Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Blaðsíða 6
90 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hefir (sjera) Sigmundur þá vörn, að hann hefði ekki getað framkvæmt þetta í tæka tíð, því að prestarnir dæmdu honum eið „innan sjöundar“, þ. e. sjö daga, sem er venjulegur eið- frestur, „eða sýni lögleg forföll, að hann mátti eigi þessari skipan af stað koma“. Báðar þessar sakir voru því illa rökstuddar af biskupi og smá- vægilegar, og er auðsjeð að klerkun- um hefir ekki fundist mikið til um þær. Um sakarpersónurnar Guðmund og Vilborgu vita menn ekki annað en þetta, en líklega hefir verið um frænd- semis brot að ræða, því kirkjulögin voru. eins oa kunnugt er,'grimfhilega ströng . þ\ 1 efni, og fjegjarnir ibisk- uj>ar voru í hælunum á öllum, sem ekki gættu sín. í þriðja lagi ákærði biskup sjera Sigmund fyrir það, að hann hefði „hýst og haldið Björgu Þórðardóttur lengur en upp á 12 mánuði heima á Miklabæ------------í sínu forboði, og svo var það svarið af sjera Þorvaldi Bjarnasvni, að hann hefði lesið for- boðsbrjef yfir fyrirskrifaðri Björgu, og sjera Sigmundur hefði heyrt upp á, og hún hefði í hans garði verið“. Einnig kom fram vitnisburður sjera Loðvíks Hallssonar um, að Björg „hefði verið vistföst á Miklabæ“. Þetta kölluðu klerkarnir „hina þriðju óhlýðni við biskup og heilaga kirkju'*. Nú vita menn ekki, hvað Björg þessi hefir brotið af sjer í augum biskups, en sök Sigmundar prests er auðsjáanlega sú, að hann skyldi ekki reka hana samdægurs af heimili sínu, þegar forboðið var birt. (Sjera) Sig- mundi hefir þó vafalaust verið það Ijóst, að samkvæmt kirkjuiögum þess- ara tíma máttu prestar litlar eða eng- ar bjargir vei(a forboðnu fólki. A þessu kærleiksstigi var kirkjan sjálf! En hjer hefir verið um hjú (sjera) Sigmundar að ræða ogþar af leiðandi skjólstæðing hans. Og mannúð hans mátti sín mcira í þessu efni, en þrœls- ótti við biskup og blind hlýðni við ströng kirkjulög. Sýnir þetta dreng- lund fians við ofsóttan og útskúfaðan einstœðing, en einnig djörfung hans, að rísa gegn voldugum kirkjuhöfð- ingja. Og svo fágæt var þessi fram- koma (sjera) Sigmundar, að varla finnast að öllu jöfnu meðal pápiskra klerka hliðstæð dæmi frá þessum öld- um. Þetta verður því varla frá sann- kristilegu sjónarmiði kölluð „ófögur sök“, frekar en hinar fyrri sakargift- irnar. t Fjórða og síðasta ákæruatriði bisk- ups var vangreiðsla (sjera) Sigmund- ar á greiðslu „biskupstíunda þau þrjú ár“, sem hann var prófastur í Húna- vatnsþingi. Líklega hefir þetta verið rjett að fundið. En til glæpaverka hefir greiðsludráttur skulda ekki verið talinn, og ekki kemur það fram í kær- um biskups, að (sjera) Sigmundur hafi neitað að standa skil á þeim. Skuld- seigir menn hafa verið til á öllum öldum, og eru enn, meðal allra stjetta, og valda þessu margvíslegar ástæður, sem allir þekkja. Og væri þeim öll- um skipað í glæpamannaflokk, mundu fremur fáir 'sleppa alveg hjá þeim „hreinsunareldi". Nú veit heldur eng- inn, hvernig (sjera) Sigmundi hefir gengið innheimta þessara biskupstí- unda, en eftij*lögum átti hann að bera ábyrgð á greiðslu þeirra. Má geta nærri, að þær hafi greiðst illa í harð- indaárum, því að annar eins harð- jaxl, sem Olafur biskup var, kvart- aði yfir hve illa greiddust kirkjutí- undir. Vitanlega tók klerkaklílca bisk- ups nokkuð hart á þessu og dæmdi (sjera) Sigmund skyldugan að greiða um ræddar tíundir, og að auki þrjá- tíu marka sekt fyrir hvert ár, sem greiðslubrestur varð. En ekki fannst þeim rjett, að svifta (sjera) Sigmund embætti að svo komnu, heldur skutu því til biskups-úrskurðar, hvort hann skyldi halda Miklabæjarstað eða ekki. (Sbr. D. I. VI. 59—62). Og það stóð ekki á þeim úrskurði, því daginn ejtir veik biskup (sjera) Sigmundi frá em- txvtti í þrjú ár, og auk fyrgreindra sekta, skyldi hann taka lausn og skrijtir fyrir óhlýðni sína, og missa Miklabœ með öllu (D. I. V. 755)“. Bersýnilegt er að dómur þessi hefir verið pantaður af biskupi, til þess í fyrsta lagi, að hefna sín á sjera Sig- mundi af því að hann var hættur að vera nógu leiðitamur til hvaða óþrifa- verka sem var, og í öðru lagi, til þess að koma að Miklabæ hinum þæga skósveini biskups sjera Jóni Brodda- svni, þvi rjett á eftir veitti hann hon- um Miklabæ „og skipaði hann of- ficialis“ og ráðsmann Hólastóls. Skömmu síðar lýsti biskup utanferð sinni, en (sjera) Jón Broddason sett- ist að á Hólum“. ★ Eftir þessar svívirðilegu aðfarir biskups gegn sjera Sigmundi, mtm nú sunprm finnast, að hann hefði ekki átt annað skilið, en að fá sörnu örlög og Jón biskup Gerreksson í Skálholti hlaut af heudi íslendinga 1433. Hjer hafa þá verið greindar sakir þær, sem sagnfræðingar vorra tíma hafa kallað „ófagrar", og getur það með engu móti verið rjettlátur dóm- ur, þó að brot megi'kalla gegn rang- látum kirkjulögum. Það má gera sjer í hugarlund, að þessi ójöfnuður biskups hafi fallið (sjera) Sigmundi * afarþungt, og að hann liafi talið sig viiklu ranglœti beittan. Hann hafði verið biskupi af- ar-fylgispakur í málum, eins ög fyr er sýnt, og hefir ekki búist við slíkum harðræðum af honuín. Þá hefir hon- um sviðið það, að sjera Jóni var veitt- ur Miklibær, og ef til vill grunað hann um, að hafa spilt fyrir sjer hjá bisk- upi, og kent honum um að einhverju leyti, hverniy jór, og því bitnaði gremja hans á sjera Jóni, sem biskup hóf til metorða um leið og hann lítils- virti (sjera) Sigmund, og tróð forna. vúnáttu þeirra undir fótum. Þegar svona var komið, hvarf (sjera) Sigmundur að því ráði, að auðmýkja sig elcki fyrir biskupi, og mætti því ekki á Hólum á tilsettum tíma. Munu þau Solveig hafa flutt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.