Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 80 í vetur hafa menn mörgum sinnum flogið sjer til skemtunar yfir höfuð- borgina og nágrenni hennar, einkum á síðkvöldum þegar tunglskin hefir verið. Mynd þessa tók ljósmyndari Morgunblaðsins á slíku flugi og sjest hjer yfir flugvöllinn og nokkurn hlu ta af bænum. Tjörnin er á miðri myndinni. Til hægri sjest kirkjuga rðurinn, íþróttavöllurinn og háskóla- hverfið. Til vinstri má sjá turn frí kirkjunnar. fengu menn fljótt að kenna á valdi hans og harðlyndi, og þar á meðal sumir þeirra klerka, er höfðu kosið hann, og hyllt sem besta formann kirkjulegra mála“. I'ess var ekki lengi að bíða, að Ólafur biskup neytti valda sinna, bæði á prestum og leikmönnum. Stofnaði hann skjótt til margvíslegra málaferla, oft af litlum sökum, og bar venjulega hœrri hlut. Hann hafði þá venju, að le-iða vitni í málum sín- um. láta þau sverja eins og honum þólcnaðist, og útnefna síðan /? presta dóm um málin. DæmdM þeir jafnan eins og bislcup vildi: Og ef einhver gerðist svo djarfur, að mœla móti gerðum biskups, beitti hann forboð- um og bannfæringum kirlcjunnar miskunnarlaust, enda bitu þau vopn- in vel, þó harðfylgnustu höfðingjar ljetu þau ekki á sjer festa, svo sem Hrafn Brandsson lögmaður í Hvassa- fellsmálunum frægu“. (Espólín segir svo um Ólaf biskup: ,,Var það nú sem jafnan, að Ólafur biskup var sjálfr Sækjandi sakgr, vottur og dómari“. (Árb. II. d. 84). „Það mun fara sönnu nærri, að biskup hafi þurft mjög á prestum sín- um að halda í ölluin sínum fjárplógs- málum. Reyndust þeir oftast þægir í hendi hans, hvort sem þyrfti til vitna- burðar eða dóms, enda var skrifta- vald kirkjunnar þægileg hjálp í þessu efni. Af dómum Ólafs biskups má glöggiega sjá, að hann hefir haft mæt- ur á (sjera) Sigmundi Steinþórssyni og talið hann í röð sinna fremstu klerka, meðan (sjera) Sigmundur var honum eftirlátur'. Tilgreinir M. J. nú nokkra dóma, sem sjera Sigmundur var dómsmað- ur í fyrir biskup, og það meðal fvrstu dómsmanna. Ilafði biskup sjera Sig- mund (eins og aðra presta, og þá eigi síst sjera Jón Broddason, sem um þessar mundir mun hafa setið á Hrafnagili) „ah’eg í vasa sínum“, og stóð svo fram undir 1474. 147S er hann enn í dómi biskups, og .þessi árin“ (þ. e. árin á undan) veitti bisk- up sjera Sigmundi „prófastsdæmi um hálft Húnaþing". í 1.5 ár hefir sjera Sigmundur (sem líklega hcfir þó verið að eðlisfari frek- ar stórgerður), látið að vilja biskups, enda notið hylli hans. En nú var líka að því komið, að biskup færi að sýna honunvsDÖrfu hliðina á sjer. II. „Árið 1474 hefir farið að óvingast með biskupi og (sjera) Sigmundi. Þá um sumarið, 27. júní, eru þeir báðir staddir á prestastefnu á Eyrarlandi. En nú er (sjera) Sigmundur ekki í dámarasœti, heldur sakborningur biskups fyrir tólf presta dómi, með sjera Sveinbjörn í Múla (Barna- Sveinbjörn), Seming í Saurbæ og sjera Jón (Broddason) á Hrafnagili í broddi fvlkingar, eins og venjulega. Þar ber biskup fjórar sakir á (sjera) Sigmund, og cr sú fyrst, að hann hafi dæmt í máli prests, án biskups leyfis. (Sjera) Sigmundur kvaðst hafa farið þar eftir biskups skipan, og „vændist vitnum“ að því, þ. e. vænti að geta leitt vitni að því. Var hann dæmdur til að gera það innan mánaðar á Hól- um hjá biskupi, ella fallinn i óhlýðni við hann. Annað sakaratriði var það, að (sjera) Sigmundur hefði ekki lesið for- boðsbrjef biskups i Húnavaöisþingi á öllum kirkjum í sínu prófastsdæmi fyrir Guðmundi Þórarinssyni og Vil- borgu Marteinsdóttur. Gegn þessu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.