Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Blaðsíða 4
88 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Æ J. Johnson: Sigmundur Steinþórsson prestur í Miklabæ i. í bokinni „Skútuöklin“ (síðara bindi), sem skráð er af Gils Guð- mundssvni rithöf er svo komist að orði um sjera Sigmund í Miklabæ á bls. 57. „Um svipað leyti sem Há- karla-Bjarni var uppi.l) prýddi veröld þessa Sigmundur klerkur Sleinþórs- son, liinn furðulegasti ævintýramaður og ribbaldi. Hann var faðir Jóns lög- manns Sigmundssonar, er í mestum deilunum átti við Gottskálk biskup Nikulásson. Kvæntur var hann (ekki er það nú rjett, því hann gat ekki kvænst frekar en aðrir kaþólskir prestar) Solveigu, dóttur Þorleifs 1) Fyr á síimu bls. er getið um Bjarna Marteinsson á Ketilsstöðum á Völlum, tengda- son Þorvarðar Loft«sonar ríka. er hafði viður- nefnið Hákalla-Bjarni (ekki 7/aArarfa-Bjarni). Er J>ar sagt, að „fátt sje um Bjarna J>ennan vitað, nema hvað liann fór um skeið með sýsluvöld eystra”. Að vísu er Bjarni talinn sýslum. í Sýslumannaæfum, en Hannes Þor- steinsson segir ]>ar um í aths:. „Að Bjarni hafi haft sýsluvöld í Múlajúngi finnast ekki heim- ildir fyrir“. (Smæf. IV. bls. 088). — Höf. heldur af nafngiftinni, „að beint liggi við að ætla, að Bjarni hafi sótt hákarlaveiðar af kappi“. Um }>etta er ekki gott að segja með fullri vissu. En mjög tel jeg það vafasamt, og ýmislegt mælir gegn því, t. d. að hann bjó langt frá sjó (á Eiðum og Ketilsstöðum á Völl- um) svo og, að hann var „auðmaður mikill“, fekk t. d. í arf með konu sinni „8 hundr hundr. í jörðum, og aðra peninga að auki“, svo ekki hefir hann þurft vegna fátæktar, að vera að skaka á hákarlaveiðum. Er viðurnefnið ekki komið af því, að Bjarni hafi þótt stórkallalqpur á einhvern hátt, t. d. í sjón, framgöngu, máli, — eða yfirgangi og óvægni? í Fornbrjefasafn- inu „er talað um ýmsa hluti, er Bjarni hafi orðið brotlegur um kongdómsins vegna, svo sem kirkjublök, og tíundarreikning m. fl.“. (Smæf. IV. bls. 688). sýslumanns Arnasonar og Vatnsfjarð- ar-Kristínar, Björnsdóttur Jórsala- fara Einarssonar. Eitt af frægðarverkum Sigmundar prests Steinþórssonar var það, að hann fór með hernað á hendur stjett- arbróður sínum og eftirmanni, sjera Jóni Broddasyni í Miklabæ, en þar hafði Sigmundur áður þjónað. Framdi hann þar rán mikið .‘5. febrúar 147G, Ijet greipar sópa um flest verðmæti, bæði mat og annað. Meðal þeirra hluta. sem hann hirti úr útibúri (þetta útibúr var nú reyndar kirkjan í Miklabæ), voru tólj hákarlslykkjur, að því er kunnugir vottuðu síðar“. Þessa lýsingu á sjera Sigmundi virðist höf. Skútualdar gefa til þess eins, að geta sagt frá því, að í Miklabæ hafi verið til „tólf hákarlslykkjur“, og þurfi því naumast „í grafgötur um það að fara, að Skagamenn hafa verið teknir að veiða hákarl til matar er hér var kom- ið sögu“. Það er ekki svo, að rithöfundar og frœáimtnn hafi ekki áður farið illa og hraklega með sjera Sigmund. Það hafa þeir vissulega gert, og líklega að ó- rannsökuðu máli hver eftir öðrum. En nú virðist alveg óþarft að end- urtaka sama óhróðurinn um sjera Sigmund, því nú er til ítarleg saga nm 'svokallað Miklabœjarrán eftir hinn merka alþýðufrœðimann Mar- geir Jónsson á Ögmun darstö ðu m. Birtist hún í fílöndu 1939, og er nefnd þar „Brot úr sögu Skagfirðinga“. Sögu sína byggir Margeir á traust- ustu heimildum sem til eru, Fom- brjefasafninu. Er því ekki að efa að sagan er sönn og rjett. En sagan hlýtur að snúa við.l) a. m. k. að iTiestu levti, áliti manna á sjera Sigmundi í Miklabæ, og kveða niður þau illmæli er um hann hafa verið höfð, líklega svo öldum skiftir, og enn skjóta upp kollinum. Mnrgeir Jónsson byrjar sögu sína á því' að segja frá prestastefnu, cr haldin var á Víðivöllum í Skagafirði 18. júní 1458. Mættu á prestastefnu þessari 30 prestar til að kjósa biskup til Hólastóls, í stað Gottskálks bisk- ups Kenekssonar, er þá var andaður fyrir nál. einu ári. Prestastefna þessi kaus til biskups „frænda hins látna biskups“, Olaf Rögnvaldsson. prest á Breiðabólstað í VTesturhópi, einbeittan inann og ráð- ríkan, sem raun gaf síðar vitni. 1 kjörbrjefinu fær hann þann vitnis- burð, að „vera nýtilegur fyrir heilaga kirkju“, og prestarnir samþykkja, að „styrkja sjera Óla.f og heilaga Hóla- kirkju til allra rjettra mála“. (D. I. V. 167. •— Leturbreytingar eru gerð- ar af mér —).' Einn hinna 30 presta' við þetta biskupskjör, var sjera Sigmundur Steinþórsson í Miklabæ. „Þetta sama sumar (1458) brá Ólafur biskupsefni til utanfarar. Var hann vígður í Niðarósi, og að því loknu ferðaðist hann á fund Kristjáns I. Danakonungs og fekk hann til að veita sjer sýsluvöld í Hegranesþingi um 10 ára bil. Kom Ólafur biskup úr vígsluför sinni 14G0 og settist að á Hólum „tvöfaldur í roðinu“, enda 1) Líkt og dr. Páll Eggert Ólason sneri við áliti manna á Gissuri biskupi Einarssyni, sem liann sannaði að væri rjett „talinn manna vitr- astur og stjórnvísastur allra þeirra. er til valda hafa hafist á íslandi". (M. M. II. 453). Svip- að má segja um ritgerð Þorvaldar Guðmunds- sonar bóksala og fræðimanns, um Hallgerði llöskuldsdóttur. Hún er það líklegasta og sann- gjarnasta í garð Hallgerðar, sem jeg hefi lesið eða heyrt. Höf segist „ekki hika við, að öllu athuguðu, að telja hana (Hallgerði) hjer eftir sem hingað til með merkustu konum fornald- arinnar". (Fyrirl. Þ. G. 28). Það er jrœili- menska sem vert er um að tala, að snúa við dómi eða áliti sögunnar, með sönnu og rjettu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.