Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1947, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1947, Blaðsíða 3
LESBÓK MOROUNBLAÐSINS 311 H. Th. A. Thomsen því að á meðan árnar voru stíflaðar, voru þær svo vatnslitlar þar fyrir neð- an, að lax gekk ekki í þær, en þegar vatninu var hleypt af engjunum varð ílóðið svo mikið að laxakisturnar fóru í kaf og laxinn stökk yfir þær. Thomsen höfðaði þá mál gegn Bene- dikt Sveinssyni árið 1870. En Bene- dikt helt þvi fram, að Thomsen hefði enga heimild til að þvergirða árnar. Væri slíkt bannað í lanaleigubálki Jónsbókar, þar sem segir að enginn megi þvergirða ár og „ganga skal guðs gjöf til fjalls sem til fjöru, ef gengið vill hafa“. Fór svo að Thom- sen tapaði þessu máli fyrir undir- rjetti, en vann það fyrir landsyfir- rjetti 18. sept. 1877 og hæstarjetti árið 1875. Segir í forsendum hæsta- rjettardómsins að frá aldaöðli hafi verið farið með laxveiðina í Elliða- ánum sem væri hún sjerstök eign, og frá miðri 18. öld hafi hún verið stunduð með því að hlaða garða um þvera ána og hafa laxakistur í görð- unum. Megi telja víst að veiðibrellur þessar hafi verið hafðar í báðum kvísl um árinnar, að minnsta kosti síðan 1780. Virðist þetta ekki fara í bág við 56 kap. í landsleigubálki Jónsbókar, þar sem bannað er aö þvergirða ár, með því að cú regla virðist eir.ungis sett til að varðveita veiðirjett þann er fylgir jörð annars manns, er land á að ánni oíar, en henni verði ekki beitt þar cem eir.n og sami maöur eigi alla veiðina. ------ Um þennan dcm sagði Benedikt Sveinsron í þingræðu scinna: „Ilæstirjettur hefur gcngið út frá því, að á miðri 18. öld hafi verið byrjað að þvergirða árnar. Þetta er þó eki'.i byggt á lagalegum sönnun- um, heldur sjer í lagi á bók Horrc- bows sáluga, sem ferðaðist hjer um landið um þetta leyti------byggt á óeiðsvörnum vitnisburði dauðs manns, cem eigi þótti meir cn svo sannorður í liíar.da lííi“. NÝ LÖGGJÖF ÞAÐ MÁ telja víst að þessi málsúr- slit hafa orðið þess valdandi, að Al- þingi samþykkti þá um sumarið ný lög um friðun á laxi. Segir svo i þeim lögum: Lax skal friðheigur frá 1. september til 20. maí ár hvert. — Enginn má leggja net sitt eða garða eða aðrar fastar veiðivjelar lengra en út í miðja á. — Engar veiðivjelar, net eða veiði- brdllur má heldur viðhafa er taki smá laxa, skulu því veiðiáhöld vera svo gerð, að smálax gangi í gegn. — Skulu möskvar í netjum vera 9 þuml- unga, og bil milli rimla í grindum í veiðivjelinni svo mikið, að lax, sem er 9 þumlunga gildur, geti smogið þær. — Brjóti r.okkur lög þessi, sæti 10—50 kr. sekt og 2 kr. fyrir hvern ólöglega veiddan lax. Öll ólögmæt veiðiáhöld skulu upptæk og ólöglegir veiðigarðar óhelgir. — Þá skal og sá, sem ranglega veiðir, bæta þeim, sem hann hefur spillt veiði fyrir skaða allan eftir mati 5 óvilhaidra dóm- kvaddra manna. — Uppljóstrunar- maður á þriðjung sekta og andvirði ólöglegra veiðinetja og veiðivjela, en 2 hluta á sveitarsjóður, þar sem brot- ið er framið.----- Lar.dshöfðingi ljet brjef fylgja þecsum iögum til íslands ráðgjafa og er það dagsett 1. okt. 1875. Þar segir hann að Alþingi hafi haft til með- fcrðar slíkt frumvarp árin 1867, 1871 og 1873 og hafi þau strandað á því hve skiptar skoðanir hafi verið um þau. En nú hafi þingið afgreitt þessi lög i flýti og án nægilegrar athugun- ar. Gerir hann síðan nokkrar athuga- semdir við þau, bendir á að hann sje þeim mótfallinn. en leggur undir úr- ckurö ráðgjafans hvort þau skulu stað fest eða ekki. Lögin voru nú samt sem áður stað- íest af konungi 11. maí 1876. Thomsen skrifaði langa grein í ísafold (10.—11. tbl. 1877) um þessi lög, því að honum mun haía fundist þeim stefnt nokkuð ónotalega að sjer. Telur hann þar upp ýmsa galla á þeim, og leggur til að þeim verði breytt þannig, að þvergirðingar sje ekki bannaðar, heldur skuli þær tekn- ar úr 24 (eða 30) klukkustundir á viku, svo að laxinn geti gengið ó- hindrað, og að ákveðið verði að bil milli rimla megi ekki vera minna en U •> þumlungur. Þrátt fyrir þetta þvergirðir hann árnar þetta sumar, eins og áður, og mun þar hafa skákað í skjóli hæsta- rjettardómsins um það, að hann einn ætti alla veiði í Elliðaánum og þess vegna væri ekki hægt að banna sjer að þvergirða árnar. Yfirvöldm mundu heldur ekki hafa skipt sjer neitt af þessu, og máske hann hafi vitað það. En þá gleymdi hann einum asJilja, sem varð honum þungur í skauti, en það var almenningur. Þegar hann helt á- fram að þvergirða, snerist almenn- ingsálitið hatramlega á móti honum, og varð úr því meiri eldur en títt er hjer á landi. Og út af þessu gerðust margir sögulegir atburðir. Og þetta varð eigi aðeins hitamál meðal al- mennings, heldur einnig eitt hið mesta hitamál á Alþingi. Ábúendum jarðanna upp með án- um gramdist það, að veiði væri spillt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.