Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1947, Blaðsíða 2
310
LESBÓK MORGUNBLAfiSINS
vinnandi og var þá veiðirjetturinn
seldur á leigu.
í fyrsta skipti er veiðirjetturinn
leigður 9. maí 1757 og taka þá tveir
bræður, Þorbjörn og Halldór Bjarna-
synir veiðina á leigu fyrir rúma 11
ríkisdali á ári. Hinn 27. jan. 1761
kemur nýr leigumáli. Þá er veiðirjett-
urinn leigður til þriggja ára fyrir 13
rd. á ári. Enn er til leigumáli frá 30.
nóv. 1778; þá er veiðin leigð Jóni
nokkrum Guðmundssyni fyrir 13 rd.
á ári.
Þá kemur rentukammerið til skjal-
anna og 3. júní 1786 fær Jón
Guðmundsson veiðirjettinn fyrir 21
rd. 32 sh. 1 öllum þessum ieigumálum
er um veiðireglurnar vísað til mál-
dagans 1235, og enn er til brjef frá
rentukammerinu dags. 28. febr. 1795
þar sem vitnað er í þennan máldaga.
Allan þennan tíma er því svo að sjá,
sem veiðiaðferðin hafi verið sú sama.
SALA
KLAZJSTURJ ARÐANN A
UPP ÚR aldamótunum 1800 fer
koungur að selja klausturjarðirnar.
Elliðavatn selur hann 1815, Klepp
1817, Helliskot, Gröf með Grafarkoti
og Bústaði 1837, Ártún 1838 og Ár-
bæ 1839 og eru þær seldar samkvæmt
máldögunum 1234 og 1235, án þess að
veiðirjetturinn sje undan skilinn. En
Breiðholt hafði verið afhent Reykja-
víkurpresti þegar á dögum Gísla bisk-
ups Jónssonar.
Árið 1849 var D. Thomsen orðinn
eigandi að Ártúnum. Taldi hann þá
að jörðinni fylgdi laxveiðin fyrir landi
hennar, þar sem hún væri ekki undan
skilin í afsalsbrjefinu. Risu út af
þessu málaferli milli hans og umboðs-
valdsins og voru þau komin fyrir
hæstarjett. En þá gugnaði stjórnin
og felst á að selja Thomsen laxveiðina
fyrir 1250 ríkisdali, eða sama sem 25
ára leigu, en þá var laxveiðin leigð
fyrir 50 rd. á ári. Við þetta fell málið
niður. Hafði konungur þá „átt“ lax-
veiðina í 300 ár.
Afsalsbrjef Thomsens fyrir veiðinni
er dagsett 11. des. 1853.
I afsalsbrjeíinu er þetta tekið
fram: „Afsölum vjer og afhendum
áður neíndum D. Thomsen kaupmanni
laxveiðarnar í Elliðaánum frá stóra
fossinum hjá Árbæ, þar sem nefnist
Stórhylur, til árósa og út í sjó á móts
við Árbæjarhöfða og Gelgju eða Geld-
ingatanga, ásamt veiðarfærum og öll-
um þeim rjettindum sem veiðinni
hafa fylgt frá fornu, fyigja enn og
fylgja með rjettu, svo að hann geti
gert sjer veiðarnar eins arðbærar og
hann framast kann og gttur, sam-
kvæmt fiskveiðalöggjöf landsins, eða
þeim reglum, er settar kunna að
verða“.
Með þessu afsali er auðvitað gert
ráð fyrir því, að veiðarnar sje stund-
aðar á sama hátt og áður, en Thom-
sen mun hafa lagt annan skilning í
það og stuðst þar við þetta: „svo að
hann geti gert sjer veiðarnar eins
arðbærar og hann framast kann og
getur“. Hann þvergirti því árnar nið-
ur undir ósum og setti þar niður f jór-
ar laxakistur, og var þannig umbúið
að allur lax, sem í árnar gekk, hlaut
að lenda í þeim. Er kistunum þannig
lýst:
í suðuránni var ein kista tvíhólfuð
í aðalkvíslinni, en einhólfa kista í
minni kvíslinni; í norðuránni tvíhólfa
kista, og einhólfa kista í kvísl, sem
rcnnur úr aðalánni fyrir neðan tví-
hólfa kistuna. Rimlarnir í þessum
kistum voru svo þjettir, að bilin milli
þeirra voru ekki nema lýá—2 þuml-
ungar.
Fór þessu fram um mörg ár að
Ditlev Thomsen og seinna sonur hans,
H. Th. A. Thomsen, mokuðu upp lax-
inum átölulaust, en þó mun þeim, er
áttu lönd að ánni ofar, hafa sviðið
þetta, því að laxinum var varnað að
fara upp eftir ánum, og veiddist því
sjaldan fyrir ofan veiðitakmörk
Thomsens. Mun það og almennt hafa
verið álitið að Thomsen ætti einn alla
laxveiði í ánum.
Ekki er nú alveg víst, að hinar lög-
mæltu gömlu veiðiaðíerðir hafi hald-
ist óbreyttar fram á daga Thomsen.
í ferðabók Gaímards, sem ferðaðist
hjer á landi 1836, er mynd af lax-
veiðum i Eiliðaánum. Má ljóst sjá á
henni, að þá hafa menn verið farnir
að nota laxakistur, en það er ekki
sönnun þess að báðar árnar hafi verið
þvergirtar, laxakistan gat aðeins ver-
ið í annari, og laxinn átt frjálsa leið
upp hina ána.
Annars virðist svo sem aðalveiðiað-
ferðin hafi verið sú, að stífla aðra ána
og taka svo laxinn með höndunum.
Má um það efni vísa til ferðabóka út-
lendinga. Er á frásögnum þeirra svo
að sjá, að þá hafi verið sjerstakir
veiðidagar. Þótti það jafnan merkis-
atburður og varð að nokkurs konar
hátíðisdegi fyrir Reykvíkinga, því þá
streymdu allir sem vetlingi gátu vald-
ið, inn að ánum til að horfa á; fór
sauðsvartur almúginn fótgangandi, en
höfðingjarnir, kaupmenn og helstu
embættismenn fóru þangað ríðandi.
Hooker, sem hjer var á valdadögum
Jörgensens 1809, lýsir einum veiði-
degi í ánni og segir að þá hafi veiðst
2200 laxar. Mackenzie segir (1810)
að ákveðinn dagur sje til laxtöku í
ánum og var hann þar við og veidd-
ust þá 900 laxar. Frú Ida Pfeiffer,
sem hjer var sumarið 1845, segist
hafa farið inn að ám laxveiðidaginn.
Hún segir berum orðum að veiðiað-
ferðin sje sú, að stífla ána og taka
laxinn á þurru. Þann dag, sem hún
var þar, veiddust 800 laxar. Þessi
„skemmtun" bæjarmauna hefur lagst
niður þegar Thomsen eignaðist veið-
ina og fór að veiða í laxakistur í
þvergirðingum.
MÁLAFERLIN BYRJA
NÚ SEGIR næst frá því, að Bene-
dikt Sveinsson, síðar syslumaður,
eignaðist Elliðavatn. Hófst hann þá
handa um það að gera áveitu á Elliða-
árengjar og setti í því skyni stíflur
i árnar. Þetta sárnaði Thomsen mjög,