Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1947, Síða 7
99
niður fyr en um leið og á að borða
þæ'l', því að ef loft leikur dálitla
stund um sneiðarnar, gufar fjör-
efnið upp úr þeim. Skortur á þessu
efni mun vera algengastur hjer á
landi, og gerir áreiðanlega vart við
sig á hverju vori, enda þótt fólk
hafi nóg að borða, því að þá eru
þessi fjörefni ekki í mjólkinni, þau
koma ekki fyr en kýrnar eru komn
ar út á græn grös. Besta vörnin
gegn C-fjörefnaskorti liggur í því,
hvad fólk borðar mikið af kartöfl-
um, því að enda þótt kartöflur sje
ekki auðugar að þessu fjörefni, þá
vinst það upp með því hvað þær
eru mikill hluti fæðunnar. Skyr-
bjúgur er afleiðipg þess að C-fjör
efni vantar í fæðuna, og hann ger
ir víst vart við sig á hverjh ári.
D-FJÖREFNI. Það er mjög áríð-
andi að börn fái nóg af þessu fjör-
efni, sjerstakl. á veturna. Á sumrin
fær líkaminn það úr sólargeislun-
um. Þess vegna eru sólböð í svo
miklum metum. En í skammdeginu
og þegar ekki sjer til sólar dögum
saman þarf að gefa börnunum lýsi,
svo að þau fái nóg af þessum fjör-
efnum. D-fjörefnask. veldur tann-
skemdum og beinkröm, því að þetta
fjörefni viðheldur tönnum og bein
um og hjálpar til að endurnýja
kalkið í þeim.
ÞETTA eru ^iú helstu fjörefnin.
Mörg fleiri eru nú kunn, og sum
eru máske óþekt enn. En fái menn
nóg af þessum fjörefnum öllum
saman, þá er þeim ekki hætt við
sjúkdómum, sem stafa af fjörefna-
skorti, og, geta leitt af sjer aðra
sjúkdóma.
Kona nokkur, 93 ára gömul,
kom þar að sem löng biðröð var og
slóst í hópinn. Ungur maður kendi
í brjósti um hana og kallað: „Lofið
gömlu konunni að vera á undan!“
/■— Allir litu.við til að sjá hver
gamla konan væri — og hún líka.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1'
háttur
Ungur maður var kominn til borg
ar nokkurrar- í Sussex. Harxn var
ókunnugur þarna og vissi augsýni
lega ekki hvert hann átti að halda.
Sneri hann sjer þá að vingjarnleg-
um bónda, sem var þar á gangi og
mælti:
— Getið þjer sagt mjer hvar póst
húsið er?
— Já, sagði bóndinn og gekk
snúðugt burtu.
En ekki hafði hánn farið langt,
er hann fekk samviskubit. Ef til
vill átti ungi maðrWinn mjög brýnt
erindi á pósthúsið, átti máske von
á brjefi frá veikri móður sinni, eða
þá svari við umsókn um atvinnu,
eða hann þurfti að senda tilkvnn-
ingu um lát skyldmennis. Hann
sneri því aftur og sagði:
— Fyrirgöfið að jeg var nokkuð
stuttur í spuna áðan. Voruð þjer
ekki að spyrja um pósthúsið
— Nei, sagði ungi maðurinn og
gekk snúðugt burtu.
V 4/ ^ V
Veiðistengurúr gleri
MENN eru íjú farnir að búa til
laxastengur úr gleri og þykja þær
betri en bambusstengur. Þær eru
ekki steyptar, heldur gerðar úr
hárfínum glerþráðum og er sagt
að rúmlega hálf miljón slíkra
þráða fari í stöngina þar sem hún
er gildust. Þessir glerþræðir eru
mjög sveigjanlegir og þanþolnir,
vegna þess hvað þeir eru grannir,
og þola þessar nýu stengur því
meiri beygju heldur en eldri steng
ur. Aðra kosti hafa þær einnig
fram yfir bambusstengurnar. Þær
eru ljettari, sterkari og endingar-
betri og þær þola sjávarseltu, en
hana þola bambusstengur ekki.
Barnahjal
Það var kenslutími í kristn
um fræðum og kenslukonan
sýndi börnunum biblíumynd-
ir, þar á meðal af Jósep og
Maríu. Þau voru svo fátæk,
sagði hún, að þau höfðu varla
í sig og á. öll börnin kenna í
brjósti um Jesúbarnið, að
eiga svo fátæka foreldra,
þangað til lítil stúlka segir
stórhneiksluð:
„Já, þau gátu ekki gefið
■(honum mat og föt, en samt
þóttust þau hafa efni á því að
láta mynda sig“.
Kenslukonan sagði börnun-
um dæmisöguna um týnda
soninn. Svo spyr hún börnin
út úr.
— Það var víst einn, sem
ekki varð feginn þegar týndi
sonurinn kom heim aftur. —
Hver var það?
Pjesi: Alíkálfurinn.
Nokkur börn voru að leika
sjer að því að geta gátu. Ein
gátan var svona: Hver er það,
sem á kamb, en kembir sjer
iekki?
Þá varð einn strákurinn
skömmustulegur og sagði:
Það er jeg.
Úr stíl um miskunnsama
Samverjann: 0g svo sagði
hanri við veitingamánninn:
Hjerna eru tvær krónur
handa þjer og ef þú eyðir
meiru í hann þá skaltu eiga
mig á fæti.