaðsíða 8
92 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SKÖLABÖÐSUNDIf). Hió árlega skóíaboösund var þreytt hjer í Sundhöllinni um seinustu helgi. Þar báru nemendur Iðnskólans sigur af hólmi eins og seinast, og unnu til eignar fagra fánastöng, sem Hamar gaf til að keppa um. Myndin hjer að ofan er af sundmönnum Iðnskólans og heldur einn á verðiaunagripnum. — í skólaboðsundinu keppa jafnvel fleiri sundmenn, en í nokkru öðru sundmóti. Að þessu sinni voru kepp- endur 100. HVALVEIÐAR. Arið 1908 stunduðu 29 hvalabitar veiðar hjer við land, og voru þeir alhr norskir. Alls veiddu þeir 761 hval, og úr þeim fengust 28.100 föt af lýsi. Þá voru 7 hvalveiðastöðvar hjer á landi, og áttu Norðmenn 6 þeirra, 2 i Mjóa- firði, eina í Eskifirði, eina i Ilellisfirði, eina í Tálknafirði og eina á Hesteyri. Sjöunda hval- veiðastöðin var í Fáskrúðsfirði. Hún var þv?k, en starfaði ekki þetta ár, því að þá átti að flytja hana til Falklandseyanna í Kyrrahafi. A Vestfjörðum voru áður 8 erlendar lnal- veiðastöðvar. „ÞEIR, SEM DREKKA OG DRABBA". Þegar Stefán Gunnlögsson varð bœjarfógeti í Reykjavík, var áfengi selt í staupum í öll- ura búðum. Höfðu menn vanist á að hanga í búðunum dag eftir dag í von um að sjer áskotnaðist 'staup og staup. Ilelst þessi ósiður lengi síðau (sbr. Malakoffs-braginn). Stefán Gunnlögsson var eindreginn bindindismaður og vildi koma meiri menningarbrag Reykja- vík. Hann stofnaði hjer bindindisfjelag 16. janúar 1847 og hinn 24. febrúar (fyrir rjettum 100 árum) ljet hann festa upp á götunum svoiátaudi augl.vsingu: ,.Þeir, sem drekka og drabba, samt daglega styðja krambúðarborðin. verða skrifaðir í bók og fá engan styrk af fátækrasjóði". ÍIALLGRÍMI R BISKUP SVKINSSON \ar dómkirkjuprestur í Reykjavík áður en hann var kjörinn til biskups. I 17Vi ár hafði hann einn haft á hendi prest)>jónustu í lang- fjölmennasta söfnuði landsins og rækt það starf með prýði. A þessum tíma hafði hann skírt 1687 börn. jarðsungið 1350 manns, fcrmt 921 barn, gcfið saman 425 hjón og flutt um 900 mcssur. PÁLL MELSTED bjó á Ilrekku á Alftanesi þcgar hann samdi „Ágrip af merkisatburðum mannkynssögunn- ar", er koin út í Viðey vorið 1844. Þá um veturinn, nóttina eftir þrcltánda, ki iknaði eld- ur í timburbúsunum á Brekku og brunnu þau bæði til kaldra kola. Misti Páll þar alla mal- björg og lausaíje, sem inni var, ncina eitthvað af sængurfötum, fáeinar guðsorðabækur, Sturl- ungu og Arbækurnar. Stóð hann þá uppi í livers dags fölunutn með konu og veika dóttur á öðru ári. Þremur vikum seiuna íæddist Páll sonur hans og upp úr þeirri sængurlegu fekk kona hans taugaveiki og var komin i andlátið. Þau höfðust þá við i torfbæ á Brekku, cr slóð þar vestur á hlaðinu, en )>ar var ilt að vcra, þvi að alt ætlaði að fúna suudur í raka. Þrátt fyrir )>ella gat Páll lokið við niaiin- kynssöguna um vclurinn. Gcngu stndisvcinar niilli lians og Olafs .sekretærs" Stephensens i Viðey, með handritastúfa frá Páli, en lirein- prentaðar arkir frá Olafi — Þannig voru kjör íslensks fræðimauns á þeim döguni. IIORFIN LAXVEIÐI. 1 Brúará var áður töluverð laxveiði og gekk laxinn eftir Ilagaós upp í Apavatn. 1 læknuui FuIIsæl, sem rennur i Brúará milli El’riv <>g Syðri-Reykja, var áður mikil veiði og veilt fram eftir öllu Iiausti. I Tungufljóti gekk lax áður að Vatnsleysufossi. Nú cr öll veiði þroliu í )>essum vötiium. ÁNASTADIR á V'atnsnesi cru frægir fyrir Inalrekaiin 1882. Þá rak |>ar 32 hvali og voru flestir 30—10 álnir milli skurða. Þeir xoru að ella sild, en ísinu króaði þá inni. Eftir þetla voru hvalbein mikið noluð lil bygginga á Ánastöðum, hryggj- arliðum hlaðið í veggi, en reft yfir allstóra hlöðu með hvahifjum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.